Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.01.2013, Qupperneq 16
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16 Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grund- vallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélags- legu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættu- sækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnar- flokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgar- anna og stuðla að félagslegu rétt- læti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífs- gæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafn- aðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilk- inson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekju- lægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahags- legur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðar- stjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildar- tekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfn- uði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svo- nefndum GINI-kvarða varð ójöfn- uður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skatt- byrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsfram- leiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðar- mála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjör- tímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endur greiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun lands- manna og fjölda þeirra undir lág- tekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kapp- kostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmála- stofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleið- ingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahags- legu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert. ➜ Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfi - legar afl eiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Senn líður að kosningum. Atkvæðaveiðar frambjóð- enda eru fram undan. Tími loforða, leikja og látbragða er runninn upp. Riddarans á hvíta hestinum með lausn- irnar er vænst, sem leiða mun þjóðina úr skugga for- tíðar og inn í birtu og yl þeirrar framtíðar er þjóðin þráir. En hvað ef riddarinn kemur ekki? Sitjum við þá uppi með okkur sjálf? Munum við einu sinni enn senda fulltrúa á Alþingi Íslendinga, þar sem flokkurinn kemur fyrst og þjóðin rekur lest? Hver tekur þá á stóru málunum, sem leiða þarf til lykta á grundvelli fjármála- öryggis, atvinnuöryggis, fæðuöryggis, velferðar og sjálfstæðis? Hvaða mál eru það annars og hvernig gætu þau verið öðruvísi en við eigum að venjast? Er verðtrygging á húsnæðis- lán náttúrulögmál, svo dæmi sé tekið? Er óstöðugleiki í ríkisfjár- málum okkar besta svar við þeirri hagsæld, sem við gætum notið? Mun fjórflokkurinn áfram tölta sinn vanagang eða munu smáflokkarnir skeiða í mark með von um betri tíð? Það er stundum sagt að ungdómur- inn muni erfa þetta land. En hverjir, nema óvitar, hafa áhuga á því, með öllum þeim göllum sem því fylgir? Kjósendur hafa valdið Í þessu fagra landi hefur þessi ríka þjóð klúðrað nánast öllu sem hægt er að klúðra í ríkisbúskap, lagasetningu varðandi úrbætur á fjármálakerfinu og því lýðræðis- fyrirkomulagi, sem við búum við. Einræðisherra myndi hér engu vilja breyta. Með kjörna fulltrúa, sem handbendi valdsins, færi hann sínar leiðir í þeim málum, sem hann skipta. Þjóðin á ekki að sætta sig við þaulsetinn og eins- leitan valdakjarna. Kjósendur hafa valdið og eiga ekki að fram- selja það nema með skýrum skil- yrðum. Nokkrir tugir sjálfskip- aðra riddara eiga ekki að fá að valsa frjálsir á víðavangi með fjöregg þjóðarinnar í vasanum. Rúmlega 200.000 kosninga- bærra Íslendinga verða að þétta raðirnar, blása til sóknar, efla beint lýðræði og koma á reglu- legum þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök mál. Sameinuð getum við betur. Stólum ekki á að aðrir geri þetta fyrir okkur. Við þurfum ekki riddarann á hvíta hestinum. Við þurfum hvíta hestinn. Handbendi valdsins STJÓRNMÁL Pétur Fjeldsted Einarsson Í stjórn Hægri grænna Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Jöfnuður og bætt lífskjör STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þriðja grein

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.