Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 8
„Ég hef skýr fyrirmæli frá all-
stórum hópi útlendinga um að
hringja ef Hekla byrjar að gjósa.
Þegar eldgos hefst taka þegar gildi
pantanir á hótelherbergjum fyrir
þetta fólk,“ segir Anders Hansen,
ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu
á Leirubakka.
Rétt fyrir hádegi í gær lýsti
Ríkislögreglustjórinn og lögreglu-
stjórinn á Hvolsvelli yfir óvissu-
stigi Almannavarna vegna jarð-
hræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar
hafa mælst á undanförnum tveimur
vikum, sem eru úr takti við það sem
vísindamenn eiga að venjast við
Heklurætur. Jarðhræringar eru
ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá
því að ganga á fjallið næstu daga.
Anders segir að tilkynning yfir-
valda hafi fljótt haft sín áhrif.
„ Síminn byrjaði að hringja strax
eftir tilkynninguna. Fólk er for vitið
um fjallið.“
Anders hefur hins vegar ekkert
orðið var við skjálftana að undan-
förnu og segir heimilisfólk aldrei
finna þessa litlu skjálfta. „Við
fylgjumst samt með, eins og flestir
sem hér búa og horfa til Heklu
nokkrum sinnum á dag.“
Hótelhaldararnir á Leirubakka
hafa lista af áhugafólki um Heklu,
þar sem krafan er að hringja ef
nokkuð öruggt er að Hekla sé að
fara að gjósa. „Þetta er fólk frá Evr-
ópu og Ameríku, en það hefur ekki
reynt á þetta enn þá. Þessi hópur
á frátekið herbergi þegar eitthvað
gerist. Það eru þúsundir manna
sem koma til Íslands vegna Heklu.
Margir hafa lesið um fjallið sem
börn, sem hefur mikið aðdráttar-
afl,“ segir Anders.
Sverrir Haraldsson, 85 ára bóndi
í Selsundi, hefur á langri ævi séð
fimm Heklugos, það fyrsta árið
1947. „Ef þið takið af mér mynd, þá
hendi ég ykkur út. En ég skal segja
ykkur frá Heklu,“ segir Sverrir og
lýsir stóra gosinu 1947 sem „eina
gosinu sem vert er að minnast“.
Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði
við snarpan jarðskjálfta og leit þá
út um norðurglugga íbúðar hússins,
sem sneri að fjallinu. „Þá var
eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei
skilið í sögnum af upphafinu á því
gosi. Ég sá svartan mökk standa úr
fjallinu norðaustanverðu en ekki úr
toppnum, eins og menn segja. En
það gos var helvíti svakalegt. Um
RENAULT KANGOO DÍSIL
EYÐSLA 4,9 L / 100 KM*
VINSÆLIR
ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR
RENAULT TRAFIC DÍSIL
EYÐSLA 6,9 L / 100 KM*
RENAULT MASTER DÍSIL
EYÐSLA 8,0 L / 100 KM*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
5
6
4
*
E
yð
s
la
á
1
0
0
k
m
m
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
s
tu
r.
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – Bílasala Akureyrar / 461 2533
www.renault.is
RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR.
Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu.
Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli
þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki
síst þægindi.
TRAFIC STUTTUR
VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK.
2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK.
MASTER MILLILANGUR
VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK.
2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK.
KANGOO II EXPRESS
VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK.
1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK.
23 HEKLUGOS FRÁ LANDNÁMI
HEIMILDIR: ANNÁLAR HEKLUGOSA (WWW.ISLANDIA.IS/HAMFARIR/JARDFRAEDILEGT/ELDGOS/HEKLA.HTML) / WIKIPEDIA.ORG– HEKLA.
Um 7.500 kindur
drepast af fl úor-
eitrun. Öldugígar
hlóðust.
1693 1725 1766 1845 1878 1913 1947 1970 1980 1991 2000
Eitt skaðsamasta gosið
Gífurleg gjóskumyndun varð fyrstu
stundir gossins. Talið er að 90% gjósk-
unnar hafi fallið í fyrstu hrinunni. Aska
lá yfi r öllu landinu og barst til Noregs.
55 jarðir á Suðurlandi urðu fyrir varan-
legu tjóni. Búfé og villt dýr drápust.
Þjófnaðir fylgdu sökum harðæris.
Eft ir 102 ára hlé
Vatnsmagn Ytri-Rangár varð tvöfalt
meðalrennsli Þjórsár. Gosdrunur
heyrast í Grímsey. Búfé fellur og
einn vísindamaður lést þegar
á hann féll glóandi hraunhella.
Fyrsta eldgosið sem þaulrann-
sakað var hér á landi. Ásjóna Heklu
breyttist og hækkaði um 50 metra.
Eitt lengsta Heklugos sem
sögur fara af. Svo kraft mikið
að björg þeyttust nokkurn
spöl frá fj allinu. Vikur fall svo
mikið að Ytri-Rangá stífl aðist.
Drunur heyrðust norðanlands
og búfé drapst.
Gos á svipuðum
slóðum og 1878.
Mundafellshraun
myndaðist. Hraun-
fl æðið stífl aði ána
Helliskvísl.
Gos í topp-
gígnum. Enn
hækkar fj allið
um 20-30
metra. Nokkur
eyðilegging.
Gos úr
sprungu 10
km austur af
Heklutindi.
■ Hekla gaus síðast árið 2000, 26.
febrúar 2000, og stóð í tólf daga.
■ Hálftíma áður en gosið hófst
sýndu skjálftamælar Veðurstofu
Íslands þenslubreytingar í fjallinu
sem virtust örugg vísbending
um að kvika væri að þrýsta sér
upp í gegnum gosrás Heklu.
Almannavarnir voru látnar vita
að gos myndi hefjast eftir 20 til
30 mínútur, sem gekk eftir.
■ Eldgosið var öflugast fyrstu tvær
klukkustundirnar og náði þá gos-
strókurinn í um níu kílómetra hæð.
■ Gosið var fremur lítið á mæli-
kvarða Heklugosa.
■ Fjölmargir lögðu af stað frá höfuð-
borgar svæðinu og víðar til að berja
gosið augum. Í það minnsta 1.500
manns sátu fastir í bílum sínum
í Þrengslunum og voru aðgerðir
björgunarsveita einhverjar þær
mestu síðan í Vestmannaeyja-
gosinu árið 1973.
SÍÐASTA HEKLUGOS
VARÐI Í TÓLF DAGA
Skal hringja í Heklu-
geggjara ef gos hefst
Ferðaþjónustubóndi hefur skýr fyrirmæli um að hringja í hóp útlendinga ef eldgos
hefst í Heklu. Fólk við rætur fjallsins hefur ekki fundið fyrir jarðskjálftum undan-
farnar vikur. Gamall bóndi, sem hefur séð fimm Heklugos, óttast fjallið ekki.
Bandarísku hjónin Stephen og
Giulia Hamacher, og sonur þeirra
Adam, gripu andann á lofti þegar
þeim var færð sú frétt að Hekla,
fjallið á bak við þau, gæti hugsan-
lega byrjað að gjósa hvað úr hverju.
„Á hverju getum við átt von?“ spyr
Giulia og fær það staðfest að engin
yfirvofandi hætta sé á ferðum. „Við
vorum í fyrra á Havaí undir stóru
eldfjalli, svo þetta fer að verða
alvanalegt fyrir okkur.“
Fjölskyldan dvelur á Íslandi í
nokkra daga. „Þetta er mjög spenn-
andi staður að heimsækja, þar sem
við komum frá stórborg eins og
New York. Við erum að leita að lítt
byggðum stöðum og kynnast fólki
sem býr á eldfjallaeyju. Það er eitt-
hvað heillandi við sálarlíf fólks sem
sættir sig við það,“ segir Giulia.
Stephen játar að það myndi
sannar lega gera ferðalagið eftir-
minnilegt að sjá fyrstu eldhræring-
arnar í Heklu í þrettán ár.
„Ég er strax kominn með góða
sögu fyrir vini mína heima,“ segir
Adam og lítur til fjallsins sem fjöl-
skyldan hafði bæði heyrt og lesið
um áður en hún kom. - shá
Bandarísk fjölskylda heimsækir eldfjallaeyjur til að kynnast sérstöku fólki:
Havaí í fyrra, Ísland þetta árið
HÓTELHALDARI Síminn byrjaði
að hringja stuttu eftir tilkynningu
Almannavarna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SEFUR ENN Drottningin sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
hádegi fórum við út að Rangá og þá
var rétt ratljós, svo dimmt var orðið.
Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún
29. mars og fjallið heldur kannski
upp á það á föstudaginn. En mér
hefur aldrei verið illa við Heklu,
það eru frekar jarðskjálftarnir sem
gera usla. Mér er illa við þá,“ segir
Sverrir. svavar@frettabladid.is
ELDFJALLAEYJUR Í UPPÁHALDI
Stephen, Giulia og Adam Hamacher
voru grunlaus um að Hekla væri tekin
að bæra á sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
| FRÉTTASKÝRING | 27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR8
HEKLA BÆRIR Á SÉR