Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.03.2013, Qupperneq 10
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Komnir í Arababandalagið 1KATAR Fulltrúar sýrlenskra stjórnarandstæðinga eru á meðal fulltrúa annarra ríkja á leiðtogafundi Arabandalagsins, sem hófst í Katar í gær. Ákvörðun um að bjóða þeim til fundarins var tekin í framhaldi af utanríkisráðherrafundi Arababandalagsins fyrr í vikunni. Mouaz al Katib, fyrrverandi forseti Sýrlenska þjóðarbandalagsins, er aðalfulltrúi Sýrlands á fundinum. Hann segir þetta styrkja stöðu sýrlensku þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sýknunin ógilt 2ÍTALÍA Áfrýjunardómstóll sakamála á Ítalíu hefur ógilt sýknun í máli hinnar bandarísku Amöndu Knox, sem sökuð var um að hafa myrt herbergisfélaga sinn, Meredith Kercher, árið 2007 í borginni Perugia. Knox var dæmd í 26 ára fangelsi á Ítalíu og sat inni í nærri fjögur ár, en fór heim til Bandaríkjanna eftir að hún var sýknuð í október 2011. Ítalir geta ekki krafist framsals hennar. Dómstóllinn sneri einnig við sýknu þáverandi kærasta hennar, Raffaele Sollecito. 3NORÐUR-KÓREA Her N-Kóreu sendi út tilkynningu í gær þar sem hann sagði flugskeyta- og þungavopnsdeildir sínar vera í sem allra bestu formi um þessar mundir. Jafnframt sendu Norður-Kóreumenn frá sér myndir frá heræfingum, þar sem vígbúnaður landsins er óspart notaður. Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn túlka þetta sem enn eina hótunina frá Norður-Kóreu, sem nýverið hótaði kjarn- orkuárásum á Bandaríkin. Litlar líkur þykja þó á því að Norður-Kórea geri alvöru úr hótunum sem þessum, að minnsta kosti ekki næsta mánuðinn meðan sameigin- legar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu eru haldnar í næsta nágrenni. NORDICPHOTOS/AFP FANGELSISMÁL Leyfilegur há- markstími fyrir fanga í ein- angrun er mun lengri hér á landi en tíðkast víða erlendis. Sam- kvæmt lögum má vista fólk í einangrunar klefum í hámark fjórar vikur, en lengur ef brot varðar að minnsta kosti tíu ára fangelsis vist. Gísli Guðjónsson réttarsál- fræðingur segir þetta verulega langan tíma ef miðað sé við lög í Bretlandi, þar sem hámarkstími í einangrun er fjórir dagar. „Það þarf að rökstyðja svona ákvörðun vel og huga að afleiðing- unum. Einangrun getur haft mikil áhrif á sálarlífið og jafnvel fram- burð einstaklings,“ segir hann. „Þetta er alltaf spurning um hvers vegna hún er notuð. Það er alltaf hægt að segja að það sé verið að leita að gögnum, en hún er líka notuð til að mýkja menn aðeins.“ Hann bendir á að leyfilegur hámarkstími hér sé margfalt lengri en í Bretlandi. „Það þarf alltaf að hugsa hvort þetta sé nauðsynlegt, en mér finnst þetta mjög langt,“ segir hann. Fram kemur í umsögn hinnar svokölluðu Pyntinganefndar Evr- ópuráðsins frá árinu 1999 um aðstæður íslenskra fanga að lítil- lega hafi dregið úr beitingu ein- angrunarvistar síðan í síðustu heimsókn árið 1993, en það sé enn áhyggjuefni hversu mikið úr ræðinu sé beitt hér á landi. Þá mælir nefndin með því að lög- reglu sé gert að sýna gæsluvarð- haldsföngum skriflegan rökstuðn- ing um hvers vegna þeir séu settir í einangrun. Í u m s ög n Trúnaðarráðs fanga á Litla- Hrauni vegna breytingar á lögum um refs- ingar árið 2004 segir að einangr- un sé „hættuleg andlegri og lík- amlegri heilsu manna og algjör- lega árangurslaus í hegningar- skyni. Hið eina sem af því hlýst eru auknar þjáningar og einangrun sem leiðir til þess að fanginn er mun líklegri til að brjóta af sér á nýjan leik“. Þar segir einnig að fangar sem sæti áralangri ein- angrun geti orðið andfélagslegir, einrænir, bitrir, jafnvel geðveikir og hættulegir. sunna@frettabladid.is Íslenskir fangar eru lengur í einangrun Hámarkstími einangrunarvistar er mun lengri á Íslandi en víða annars staðar. Réttarsálfræðingur segir að rökstyðja þurfi ákvörðun um langa einangrun vel og huga að afleiðingunum. Þekkist að einangrun sé notuð til að mýkja fanga upp. FANGELSI Réttarsálfræðingur segir einangrunarvist hafa áhrif á sálarlífið og jafn- vel framburð. Trúnaðarráð fanga telur einangrunarvist hættulega andlegri og líkamlegri heilsu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GÍSLI GUÐJÓNSSON Einangrunarvist getur haft marg- þættar og alvarlegar afleiðingar. Gísli segir að afar sterk rök þurfi að liggja fyrir áður en einstaklingur er settur í slíka vist. Meðal afleiðinga eru: ● Svefntruflanir ● Rugluð hugsun ● Neikvæð áhrif á sálarlífið og líðan ● Stress Þá getur einangrun gert það að verkum að fangar breyti fram- burði sínum og segi jafnvel ósatt til að losna úr vistinni. Afleiðingar einangrunarvistar HEIMURINN 12 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.