Fréttablaðið - 29.12.2012, Side 45

Fréttablaðið - 29.12.2012, Side 45
KYNNING − AUGLÝSING Líkamsrækt & næring29. DESEMBER 2012 LAUGARDAGUR 5 Boot Camp-líkamsræktarstöðin stend-ur mitt í einni fegurstu náttúruperlu Reykjavíkur og býður því upp á ein- stakar aðstæður til hreyfingar í heilnæmu útilofti og náttúru. „Elliðaárdalurinn er útivistarparadís og við hjá Boot Camp og CrossFit-stöðinni höfum kortlagt hann í þaula til að nýta sem best undir fjölbreyttar æfingar,“ segir Arn- aldur Birgir. „Við bjóðum námskeið við allra hæfi í Boot Camp og CrossFit. Má þar nefna Boot Camp-Grænjaxla, sem er tilvalið námskeið fyrir þá sem hafa litla reynslu af líkamsrækt eða vilja fara rólega af stað. Námskeiðið er góður grunnur til að koma sér af stað eftir langa fjarveru frá æfingum. Yfirferð er öll hægari en í almennum Boot Camp-tímum en stemningin er engu að síður mikil og góð,“ útskýrir Arnaldur um Grænjaxla- námskeiðin. Arnaldur nefnir einnig námskeiðið Boot Camp-Skæruliðar sem er sérsniðið fyrir börn og unglinga. „Skæruliðar taka þátt í skemmtilegum leikjum og æfingum sem auka styrk og þol. Námskeiðið er aldursskipt og allir geta verið með, óháð líkamlegu formi. Lögð er áhersla á að allir læri að gera æfingarnar rétt og vel og komi sér upp grunni að góðu alhliða formi. Fyrir þá sem hafa ekki tök á að heim- sækja okkur í dalinn bjóðum við einnig upp á Boot Camp-fjarþjálfun svo nú duga engar afsakanir fyrir því að vera ekki með,“ segir Arnaldur brosandi. Aukið aðhald og markmiðasetning Að sögn Arnaldar þjóna Boot Camp- og CrossFit-líkamsræktarkerfin einstakling- um með ólík markmið, óháð aldri, kyni og líkamsformi. „Margir koma til að léttast og hafa haft árangur sem erfiði en einnig vilja marg- ir þyngja sig og styrkja,“ upplýsir Arnaldur. „Hjá okkur er enginn tími eins og við tryggjum að heimsókn í líkamsræktina sé skemmtileg. Við höfum trú á að árangur haldist í hendur við nýja ögrun og áskor- anir því annars er auðvelt að festast í sama farinu og þá verður stutt í leiðann.“ Í byrjun vetrar tók Boot Camp í notkun nýtt mælingartæki sem gefur nákvæmar upplýsingar um líkamsform. „Tækið mælir ytri og innri fitu, vöðva- massa og beinmassa auk þess að veita nán- ari upplýsingar sem viðskiptavinir geta nýtt sér til markmiðasetningar í líkamsrækt þar sem við tengjum saman hreyfingu og heil- brigt mataræði.“ Skynsemi að leiðarljósi Arnaldur tekur fram að bættur lífsstíll náist ekki með offorsi. „Lykill að árangri felst í heilbrigðri skyn- semi og raunhæfum markmiðum. Leiðin til betra lífs er langhlaup og árangur skyldi ávallt hugsa til langs tíma. Hann kemur þó vissulega fram um leið og fólk sýnir aðhald og fer eftir fyrirmælum þjálfara en úthald dvín fljótt ef farið er of geyst af stað og oft er gott að hafa gæði umfram magn í huga.“ Arnaldur segir rétt mataræði stóran hluta af góðum árangri. „Þar gilda þó engar öfgar. Flestir eru upp- lýstir um hollt mataræði og vita hvað má og má ekki til að öðlast hraustan og heilbrigð- an líkama. Allt felst það í jafnvægi reglu- bundinnar hreyfingar og hollu fæðuvali í réttu magni, meira af grænmeti og ávöxt- um og því að forðast það sem óhollt er.“ Alltaf gaman í ræktinni Við flutning Boot Camp í Elliðaárdal síðast- liðið sumar stækkaði stöðin úr 700 í 1.200 fermetra. „Þar með batnaði aðstaðan til muna og námskeiðum fjölgaði. Má þar nefna hlaupa- námskeið, þríþrautarnámskeið og með- gönguleikfimi auk stærri og betri tækja- sals. Þá opnuðum við einnig barnagæsl- una Skaraskóg sem hefur vakið mikla lukku jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Afgreiðslan okkar er ein sú allra flottasta á landinu og þar er hægt að gæða sér á hollum og bragðgóðum veitingum,“ segir Arnaldur. „Elliðaárdalur hefur mikið aðdráttar- afl og í sumar þegar fámenni var á flest- um líkamsræktar stöðvum var allt á haus hér því töfrar dalsins drógu fólkið að sér. Þar er dýrðlegt að stunda hreyfingu af öllu tagi, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Sú staðreynd gerir stöðina einstaka í sinni röð og ómetanlegt að geta valið um að hreyfa sig inni við fyrsta flokks aðstæður eða úti í náttúrunni. Hingað er líka stutt að hjóla og skemmtilegar hjólaleiðir liggja að stöð- inni alls staðar að,“ segir Arnaldur og hvet- ur sem flesta til að heimsækja Boot Camp í Elliðaárdalinn. „Ný námskeið hefjast í stöðinni 7. janúar og er skráning hafin. Öllum kortum fylgir frítt jóga, hlaupatímar og ráðgjöf ásamt líkams mælingu.“ Allar nánari upplýsingar í síma 517-6070, á www.bootcamp.is og www.crossfitstodin.is. Fjölbreyttar æfingar í frábæru umhverfi Nýju ári fylgja ný tækifæri til að aðhyllast heilbrigðan lífsstíl. Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp í Elliðaárdal, segir mikilvægt að fara rólega af stað og nálgast markmið sín af skynsemi. Boot Camp leggur áherslu á nýjar áskoranir og fjölbreytni á námskeiðum sínum. Arnaldur Birgir Konráðsson er þjálfari og fram- kvæmdastjóri Boot Camp í Elliðaárdal. MYNDIR/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.