Fréttablaðið - 30.01.2013, Page 10
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Láttu hjartað ráða
„Pastasósan mín er unnin úr lífrænum tómötum
sem fá að þroskast til fulls á plöntunni. Hún er enn
fremur sykurlaus.“
EGYPTALAND, AP Yfirmaður
egypska hersins segir að Egypta-
land geti riðað til falls linni ekki
hinum harkalegu pólitísku átökum
sem tröllriðið hafa landinu síðustu
daga og vikur.
Herinn beið átekta í borgun-
um Port Saíd og Súes og fylgdist
með þúsundum manna mótmæla á
götum úti í fyrrakvöld þrátt fyrir
neyðarlög og útgöngubann eftir
klukkan níu að kvöldi. Í þriðju
borginni, Ísmalíu, hélt fólk einnig
út á götur að mótmæla og storkaði
þar með bæði hernum og stjórn
Muhammeds Morsi forseta.
Síðustu daga hafa átökin í þess-
um þremur borgum kostað meira
en sextíu manns lífið. Þessi átök
hófust fyrir helgi eftir að dómstóll
kvað upp dauðadóma yfir 21 manni
sem áttu þátt í óeirðum í tengslum
við fótboltaleik í Port Saíd snemma
á síðasta ári. Þau átök kostuðu 44
menn lífið.
Abdel-Fattah el-Sissi, sem er
bæði varnarmálaráðherra Egypta-
lands og æðsti yfirmaður her-
aflans, segir átökin grafa undan
stofnunum ríkisins: „Þetta er
alvarlegt mál sem skaðar þjóðar-
öryggi og framtíð landsins.“
Jafnt stjórnin sem herinn óttast
að mótmælin breiðist út og snúist
upp í almenna uppreisn í landinu,
enda ríkir víða óánægja með for-
setann og störf hans.
Andstæðingar Morsis segja
hann nota völd sín í þágu íslamista
en hunsa kröfur frjálslyndra afla
sem voru einn helsti drifkraftur-
inn í uppreisn almennings gegn
Hosni Mubarak, forvera Morsis,
fyrir nærri tveimur árum.
Samkvæmt nýju stjórnar-
skránni, sem samþykkt var í
þjóðaratkvæðagreiðslu í desemb-
er þrátt fyrir gagnrýni stjórnar-
andstæðinga, á undirbúningur að
þingkosningum að hefjast seint í
næsta mánuði. Navi Pillay, mann-
réttindafulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna, vekur athygli á því hve mikið
mannfall hefur orðið í átökunum
síðustu daga. Hún hvetur stjórn-
völd til að tryggja að her og lög-
regla beiti aldrei framar óhóflega
miklu ofbeldi gagnvart mótmæl-
endum. Ekki aðeins brjóti slíkt
gegn lögum heldur sé hætt við því
að ofbeldi af hálfu lögreglu og hers
geri ástandið enn illvið ráðanlegra.
gudsteinn@frettabladid.is
Þúsundir Egypta
hunsa útgöngubann
Yfirmanni egypska hersins líst ekki á blikuna og óttast mótmæli gegn stjórn
Mohammeds Morsi. Átökin hafa kostað tugi manna lífið síðustu daga. Stefnt er á
þingkosningar í Egyptalandi innan nokkurra vikna samkvæmt nýrri stjórnarskrá.
MÓTMÆLI Í PORT SAÍD Mótmælendur létu ekki neyðarlög og útgöngubann stöðva
sig. NORDICPHOTOS/AFP
Trúarhátíð á Indlandi
ÝMISLEGT Á SIG LAGT Kumbh Mela, trúarhátíð Hindúa, stendur yfir þessa dagana í
borginni Allahabad á Indlandi. Á hátíðinni eru nýir Naga Sadhu trúarleiðtogar vígðir
en fyrst þurfa þeir að framkvæma helgisið sem nefnist Diksha og þessi ungi maður
lagði á sig í gær. NORDICPHOTOS/AFP