Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 20
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 20
Grein Elínar Hirst, frambjóðanda
í Kraganum, í Fréttablaðinu 21.
mars um mikilvægi Vatnsmýrar-
flugvallar vekur furðu. Svona
skrifa landsbyggðarþingmenn í
kjördæmapoti eða aðilar með sér-
hagsmuni í fluginu.
Elín hefur greinilega ekki kynnt
sér skýrslur um miðstöð innan-
landsflugs, sem gerðar voru 2007
fyrir Sturlu Böðvarsson sam-
gönguráðherra. Þar kemur fram
að þjóðhagslega mjög arðsamt sé
að flytja miðstöðina á Hólmsheiði
eða á Keflavíkurflugvöll.
Tvennt skyldi Elín hugleiða vilji
hún starfa lýðræðislega í pólitík:
A. Reykvíkingar kusu flugvöllinn
burt í lýðræðislegum kosningum
2001. B. Sveitarfélög hafa skipu-
lagsvaldið í lögsögu sinni.
Samkvæmt Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001-2024 fer flug-
völlurinn úr Vatnsmýri 2016. Þá
rís þar þétt og blönduð miðborgar-
byggð. Ríkið verður að flytja mið-
stöðina úr Vatnsmýri. Hvert hún
fer er ríkisins og því höfuðverkur
þess ef ekki má meta veðurfar á
Hólmsheiði með heiðarlegum og
sómasamlegum hætti.
1946 var Vatnsmýrarsvæðið
tekið af Reykvíkingum með blygð-
unarlausri valdbeitingu ríkisins í
skugga margfalds atkvæðamis-
vægis, án lóðarleigu og skaðabóta
þau 67 ár sem liðin eru. Um leið og
borgarbúar glötuðu kjörlendinu og
yfirráðum yfir lofthelginni vestan
Elliðaáa misstu þeir stjórn á fram-
tíðarþróun höfuðborgarinnar.
Skipulagsóreiðan í kjölfar-
ið smitaðist yfir borgarmörkin
til norðurs og suðurs. Þá varð til
fyrsti vísir glænýs þéttbýlis í Mos-
fellshreppi, Kópavogi og Garða-
hreppi, sem auðveldaði síðan
landsbyggðarflutninga á mölina.
Þar búa nú 25% landsmanna, en
hlutfall Reykvíkinga hefur hald-
ist óbreytt í 67 ár, um 38%.
Þjóðhagsleg arðsemi ráði för
SKIPULAGSMÁL
Gunnar H.
Gunnarsson
verkfræðingur
Örn
Sigurðsson
arkitekt
➜ Stjórnlaus útþensla
byggðar er þjóðarböl. Eina
leiðin til að stöðva hana er
að Reykvíkingar taki for-
ystu um framtíðarþróun
byggðar …
Þjóðarböl
Stjórnlaus útþensla byggðar er þjóð-
arböl. Eina leiðin til að stöðva hana
er að Reykvíkingar taki forystu
um framtíðarþróun byggðar fyrir
mannvænt, vistvænt og skilvirkt
höfuðborgarsamfélag.
Miðborgarbyggð í Vatnsmýri í
stað dreifðrar úthverfabyggðar
minnkar akstur um a.m.k. 20%.
Árlegur aksturskostnaður lækkar
þá um a.m.k. 1% eða 2 milljarða kr.
fyrsta árið, 4 milljarða annað árið
o.s.frv., alls um a.m.k. 400 milljarða
á 20 árum. Þá fyrst skapast góð skil-
yrði fyrir almannasamgöngur, nær-
þjónustu, göngur og hjólreiðar. Með
eðlilegri uppbyggingu Vatnsmýr-
ar er virði ríkislandsins a.m.k. 70
milljarðar kr. og borgarlandsins 140
milljarðar. Ríkishluturinn nægir
fyrir nýjum flugvelli, ytra vega-
kerfi Vatnsmýrarbyggðar og a.m.k.
þremur landsbyggðarjarðgöngum.
Langstærsta hagkerfið
Höfuðborgarbyggðin er með strjál-
býlustu borgum heims með 14 íbúa
á hektara og 700 bíla á hverja 1.000
íbúa, tvöfalt á við evrópskar borgir.
Hún þekur 150 km², meira en París
og Manhattan samanlagt.
Höfuðborgarsamfélagið er lang-
stærsta hagkerfi Íslands. Óskil-
virkni þess vegna stjórnlausrar
útþenslu byggðar af völdum Vatns-
mýrarflugvallar gætir í þjóðarhag.
Og þrátt fyrir háar þjóðartekjur á
mann skilar sá árangur sér m.a.
þess vegna ekki í pyngjur lands-
manna. Það er sandur í gírkass-
anum.
Sem upprennandi stjórnmála-
maður ætti Elín að einbeita sér að
ábyrgri pólitík í stað þess að ganga
hugsunarlaust í smiðju gömlu flug-
vallarsinnanna, sem aldrei hafa
þurft að færa fram rök fyrir orðum
sínum, hvorki í ræðu né riti, held-
ur hafa þeir beitt útúrsnúningum,
ósannindum, og annarri rökleysu í
krossferð fyrir einkahagsmunum
en gegn almannahag.
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Dagskráin hefur sjaldan, eða aldrei, litið eins vel út. Miðvikudagarnir lofa sérstaklega góðu
og það er óhætt að hlakka til að horfa í kvöld!
ÚTLIT FYRIR FRÁBÆRT
SJÓNVARPSKVÖLD
Kalli Berndsen snýr aftur með litríkan og
smekklegan þátt sem hjálpar þér að líta betur
út og skemmtir þér vel í leiðinni.
Í KVÖLD KL 20:30
KALLI BERNDSEN
Í NÝJU LJÓSI
22:30
GIRLS
Pínlega fyndnir þættir um Hönnu og vinkonur hennar
sem slógu í gegn á síðustu Golden Globe hátíð.
21:00
GREY Ś ANATOMY
Dramatíkin vex í hverri viku í vinsælustu þáttum Stöðvar 2.
21:45
RED WIDOW
Æsispennandi þættir um konu sem leggur allt í sölurnar
til að bjarga fjölskyldunni.
NÝTTU ÞÉR NETFRELSI
OG MISSTU EKKI AF NEINU!
Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppáhalds
þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjald-
tölvunni hvar og hvenær sem er.
Vertu með Stöð 2, 4 aukastöðvar
og Netfrelsi fyrir 265 krónur á dag
Evra tekin upp í laumi
Júlíus Sólnes verkfræðingur
er greindur maður með athyglis-
gáfuna í lagi. Var í Tyrklandi og
tók eftir að Tyrkir hafa tekið upp
evru á laun án þess að spyrja
kóng eða prest. Allt verð á vörum
og þjónustu er auglýst í evrum
þar í landi. Þegar Júlíus reyndi
að borga með tyrkneskum lírum,
settu menn upp svip og reiknuðu
honum óhagstætt gengi. Það er
sem sagt ódýrara að borga þar
með evrum en lírum. Allir nota
evru, auglýsa bíla og lausamuni
í evrum og semja um laun sín í
evrum. Þetta sama eigum við að
gera hér, taka í ró og mag upp
alvöru evru samhliða krónunni án
þess að biðja evrugreifana leyfis.
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson
Framrás Framsóknar
Er fylgisaukning Framsóknar-
flokksins lest sem verður ekki
stöðvuð?
Þunginn virðist vera að aukast
fremur en hitt– og það er aðeins
mánuður til kosninga.
Sjálfstæðisflokkurinn gæti þurft
að horfast í augu við það að vera
ekki stærsti flokkurinn– tvennar
kosningar í röð.
Það er einsdæmi.
Á þeim bæ hlýtur að ríkja skelf-
ingarástand– viðmiðunartalan hjá
Sjálfstæðisflokknum var löngum
36 prósent, nú nálgast flokkurinn
23 prósentin sem hann var með í
síðustu kosningum.
http://eyjan.pressan.is
Egill Helgason
AF NETINU