Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGLíkamsrækt & næring LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 20124 Það er ekki gefið, ætli fólk sér að eignast barn, að það heppnist í fyrstu tilraun. Sumir þurfa að leita sér læknisaðstoðar og enn aðrir gætu þurft að íhuga ættleiðingu. Þeir sem ekki þurfa að leita á náðir lækna eða ættleiðinga ættu þó að hafa ýmislegt í huga. Það vill oft gleymast að orsök getnaðarvandamála skiptist nokkuð jafnt á milli kynjanna þótt oftast sé lögð áhersla á konur í þeim efnum. Tiltölulega einfalt er að láta mæla gæði og magn sæðis hjá karl- inum ef getnaður gengur illa. Ýmislegt getur haft áhrif á sæðið og gæði þess. Til dæmis geta reykingar dregið úr frjósemi og mikil drykkja getur einnig haft áhrif. Framleiðsla sæðis fer fram rétt undir eðlilegum líkams- hita svo allt það sem heldur miklum hita á pungsvæðinu getur valdið því að sáðfrumur verða slappari. Heit böð, sturtur, gufuböð og þröngar buxur skal því forðast. Þá getur streita haft áhrif á hormónaframleiðslu og þar með sæðisframleiðslu. Hollt mataræði, regluleg hreyfing og nægur svefn stuðla að betri líðan og draga úr stressi. Fólínsýra og sink hafa góð áhrif á sæðisframleiðsluna og mælt með að þau séu tekin fyrir og á meðan getnaðartilraunum stendur. Þroskaferill sáðfruma er um þrír mánuðir svo það sem gert er til að auka og bæta sæðisframleiðslu mun að öllum líkindum ekki skila sér fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. BETRA SÆÐI MEÐ HEILBRIGÐUM LÍFSSTÍL Frískandi gúrku- og perusjeik 1 gúrka 2 perur 2 bollar spínat ½ bolli vatn eða klaki Allt í blandara og maukað vel. Agúrka er rík af C-vítamíni. Hún inniheldur einnig A-vít- amín, fólínsýru og magnesín. Þá er hún trefjarík og þykir hafa góð áhrif á húðina. Spínat inniheldur A-, C-, E- og K-vítamín, magnesín, mangan, fólat, járn, B2- og B6-vítamín og kalk. Uppskriftin er fengin af www. incrediblesmoothies.com. Silkimjúkur sjeik úr lárperu 1 lárpera 1 banana ½ bolli létt grísk jógúrt 1½ bolli nýkreistur appelsínusafi ¼ bolli hunang 2½ bolli klaki Allt sett í blandara og maukað þar til það verður silkimjúkt. Lárpera inniheldur mikið af einómettuðum fitusýrum, kal- íni, járni og fosfór. Það er einnig mjög trefjaríkt. Bananar eru uppspretta A-, B- og E-vítamína og innihalda mikið af steinefnum eins og fosfór, járni, kalki og sinki. Uppskriftin er fengin af www. marthastewart.com Tveir grænir og góðir Mér fannst allt gott, hafði enga stjórn á skammta-stærðum og borðaði yfir- leitt þar til ég stóð á gati,“ út skýrir Sólveig um holdafar sitt, sem var komið að hættumörkum þegar hún ákvað að snúa við blaðinu og endur- heimta sjálfa sig úr viðjum offitu. „Þá fór ég á námskeiðið Heilsu- lausnir fyrir fólk með offitutengda sjúkdóma. Ég var sem betur fer ekki svo illa stödd en farin að óttast um heilsu mína og langaði ekki að lifa svo illa á mig komin lengur,“ segir Sólveig sem vildi læra að borða rétt og lifa í sátt við sjálfa sig. „Þrek mitt var ekkert orðið og mig langaði ekki að taka þátt í neinu svona útlítandi. Þegar ég fór að ná árangri, léttast og líða betur hugs- aði ég tíðum hví í ósköpunum ég hefði ekki tekið í taumana fyrr. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ég væri að missa af lífinu og get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið væri nú hefði ég ekki farið í Heilsuborg.“ Sólveig segir helstu kosti Heilsu- borgar vera framúrskarandi og velviljað fagfólk og að þar æfi fólk sem sé í sömu sporum. „Ég byrj- aði á skyldumætingu þrisvar í viku en eftir mánuð vildi ég koma oftar og æfi nú sex daga vikunnar. Ég fór meira að segja á aðfangadag og hefði skellt upp úr fyrir ári hefði mér verið sagt að ég ætti eftir að vera í leikfimi á sjálfum jólunum.“ Fyrir áratug greindist Sólveig með MS-sjúkdóminn og hefur stundum þurft að vera í hjólastól. „Í dag lifi ég í sátt og samlyndi við sjúkdóminn og lít á hann sem vin sem ég get stjórnað í stað óvinar sem réðst reglulega á mig. Vegna betra líkamsforms og mataræðis er MS-þreytan nánast farin og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Sól- veig, sem einnig heldur niðri rós- roða eftir að hún breytti um lífsstíl. „Að breyta um mataræði er mikil vinna í fyrstu og ég hef reynt að boð og bönn virka ekki. Nú elda ég allan mat frá grunni úr fersku hráefni og hef loks lært að nýta garðinn undir grænmetis- og kryddjurtarækt. Ég hætti að vera svöng þegar ég lærði að borða reglulega og langar sjaldn- ast í nammi því mér líður svo vel að borða rétt,“ segir Sólveig. „Sjálfstraust mitt hefur aukist og ég finn mun á framkomu annarra eftir að ég léttist. Mig langar að missa átján kíló til viðbótar og veit að mér mun takast það í Heilsuborg. Þar eru englar að verki.“ Englar í Heilsuborg Sólveig Sigurðardóttir skráði sig á námskeið í Heilsuborg í mars síðastliðnum. Síðan hefur hún misst 32 kíló og náð undraverðum tökum á MS-sjúkdómnum. Sólveig hefur fjórum sinnum þurft að minnka giftingarhring sinn eftir að kílóin fóru að hrynja á árinu og einnig þurft að kaupa sér nýja skó og fatnað í mun smærri stærðum. MYND/VALLI Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir henta ein sem glíma við offitu, h og/eða sykursýki. Hefst 21. janúar. Kynningarfundur fimmtud. 10. janúar kl. Allir velkomnir • Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10 14:00 eða 19:30 • Verð kr. 16.900 pr. mán í 12 m • Fræðsla, einstaklingsviðtöl, að og stuðningur. • Skráning í síma 560 1010 eð mottaka@heilsuborg.is Að námskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingur, íþróttafræðingar, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar og sjúkraþjálfari. „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir staklingum jartasjúkdóma 17:30 :00, án. hald a á

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.