Fréttablaðið - 27.03.2013, Page 28
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Brúðartertan og brúðarkjóllinn gegna veigamestu hlutverki í brúðkaupsveisl-unni og nú er vinsælt að gera tertur í
stíl við kjólinn. Það kemur mjög skemmti-
lega út og þá unnið út frá munstri í kjólnum
eða blúndum sem unnar eru í sykurmassa og
látnar standa út úr kökunni eins og á brúðar-
kjólunum,“ upplýsir Kristín Eik Gústafsdóttir,
kaupkona í versluninni Allt í köku.
Kristín Eik segir gamaldags rómantík
og ljósa vintage-liti vera
hæstmóðins í brúðkaups-
tertutískunni nú.
„Að baka eigin brúð-
kaupstertu er í senn raun-
hæft og einfalt, ásamt því
að vera töluvert ódýr-
ari kostur og vekja stolt
með bakaranum. Þá eru
samverustundirnar yfir
tertugerðinni dýrmætar og brúðkaupsterta
heiman úr eldhúsi verður bæði gestum og
brúðhjónunum ógleymanleg,“ segir Kristín
Eik sem í upphafi þurfti að útskýra fyrir við-
skiptavinum Allt í köku hvað sykurmassi til
kökuskreytinga væri.
„Sykurmassi er alls ekki nýr af nálinni
en hann var nýjung á Íslandi þegar við opn-
uðum veturinn 2010. Fyrir þann tíma var
marsípan aðallega notað til tertuskreytinga
eða þá í krem. Brúðartertugerð hefur því
tekið miklum stakkaskiptum
síðan aðgengi að sykurmassa
og áhöldum til skreytinga
batnaði,“ segir Kristín sem
byrjaði með 300 vöru-
númer en er nú með
þau yfir þrjú þús-
und.
„Mikilvægustu
hrá efnin
í
brúðartertuna eru ást, hamingja og gleði.
Miklu skiptir að hafa gaman af kökugerð-
inni því annars verður kakan ekki eins fal-
leg og varla jafn bragðgóð ef búið er að bölva
henni mikið á meðan hún var búin til,“ segir
Kristín Eik hlæjandi. - þlg
Fersk sítrónuterta í sumarbrúðkaupið
225 g ósaltað smjör
6 dl hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 msk. fínrifinn sítrónubörkur
3½ dl sykur
2 stór egg
3 eggjarauður
30 ml nýkreistur sítrónusafi
240 ml létt ab-mjólk
Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda,
salt og sítrónubörk í skál og hrærið
saman. Þeytið saman smjör og sykur
þar til blandan verður létt og ljós.
Blandið eggjum og eggjarauðum saman
við, einu í einu. Þeytið svo sítrónusafa
saman við. Blandið þurrefnum og ab-mjólk-
inni saman við. Gott er að setja helming af
þurrefnum út í skálina, síðan ab-mjólk og að
lokum hinn helming þurrefnanna. Smyrjið
tvö kringlótt bökunarmót, 20 cm í þvermál,
með smjöri og stráið hveiti yfir til þess að
koma í veg fyrir að kakan festist við mótið.
Hellið deiginu jafnt í bæði mótin og bakið
við 180°C í 35 mínútur. Athugið að bökunar-
tími er misjafn eftir ofnum. Kælið í 10 mín-
útur áður en kakan er tekin úr mótinu og
leggið á kæligrind.
Sítrónusíróp:
1¼ dl sykur
120 ml vatn
1 sítróna í sneiðum
60 ml nýkreistur sítrónusafi
Setjið sykur og vatn í pott og hitið að
suðu. Leggið sítrónusneiðar í sykur-
löginn og sjóðið á meðalháum hita í um 25
mínútur. Takið sítrónusneiðarnar upp úr og
leggið á smjörpappír. Sítrónusneiðarnar má
nota til að skreyta tertuna ef vill. Bætið sítr-
ónusafa út í pottinn og sjóðið þar til blandan
verður að sírópi. Stingið göt í kökubotnana
með tannstöngli og smyrjið sírópi á botnana
á meðan þeir eru enn volgir. Kælið botnana
alveg áður en kremið er sett á og þeir settir
saman.
Krem:
3 stórar eggjahvítur
1½-2 dl sykur (fer eftir stærð eggjahvíta)
Salt á hnífsoddi
80 ml vatn
¼ tsk. Madagascar-vanilluextrakt
Setjið eggjahvítur, sykur, salt og vatn
í skál og hitið yfir vatnsbaði. Stillið á
meðal háan hita og hrærið í stöðugt þar
til sykurinn hefur leyst upp. Hellið blönd-
unni í hrærivélaskál og þeytið þar til kremið
verður glansandi og stendur í toppi. Varist
að þeyta kremið of mikið. Hægið á hræri-
vélinni og bætið vanilluextrakt út í. Notið
kremið strax.
Keimur af gleði, ást og hamingju
Íðilfagrar brúðkaupstertur með blúndum og blómum úr sykurmassa hafa stolið senunni í brúðkaupsveislum undanfarið enda stolt
hverrar brúðar að hafa bakað og skreytt krúnudjásn veislu sinnar. Kristín Eik Gústafsdóttir segir einfalt að baka brúðkaupstertur.
Kristín Eik Gústafs-
dóttir í Allt í köku.
Kristín Eik Gústafsdóttir á veg og vanda af brúðartertunni og bollakökunum sem hér prýða síðuna. Hún segir vinsælt í dag að bjóða eingöngu upp á fagurskreyttar
bollakökur í stað hefðbundinnar brúðkaupstertu. Blómin á kökunum eru handunnin úr sykurmassa. MYNDIR/PJETUR
STOFNAÐ 1987
M
ál
ve
rk
:
K
ar
ó
lín
a
Lá
ru
sd
ó
tt
ir
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s
VA
XTALAUS