Fréttablaðið - 30.01.2013, Page 21
ÚTFARIR
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013
Kynningarblað
Útfararþjónusta,
blómaskreytingar,
legsteinar, útfararsiðir og
stuðningur í sorg.
Orðsporið skiptir útfarar-þjónustu miklu eins og Rúnar Geirmundsson veit
en hann rekur Útfararþjónustuna
ehf. „Ef maður sinnir sínu starfi
vel er það f ljótt að spyrjast út,“
segir Rúnar sem hefur þrjátíu ára
reynslu af útfararþjónustu. „Fyrst
og fremst þarf að taka tillit til þess
að fólk er í sárum eftir ástvina-
missi. Við þurfum að gæta að því
sem við gerum og segjum og eins
að nálgast fólk með hlýju og auð-
mýkt. Það getur verið mjög erfitt
að bjóða fólki við þessar aðstæð-
ur þjónustu sem kostar peninga
en þetta hefur lærst í gegnum árin
og við tökum mjög mikið tillit til
þess hvernig aðstæður eru hverju
sinni,“ segir hann.
Virðingin í forgrunni
Rúnar hefur unnið við útfarar-
þjónustu frá því 1983, fyrst hjá
Kirkjugörðum Reykjavíkur og
síðan í eigin fyrirtæki. Hann seg-
ist hafa lært það á löngum ferli að
það skipti ekki höfuðmáli hvaða
trú fólk aðhyllist eða hvort það að-
hyllist trú yfirleitt, virðingin fyrir
hinum látna sé alltaf í forgrunni.
„Og það þurfum við alltaf að hafa
í huga, án þess að taka afstöðu til
trúmála. Hlýja, auðmýkt og virð-
ing er það leiðarljós sem við fylgj-
um alltaf.“
Hvað skal gera
þegar andlát ber að garði?
Það er mikilvægt að hafa samband
við útfararþjónustu sem fyrst eftir
að andlát ber að,“ segir Rúnar. „Í
fyrsta lagi þarf að flytja hinn látna
af dánarstað og í líkhús og síðan
að byrja að undirbúa kistulagn-
inguna. Útfararstjórinn heim-
sækir yfirleitt aðstandendur dag-
inn eftir og þeir leggja þá fram
óskir sínar varðandi framkvæmd
kistulagningar og síðan jarðarfar-
ar. Í því felst í flestum tilfellum að
velja prest og hafa samband við
hann og síðan að tímasetja allar
athafnir og grafartöku í tölvufor-
rit sem við notum og er beintengt
við kirkjugarðana. Næsta skref er
svo að ákveða hvað kemur í okkar
hlut að sinna en við sjáum um allt
er lýtur að undirbúningi og fram-
kvæmd útfara. Til að mynda höld-
um við utan um öll samskipti við
tónlistarfólk, blómabúðir, kirkju-
garða og alla þá sem koma að út-
förinni.“
Íslenskar kistur úr íslenskum viði
Val á kistum getur vafist fyrir að-
standendum enda úrvalið nokkuð.
„Við eigum umhverfisvænar og
fallegar hefðbundnar hvítar kist-
ur sem eru algengastar en einnig
töluvert úrval af viðarlitum kist-
um.“ Í fyrsta sinn á Íslandi hefur
Útfararþjónustan nú látið hanna
og smíða íslenskar kistur úr ís-
lenskum viði í samstarfi við Þor-
stein B. Jónmundsson. „Hann
hefur hannað sérstaka kistu og
einnig duftker út frá hugmynd-
inni um íslenska kistu fyrir ís-
lenskar aðstæður til brennslu og
jarðsetningar,“ útskýrir Rúnar.
Kisturnar eru úr viði sem er unn-
inn og þurrkaður í Hallormsstaða-
skógi. „Þessi kista er mjög falleg,
úr grófum viði og ólökkuð eða
máluð á náttúrulegan máta.“
Fjölskyldufyrirtæki í 23 ár
Rúnar stofnaði Útfararþjónustuna
á vormánuðum árið 1990 og hefur
alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu
sem framkvæmdastjóri þess og
útfararstjóri. Útfararþjónustan er
í eigu Rúnars og eiginkonu hans,
Kristínar Sigurðardóttur, og starfa
synir þeirra, Sigurður og Elís, þar
ásamt föður sínum. Nánari upp-
lýsingar er að finna á www.utfar-
ir.is eða í síma 567 9110 allan sól-
arhringinn, alla daga ársins.
Fjölskyldufyrirtæki í 23 ár
Rúnar Geirmundsson útfararstjóri rekur Útfararþjónustuna ehf. ásamt konu sinni og tveimur sonum. Hann hefur þrjátíu ára reynslu af
útfararþjónustu og segir skipta höfuðmáli í sínu starfi að sýna hinum látna virðingu og nálgast aðstandendur með hlýju og auðmýkt.
Útfararþjónustan hefur látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi
við Þorstein B. Jónmundsson.
„Hlýja, auðmýkt og virðing er það leiðarljós sem við fylgjum alltaf,“ segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri sem hér sést ásamt syni
sínum Elís við líkbílana þeirra tvo. MYND/STEFÁN
Rúnar
Geirmundsson
Þorbergur
Þórðarson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Fjarðarási 25 • 110 Reykjavík • Sími 567 9110 • 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Fjölskyldufyrirtæki
í 23 ár
Þær kistur sem við bjóðum, eru framleiddar í Danmörku
og hafa staðist allar væntingar um fagleg vinnubrögð
og góðan frágang.
Markmið okkar
hefur ávallt verið
að veita bestu faglegu
þjónustu varðandi
undirbúning
og framkvæmd útfarar.