Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 40
| ATVINNA | 29. desember 2012 LAUGARDAGUR4 KRINGLAN & SMÁRALIND Auglýsing um skipulag - Hörgársveit Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga auglýsist hér með tillaga að deiliskipulagi jarðarinnar Skúta ásamt spildu úr jörðinni Moldhaugum, ásamt umhverfisskýrslu. Í tillögunni er gert ráð fyrir efnistökusvæði, iðnaðarsvæði o.fl. Gert er ráð fyrir aðkomu að svæðinu frá Hringvegi. Gerð er grein fyrir tillögunni á skipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:10.000. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, verður til sýnis á skrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla, frá 28. nóvember 2012 til 25. janúar 2013. Einnig má sjá tillöguna, ásamt umhverfisskýrslu, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.horgarsveit.is. Athugasemdir skulu hafa borist skriflega til skrifstofu Hörgársveitar eigi síðar en kl. 15:00 föstudaginn 25. janúar 2013. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. 26. nóvember 2012 Sveitarstjórinn í Hörgársveit Auglýsing um skipulags- mál í Grindavík 1. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur bæjar 2010-2030 vegna fráveitu frá Svartsengi í Grindavík, ásamt umhverfisskýrslu. Leggja þarf affallslögn og þjónustuveg frá niðurdælingarsvæði vestan við Þorbjörn og til sjávar, vestan Grindavíkur. Lögnin mun flytja affallsvökva frá niðurdælingarveitu Svartsengis- virkjunar til útrásar í Arfadalsvík. 2. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur bæjar 2010-2030 vegna miðbæjar, ásamt umhverfis skýrslu. Tilgangur breytingarinnar er að skapa betri umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi; verslun, þjónustu og íbúðum. Lögð er áhersla á að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Breytingin gerir ráð fyrir breyttu umferðarskipulagi. 3. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar- kjarna í Grindavík, ásamt umhverfisskýrslu. Megininntak deiliskipulagstillögunnar er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi; verslun, þjónusta og íbúðir. Lögð er áhersla að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Einnig er lögð áhersla á að auka umferðaröryggi í miðbænum, draga úr umferðarhraða og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Gerðar eru breytingar á gatnamótum Víkurbrautar og Ránargötu þannig að umferðinni sé beint niður að höfn. 4. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið í Grindavík. Deiliskipulagið nær til íþróttasvæðis Grindavíkurbæjar og er unnið með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu til íþróttaiðkun- ar í bænum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum mannvirkjum á svæðinu s.s. íþróttamiðstöð, aðkomutorgi og fjölgun bílastæða. Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 í Grindavík, virka daga kl. 9:30 - 15:00, frá 22. desember 2012 til og með 2. febrúar 2013. Einnig má nálgast skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar ásamt umhverfisskýrslum. Ábending- um og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til forstöðumanns Tæknideildar Grindavíkurbæjar eigi síðar en 2. febrúar 2013. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Grindavík, 22. desember 2012. Ingvar Þ. Gunnlaugsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Patreksfirði Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjar- stjórn Vesturbyggðar á fundi þann 16. maí 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af hafnarsvæðinu á Patreksfirði. Deiliskipulagið afmarkast af neðri húsum við Urðagötu og Mýrum að norðan, Aðalstrætis að austan og sjó að vestan og sunnan. Tillagan var til sýnis á bæjarskrifstofunni að Aðal- stræti 63 og á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd. is frá og með þriðjudeginum 12. júní til og með 31. júlí 2012. Athugasemdir bárust og hafa umsagnir bæjastjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Eftirfarandi breyting- ar voru gerðar á tillögunni til samræmis við athugsemdir. Aðkoma er sýnd frá Þórsgötu að Aðalstræti 7. og gerð grein fyrir henni í greinargerð. Teknir voru út byggingarreitir fyrir bílskúra við Aðalstræti vegna garðveggs við Aðalstræti 5-9 sem eru settir undir hverfisvernd. Byggingarreitur Odda hf. var stækkaður. Byggingarreitur við Vatnskrók 1. og 2. er felldur út. Gerð var grein fyrir hverfisvernd á hafnarsvæðinu í samræmi við húsakönnun sem lauk á árinu 2012. Stækkun lóðar og byggingarreits á iðnaðarlóð við Oddagötu og við núverandi Vöru-afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulagið á fundi sínum þann 21. nóvember sl. og hefur skipulagið verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 52.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjórn samþykkt á fundi sínum þann 10. desember síðastliðinn að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu, aðalskipulagsbreytingu og ný deiliskipulög. Vestur- byggð óskar hér með eftir athugasemdum við lýsinguna og skipulagstillögurnar sem eru: Lýsing á skipulagsverkefni Skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst lýsing á skipulagsverkefni fyrir deiliskipulag Látrabjargs. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði nær yfir land þriggja jarða, Hvallátra, Breiðavíkur og Keflavíkur. Stærð svæðisins er í allt um 9.000 km2. Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggð- ar Aðalstræti 75, Patreksfirði og á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is á meðan unnið er að skipulaginu. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63. eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt „skipulagsmál í Vesturbyggð“ fyrir 13. janúar 2013. Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 Skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 og 7 gr. laga nr.105/2006 er auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðal- skipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal, Aðalstrætis 100 og nágrenni. Skipulagstillögunni fylgir umhverfisskýrsla. Skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 er auglýst eftir athugasemd- um við eftirfarandi deiliskipulagstillögur: Sumarhúsabyggð í Dufansdal Efra land II. Uppdráttur með greinargerð. Kirkjuhvammur á Rauðasandi. Uppdráttur og greinargerð. Urðunarstaður í Vatneyrarhlíðum. Skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 og 7. gr. laga nr. 105/2006 Uppdráttur með greinargerð og umhverfisskýrslu. Hlaðseyri og nágrenni. Fóðurstöð fyrir Laxeldi. Uppdráttur með greinargerð. Aðalstræti 100 og nágrenni. Hótel og ofanflóðavarnir. Uppdráttur með greinargerð. Einnig samþykkt bæjarstjórn Vesturbyggðar þann 19. september 2012. að auglýsa: Deiliskipulag vegna frístundabyggðar í Vesturbotni í Patreksfirði skv. 41 gr. laga nr. 123/2010. Skipulagsuppdrættir, umhverfisskýrslur og greinargerðir liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, Patreksfirði og/eða hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 1. janúar 2013 til 26. febrúar 2013. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26 febrúar 2013. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63 eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt „skipulagsmál í Vesturbyggð “. Þeir sem ekki gera athugasemd- ir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi. Skipulagsmál í Vesturbyggð Til hvers að auglýsa ? Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni. Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum. STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is. Með starf fyrir þig Starfsemi STRÁ ehf. býr að aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á sviði starfs- manna- og ráðningarmála en stofan hefur unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins um árabil. Rík áhersla er lögð á trúnað varðandi vörslu gagna og upplýsinga bæði gagnvart umsækjendum, sem og vinnuveitendum. Ánægðir viðskiptavinir til margra ára hafa notið þjónustu STRÁ, en stofan hefur jafnframt umsjón með ráðningum í sérfræði- og stjórnunarstöður. www.stra.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.