Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 30
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20134 Birgitta og tónlistarmaðurinn og ljóð-skáldið Örvar Smárason giftu sig í Súða-víkurkirkju 11. ágúst 2007. „Þegar ég var níu ára var ég á ferðalagi um Vestfirðina með mömmu og pabba og við fórum að skoða kirkjuna sem þau giftu sig í og ég hugsaði: „Ég ætla að gifta mig hérna,“ segir Birgitta Birgis- dóttir um ástæður þess að hún giftist í Súða- vík. Þó um saklausan æskudraum hafi verið að ræða á sínum tíma þá gekk hann samt eftir. „Það var heldur ekki erfitt að fá Örvar til að gifta sig í Súðavík enda eigum við bæði ættir að rekja þangað.“ Heimilislegt brúðkaup Brúðkaupið og allt í tengslum við það var mjög heimilislegt en gestir þurftu að leggja á sig tölu- vert ferðalag og fljúga eða keyra vestur. Vin- konur Birgittu sáu að mestu um að skreyta kirkjuna og félagsheimilið þar sem veislan fór fram. Á endanum voru það þó ekki þær einar sem skreyttu því flestallir sem mættu enduðu á því að flétta blómakransa og skreyta kirkjuna. „Þegar við komum svo í kirkjuna og ég sneri mér við og leit yfir salinn frá altarinu þá gat ég ekki annað en grátið; kirkjan var þakin allavega löguðum blómakrönsum og blómum.“ Týndur hringur Veislan var svo haldin í Félagsheimili Súða- víkur þar sem dansað var fram á rauða nótt en margir af vinum brúðhjónanna léku fyrir dansi, enda mikið um hæfileikafólk í kringum þau. „Vinur okkar, Númi Þorkell Thomasson, kokkur á Snapsi, var yfirkokkur veislunnar og margir veislugestir hjálpuðu til við að skera og undirbúa matinn með honum daginn fyrir brúðkaupið.“ Þannig lögðust allir á eitt, bæði við skreytingar og matargerð. „Þegar líða tók á brúðkaupsnóttina ákváðu nokkrir að skella sér í sjósund, þar á meðal Örvar.“ Í köldum sjónum í Súðavík tapaði Örvar hringnum sem Birgitta hafði dregið á fingur hans nokkrum klukkutímum áður. Upphófst þá mikil leit þar sem kafað var eftir hringnum. „Hringurinn fannst auð- vitað ekki og ég var alveg miður mín, en í dag þykir mér bara vænt um þennan atburð. Þykir vænt um að vita af hringnum á þessum stað sem á sér sögu í fjölskyldunni.“ Einhver kom með þá uppástungu að kalla staðinn þar sem hringurinn týndist Örvarsbaug sem Birgittu fannst einstaklega falleg og rómantísk hug- mynd. „Eiginlega langar mig ekkert að hring- urinn finnist lengur þó mér hafi vissulega brugðið í fyrstu.“ Vildu engar gjafir Birgitta segir þau hjónin hafa stílað inn á að brúðkaupsgjöfin frá gestum væri sú að þeir mættu í brúðkaupið, enda töluverður kostnaður fólginn í því að f ljúga eða keyra vestur á firði ásamt því að kaupa gistingu. Þau sluppu samt ekki við það að fá gjafir og segir Birgitta að sú sem sé henni hvað kærust sé rúmteppi sem tengdamóðir hennar saumaði. „Það er saumað saman úr alls konar bútum; koddaverum, blúndum og dúkum sem eiga sér jafnvel sögu í fjölskyldunni. Það er til dæmis koddaver með upphafsstöfum Örvars, saumað af ömmu hans í þessu teppi.“ Gjöfult hjónaband Rúmu ári eftir giftinguna í Súðavík eignuðust þau Birgitta og Örvar dótturina Öldu og er Birgitta nú ófrísk að öðru barni þeirra. „Það er svona það sem á hug minn allan þessa dagana, að bíða eftir barni,“ segir Birgitta en það mun vera von á stúlku í maí. „Hjá Örvari er svo nóg að gera en hann er að klára BA-gráðu í kvik- myndafræði og að gefa út sína sjöttu plötu með hljómsveitinni Múm.“ Sumarið verður því fullt af bleyjum og barnadraumum hjá þeim hjónum og ekki ólíklegt að þeim muni bregða fyrir á gangi með nýfædda stúlku í barnavagni í miðborg Reykjavíkur. - vg Missti giftingarhringinn í sjóinn á sjálfa brúðkaupsnóttina Leikkonan Birgitta Birgisdóttir var aðeins níu ára þegar hún sagðist ætla að gifta sig í sömu kirkju og foreldrar hennar, sem giftu sig í Súðavíkurkirkju. Tuttugu árum síðar stóð hún við það heit er hún giftist Örvari Smárasyni. Birgitta og Örvar á leiðinni inn í Félagsheimilið í Súðavík í blíðskaparveðri, 11. ágúst 2007. Einstakar brúðargjafir Einhver stakk upp á því að kalla staðinn þar sem hringurinn týndist Örvarsbaug. MYND/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.