Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 2
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Hermann, eru glæpir þá
bara grín?
„Ja, grín er nú dauðans alvara.“
Hermann Jóhannesson gaf nýlega út glæpa-
söguna Olnbogavík. Hann segir margar
glæpasögur því marki brenndar að vera
húmorslausar.
Íslandskex er bragðgott kex sem hentar í öll mál fyrir þig.
LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugs-
aldri sem grunaður er um að hafa
valdið dauða fimm mánaða gamall-
ar dóttur sinnar með því að hrista
hana var í gær úrskurðaður í far-
bann til 23. apríl að kröfu lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan rannsakar andlát
stúlkubarnsins. Í tilkynningu frá
lögreglu segir að nánari bráða-
birgðaniðurstöður rannsóknar
réttarlæknis renni stoðum undir
að andlátið megi rekja til svo-
kallaðs „shaken baby syndrome“.
Er talið að stúlkan hafi verið hrist
svo harkalega að það hafi orsakað
blæðingar inn á heilann. Faðirinn
hafði setið í gæsluvarðhaldi frá
því um síðustu helgi en ekki þótti
ástæða til að halda honum lengur.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins neitaði maðurinn staðfast-
lega sök í yfirheyrslum sem fram
fóru á mánudaginn í síðustu viku.
Hann sagðist ekki hafa hugmynd
um hvað komið hefði fyrir dóttur
sína. Útför stúlkunnar fór fram í
kyrrþey í gær. - bj
Grunaður um að hafa orðið valdur að dauða 5 mánaða gamals barns síns:
Faðirinn úrskurðaður í farbann
FARBANN Maðurinn hefur verið
úrskurðaður í farbann og má ekki yfir-
gefa landið fyrir 23. apríl næstkomandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
dæmt íslenska ríkið til að greiða
verktaka 400 þúsund krónur fyrir
gæsluvarðhald sem hann sætti í
tengslum við rannsókn á man-
salsmáli árið 2009.
Héraðsdómur hafði sýknað
ríkið af kröfum mannsins og
taldi að hann hefði sjálfur átt
sök á því að hann var hnepptur í
varðhald með því að svara ekki
spurn ingum. Maðurinn sat í varð-
haldi í 22 daga og Hæstiréttur
telur að síðustu sex dagarnir
hafi verið óþarfir. Þá hafi hann
ekki fengið nauðsynleg lyf allan
tímann sem hann sat inni. - sh
Fær 400 þúsund í bætur:
Sat of lengi í
haldi og fékk
ekki lyfin sín
UTANRÍKISMÁL Ríkisstjórnin
ákvað á fundi sínum í gær að
veita fimm milljónir króna til
uppbyggingar tónlistarhúss í
Kulusuk á Grænlandi. Tónlistar-
hús barnaskóla bæjarins brann
til grunna 8. mars, en það var
notað til tónlistarkennslu, tón-
leikahalds og fyrir almennar
samkomur.
Hópurinn „Vinir Grænlands á
Íslandi“ hefur undanfarið staðið
fyrir söfnun svo koma megi upp
nýju tónlistarhúsi í bænum. - bj
Stjórnvöld styðja Kulusuk:
Fimm milljónir
í tónlistarhús
KÖNNUN Framsóknarflokkurinn
mælist með 29,5 prósenta fylgi
í nýrri skoðanakönnun MMR,
og mælist langstærsti stjórn-
málaflokkurinn á Íslandi. Fylgi
flokksins hefur aukist mikið á
síðustu vikum.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins
virðist í frjálsu falli og mælist
nú 24,4 prósent. Samfylkingin
mælist með 12,5 prósenta fylgi
og Björt framtíð með 12 prósent.
Stuðningur við Vinstri græn
mælist 8,7 prósent.
Önnur framboð ná ekki fimm
prósenta fylgi. Næst því komast
Píratar með 3,9 prósent og
Hægri grænir með 2,5 prósent.
- bj
Ný könnun á fylgi flokkanna:
Framsókn með
tæp 30 prósent
SPURNING DAGSINS
DÓMSMÁL Leikarinn Ásgeir
Þórðar son, betur þekktur sem
Damon Younger, segist óvanur
því að standa í handalögmálum
og hann efist þess vegna um að
hann hafi getað greitt manni sem
kærði hann fyrir líkamsárás svo
þungt högg að það hafi valdið
heilaskaða.
Þetta kom fram við aðalmeð-
ferð líkamsárásarmálsins á
hendur honum í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær þar sem Ásgeir
neitaði sök.
Salur 201 í dómshúsinu var
þéttsetinn og rúmlega það, og
þurftu nokkrir áhorfenda að
standa á meðan á réttar höldunum
stóð. Í salnum var stór hópur
blaðamennskunema frá Háskóla
Íslands, auk eiginkonu Ásgeirs og
vinafólks þolandans.
Sá sem fyrir árásinni varð, 36
ára Reykvíkingur, hlaut „heila-
hristing, staðbundinn heila-
áverka, rifbrot, mar á augnloki
og augnsvæði vinstra megin,
sár á innanverðri vör og eymsli
í vinstri síðu“, að því er segir í
ákærunni.
„Ég er enginn boxari,“ sagði
Ásgeir, þegar dómari lýsti fyrir
honum afleiðingum árásarinnar.
Ásgeir sagðist efast um að eitt
högg af hans hendi gæti valdið
af leiðingum sem þessum.
Þolandinn hafi hins vegar fallið í
jörðina og gæti hafa hlotið höfuð-
högg af því.
Ásgeiri og hinum manninum
laust fyrst saman snemma kvölds
17. ágúst 2011 á reyksvæðinu á
Kaffibarnum. Allir voru sam-
mála um að þolandinn og vinir
hans hefðu verið með almenn
leiðindi við Ásgeir og kunningja-
konu hans, sem hafi orðið til þess
að þeir fóru að ýta í kvið hvor
annars.
„Ég var með „six-pack“ á
þessum tíma eftir mikið æfinga-
skeið,“ sagði Ásgeir, sem var þá
að búa sig undir hlutverk sitt sem
hrottinn Brúnó í kvikmyndinni
Svartur á leik. Hann hafi því ekki
fundið mikið fyrir því að fá hönd
kærandans í magann. Maðurinn
sló Ásgeir því næst í andlitið og í
kjölfarið yfirgáfu Ásgeir og vinur
hans barinn.
Þeir sneru aftur síðar um kvöldið
og vildi Ásgeir þá fá að ræða málin
við manninn sem hafði ráðist á
hann. „Ég spurði hann hvort hann
ætti ekki inni hjá mér högg – eins
kjánaleg spurning og það er,“ sagði
Ásgeir, sem ber þó að hann hafi
aðeins slegið til hans í vörn.
Ásgeir segir málið hafa haft
miklar afleiðingar fyrir hann.
„Ég hef þurft að sæta andúð í
samfélaginu,“ sagði hann og bætti
við að kjaftasögur gengju um að
hann hefði beitt hjólabretti við
atlöguna.
Aðalmeðferðinni verður fram
haldið síðar. stigur@frettabladid.is
„Ég er enginn boxari“
Leikarinn Damon Younger segist hafa sætt andúð í samfélaginu eftir að hann var
kærður fyrir alvarlega líkamsárás fyrir utan Kaffibarinn. Þolandinn hlaut vægan
heilaskaða af árásinni. Leikarinn segist aðeins hafa slegið manninn í vörn.
FRIÐARMERKI? Damon Younger bar hönd fyrir höfuð sér í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Í humátt á eftir honum fylgir nýbökuð eiginkona hans, kvikmynda-
gerðar konan Vera Sölvadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þolandi árásarinnar bar fyrir dómi að hún hefði haft mikil áhrif á hann.
Hann hefði verið frá vinnu í heilan mánuð og varla getað sofið dúr á
nóttunni. Þá hefði hann verið á hálfum krafti í tvo mánuði til viðbótar
sökum heilaskaðans sem hann hlaut.
Maðurinn kvaðst ekkert muna eftir árásinni sjálfri– hann hafi fyrst
rankað við sér þegar kærastan hans kom að honum þar sem hann var að
skríða inn um gluggann heima hjá sér síðar um nóttina.
Frá vinnu í heilan mánuð
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið sektaði í gær Skipti, móður-
félag Símans og Mílu, um 300
milljónir króna vegna brota á sam-
keppnislögum. Sektir sem Skipti og
dótturfélög hafa þurft að greiða á
undanförnum árum eru nú komnar
í 1,2 milljarða króna.
Samkeppniseftirlitið og Skipti
hafa nú gert heildarsátt um að ljúka
þeim málum sem eftirlitið hefur
verið með til rannsóknar. Auk þess
að greiða 300 milljóna króna stjórn-
valdssekt samþykkja forsvarsmenn
Skipta að gera umfangsmiklar
breytingar á skipulagi samstæð-
unnar til að efla samkeppni, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
Samkeppniseftirlitinu.
Markmiðið með breytingunum
er að keppinautar Símans sitji við
sama borð og Síminn varðandi
Samkeppniseftirlitið sektar Skipti, móðurfélag Símans, um 300 milljónir:
Sektir komnar í 1,2 milljarða
Skipti og Síminn sektuð
aðgang að grunnfjarskiptakerfum
Mílu með auknu sjálfstæði Mílu
frá Símanum. Í tilkynningu Sam-
keppniseftirlitsins segir að með því
sé gengið lengra í aðskilnaði fyrr-
verandi einokunarfyrirtækis en
tíðkast hafi í nágrannalöndunum.
Skipti viðurkenna ekki að hafa
brotið gegn samkeppnislögum, og
segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu
að elstu málin, sem nú sé lokið með
þessu samkomulagi, eigi rætur að
rekja til ákvarðana sem teknar hafi
verið þegar Síminn hafi enn verið
ríkisfyrirtæki.
Samkeppniseftirlitið telur sýnt
fram á að Síminn hafi misnotað
markaðsráðandi stöðu sína. - bj
Júlí 2010
400 milljónir
Janúar 2012
60 milljónir
Ágúst 2012
390 milljónir
Desember 2012
50 milljónir
Mars 2013
300 milljónir
Samtals 1.200 milljónir
BANDARÍKIN, AP Hæstiréttur Bandaríkjanna hóf í gær að hlýða á mál-
flutning í tveimur málum er varða réttindi samkynhneigðra til að
ganga í hjónaband.
Málflytjendur reyna að sannfæra dómarana níu um að ógilda bann
nokkurra ríkja við hjónaböndum samkynhneigðra, og lýsa því jafn-
framt yfir að alríkið þurfi að heimila hjónabönd samkynhneigðra.
Nýjar skoðanakannanir sýna að verulegar breytingar hafa orðið
á afstöðu Bandaríkjamanna til hjónabands samkynhneigðra. Nú er
nærri helmingur fylgjandi. - gb
Málflutningur um hjónabönd samkynhneigðra í Hæstarétti:
Vilja ógilda bann við hjónabandi
MÓTMÆLA Andstæðingar þess að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband mót-
mæltu við byggingu hæstaréttar í Washington í gær. NORDICPHOTOS/AFP