Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 38
FÓLK| siður að koma brúðgumanum á óvart uppi við altarið. „Bónorðið kom upp sameiginlega þegar við Óli ræddum um hjónabandið og við fórum saman til að velja okkur hringa, sem við settum upp í ágúst í fyrrasumar. Brúðkaupsdagurinn var ákveðinn eftir að við fórum í brúðkaup vina okkar þennan sama dag í fyrra. Þá þótti okkur jólahátíðin svo fallegur tími fyrir brúðkaup og ákváðum að herma eftir vinum okkar. Við erum enda bæði jólabörn í hjörtum okkar og hæfir okkur einkar vel að giftast um jól.“ Brúðkaupsveisla Jennýjar og Óla verður haldin í Glersalnum og veislu- gestir verða 130 talsins, enda stórar fjölskyldur sem standa að þeim báðum. „Það er góð og spennandi tilfinn- ing að giftast. Ég finn fyrir fiðrildum í maganum og held að ég verði skælbros- andi allan tímann þótt stundinni fylgi mikil geðshræring líka. Ég hlakka mjög mikið til og á morgun ætlum við hjónin í sumarbústað. Brúðkaupsferð til út- landa bíður til vorsins.“ Þórsteinn Ragnarsson, prestur og forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma, er föðurbróðir Jennýjar og gefur þau Óla saman. Hann skírði einnig börn þeirra tvö. „Lárus Óli okkar er feiminn svo við látum ráðast hvort hann verði í stuði til að tölta upp að altarinu með hringana. Annars verða þeir í vörslu prestsins uns við setjum þá upp,“ segir Jenný. Eins og Jenný segist Óli Hilmar aldrei hafa verið í vafa um að þau Jenný væru sköpuð fyrir hvort annað. „Það var aldrei spurning í mínum huga að Jenný væri sú rétta fyrir mig. Hún er gullfalleg, einstök manneskja og góður vinur. Við eigum vel saman og vinnum mjög vel saman úr öllum hlutum; erum samstíga og einhuga. Svo hefur hún fætt mér tvö yndisleg börn og frá fyrsta degi hef ég ekki velkst í vafa um að Jenný Halla sé konan mín.“ ■ thordis@365.is ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU ÁSTARAUGNARÁÐ Þórsteinn Ragnarsson, prestur og forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma, er föður- bróðir Jennýjar Höllu og gefur þau Óla Hilmar saman í dag. Hér eru þau á æfingu í Dómkirkj- unni í gær. Við hlið Þór- steins stendur Lárus Óli, fimm ára sonur Jennýjar og Óla. MYND/VILHELM HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 ■ EGGJAPÚNS FYRIR 4 - 6 4 eggjarauður 1/2 bolli sykur 2 bollar mjólk 2 negulnaglar hnífsoddur kanill 1 bolli rjómi 1 tsk. múskat 1 tsk. vanillu extrakt 2 msk. romm eða bourbon-viskí Þeytið eggjarauðurnar þar til þær verða ljósar. Bætið sykri rólega út í og hrærið á meðan þar til allt er orðið ljóst og létt. Blandið saman mjólk, negul- nöglum, múskati og kanil í þykk- botna pott og hitið hægt en látið ekki sjóða. Blandið helmingnum af heitri mjólkurblöndunni mjög hægt út í eggjahræruna og þeytið stöðugt á meðan. Hellið svo aftur í pottinn. Hitið við miðlungshita og hrærið stöðugt í með sleif þar til blandan fer að þykkna en látið ekki sjóða. Takið af hellunni og blandið rjómanum út í. Sigtið blönduna í könnu og látið kólna í klukkutíma. Hrærið svo vanillu- extraktið og rommið út í. GÓÐUR DRYKKUR Kampavín er ljúfur hátíðardrykkur en hann hentar einnig ágætlega í alls kyns blöndur sem gaman er að bjóða gestum. Hægt er að nota hina ýmsu líkjöra til að bragðbæta kampavínið eða til að fá skraut- legan lit á drykkinn. Hér eru nokkrar hugmyndir. MÍMÓSA Jöfn hlutföll kampavíns og nýkreists appelsínusafa. KIR ROYALE Kampavín og smávegis af kirsu- berjalíkjör. BELLINI Tveir hlutar af kampavíni á móti einum hluta af ferskjumauki (peach puree). Ein steinlaus ferskja er skorin í bita og soðin í örlitlu vatni í nokkrar mínútur. Látið standa í vatn- inu í 30 mínútur en maukið síðan í matvinnsluvél. Hentar líka í Marga- ritu, Daiquiri og Martini. BLACK VELVET Jöfn hlutföll kampavíns og bjórs (stout). BUBBLES ´N´BLUE Jöfn hlutföll kampavíns og Hpnotiq líkjörs (blár líkjör). Einnig hægt að nota grænan líkjör ef drykkurinn á að vera grænn. PERFECT PEAR Setjið ísmola í hristara og bætið einum hluta vodka og einum hluta perulíkjörs saman við. Hristið. Setjið í glas og fyllið upp með kampavíni. FRENCH 75 Setjið ísmola í hristara og bætið við 60 ml af gini, 1 msk. af sykri og 15 ml af ferskum sítrónusafa. Hristið vel. Hellið glasið hálft og bætið kampa- víni við. Skreytið með sítrónusneið. ÁRAMÓTAKOKKTEILAR Það styttist í árið 2013 en margir fagna nýju ári með góðum kampavínskokkteil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.