Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGLíkamsrækt & næring LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. 1. Gefðu þér tíma. Finndu út hvenær þig langar til að æfa og skipuleggðu þig. Þú gætir einnig skipt út einhverri venju fyrir æfingu, til dæmis sjónvarpsglápi á ákveðnum kvöldum, 2. Veldu hreyfingu sem þér líkar. Þú ert líklegri til að endast ef þér leiðist ekki. Lík- amsræktarstöð er ekki eini möguleikinn, þú gætir farið á skauta, dansað, hjól- að eða spilað hokkí. 3. Skráðu æfingarnar niður til dæmis með rauðum punkti á dagatalið. Það er hvetjandi að sjá hversu oft þú æfir. 4. Settu þér raunhæf markmið. Þú springur fljótt á limminu ef þú ætlar þér um of. 5. Notaðu málbandið frekar en vigtina. Þú gætir bætt á þig kílóum eftir því sem vöðvamassi eykst en sentímetrunum fækkar samt sem áður. 6. Lærðu að borða heilsusamlega. Það er ólíklegt að þú haldir strangan megrunar kúr alla ævi. 7. Drekktu vatn. Orkudrykkir geta innihaldið hitaeiningar og ef markmiðið er að léttast er vatn besti drykkurinn. 8. Bættu þig. Um leið og þú finnur að æfingarnar eru orðnar léttar skaltu breyta til. Heimild: www.wikihow.com Átta skref til að byrja Tinna Rós segir að hún hafi aldrei á ævinni verið jafn-þung og eftir að hún eign- aðist soninn. „Það var þó ekki fyrr en í október sama ár sem ég ákvað að gera eitthvað í málun- um. Ég leit í spegil og hugsaði: „Hingað og ekki lengra“,“ út skýrir hún. „Hreyfingin byrjaði ekki strax því ég ákvað að taka fyrst til í mataræðinu. Ég lagði áherslu á að grenna mig hægt og rólega svo úthaldið héldist til fram búðar. Ég hafði heyrt að árangursríkt væri að borða margar litlar máltíðir yfir daginn og sleppa alveg sykri. Sykurinn er stórhættulegur og ætti ekki að vera til því hann er beinlínis ávísun á aukakílóin. Þar utan hætti ég að drekka gos og borða skyndimat. Ég fór að elda hollari mat, mest kjúklingabring- ur og fisk, en sleppti allri unn- inni matvöru. Þetta hafði gríðar- leg áhrif og ég fann kílóin hrynja af mér,“ segir Tinna, sem fékk þó bakslag um jólin 2010 og missti sig í freistingunum. „Í byrjun árs 2011 ákváðum við vinkona mín að fara saman í átaksnámskeið. Þar sem ég var ekki búin að koma reglu aftur á mataræðið eftir jólin fannst mér kílóin ekki fara nægilega hratt af á námskeiðinu. Ég hélt þó áfram að hreyfa mig. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem eitt- hvað fór að gerast fyrir alvöru hjá mér. Þá tók ég aftur matar æðið í gegn og sleppti öllum sykri og hveiti auk þess að borða holl- ari mat og minni skammta. Þá fóru hlutirnir loks að gerast en mataræðið skiptir öllu máli vilji maður léttast,“ segir Tinna Rós. „Ég missti f jórtán kí ló á þremur mánuðum,“ greinir hún frá og bætir við að það hafi verið hvetjandi. Hún stundar crossfit þrisvar til fjórum sinnum í viku og spinning þrisvar. „Ég stunda líkamsrækt sex daga vikunnar og finn hvað mér líður miklu betur í öllum líkamanum.“ Tinna stundaði sund þegar hún var barn og keppti fyrir Ármann. Þegar hún byrjaði í menntaskóla hætti hún allri hreyfingu. „Þá fóru að setjast á mig eitt og eitt kíló án þess að maður tæki eftir þeim. Núna er ég í betra formi en ég hef nokkurn tíma áður verið,“ segir Tinna Rós, sem er afar ánægð með hversu miklu liprari hún er í öllum dag- legum hreyfingum. „Ég ætla svo sannarlega að halda þessum lífs- stíl áfram því ég finn hvað hann gerir mér gott.“ Fann kílóin hrynja af Tinna Rós Vilhjálmsdóttir bætti á sig allnokkrum kílóum á meðgöngu. Kílóin héldu áfram að bætast á hana eftir að hún eignaðist barnið í mars 2010. Einn daginn fékk hún nóg og ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Tinna Rós segir að mikill munur sé á getu hennar til allrar daglegar hreyfingar eftir að hún létti sig og fór að stunda líkamsrækt af fullum krafti. MYND/VALLI Fyrir SVEFNINN RIÐLAST YFIR HÁTÍÐARNAR Svefninn á það til að riðlast yfir hátíðarnar og getur verið erfitt að rífa sig upp í vinnu og skóla jafnvel þó búið sé að næla sér í góða hvíld með því að sofa út svo dögum skipti. Það er einmitt eftir löng frí sem svefnvandamál eiga það til að gera vart við sig. Samkvæmt vísindamönnum á vegum NASA tekur það líkamann um viku að venjast því að vakna klukkutíma fyrr en venjulega. Sértu vanur/vön að vakna klukkan sjö en hefur lengt svefninn til tíu yfir hátíðarnar tekur það þrjár vikur að venjast því að vakna klukkan sjö á ný. Besta ráðið er að vakna alltaf á sama tíma og fást ekki svo mikið um hversu marga tíma er sofið. Ekki freistast til að liggja lengur í rúminu. Grunnurinn að góðum nætursvefni er lagður á morgnana og það er best að vakna alltaf á sama tíma. Ekki láta það trufla þig þó erfiðlega gangi að sofna fyrst um sinn. Alls ekki reikna tímana. Það veldur kvíða sem leiðir til þess að það verður enn erfiðara að sofna. Það er heldur ekki tímafjöldin sem skiptir mestu heldur gæði svefnsins. Með tímanum kemst regla á svefninn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.