Fréttablaðið - 27.03.2013, Page 32
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20136
Hressari liti í vendina
Allra augu hvíla á brúðinni á stóra daginn og þá skiptir brúðarvöndurinn miklu máli. Leitað var til þriggja blómaskreyta og þeir
beðnir um að setja saman brúðarvendi og leggja línurnar. Að þeirra mati mætti meiri litagleði einkenna íslenska brúðarvendi.
Brynhildur Helgadóttir
Blómabúðin Burkni
„Við val á brúðarvendi ber að hafa í huga hverju brúðurin
klæðist, litaraft hennar og karakter. Einnig þarf brúðar-
vöndurinn að passa inn í heildarmyndina. Margir kjósa
einfaldleika en aðrir vilja íburð. Í heildina er fólk óhrætt
við að velja liti og þar fer guli liturinn fremstur í flokki.
Nellikur koma sterkar inn í ár. Þær eru til í öllum regn-
bogans litum og gaman að blanda þeim saman við rósir.
Vinsælustu vendirnir verða þó áfram einfaldir rósavendir,
einlitir eða marglitir.“
Sigurrós Hymer
18 rauðar rósir
„Mín reynsla er sú að íslenskar brúðir sækja svolítið í
þetta hefðbundna. Rósirnar halda vinsældum sínum
og kúluvöndurinn einnig. Hvítu og rauðu litirnir eru
yfirleitt yfirgnæfandi í brúðarvöndum en það má allt-
af breyta til.“
Ragnhildur Fjeldsted
Dans á rósum
„Ég legg alltaf áherslu á að nota þau blóm sem eru ferskust
og fást á þeim tíma sem brúðkaupið er. Rósir eru r æktaðar
allan ársins hring hér heima en hægt er að panta allt
mögulegt frá Hollandi með góðum fyrirvara. Bóndarósir
fást til dæmis einungis í 6-8 vikur á ári. Litirnir sem hafa
verið ráðandi tengjast mikið þessum fölu litum í tískunni
en núna þegar tískan er svo litrík fyrir sumarið er um
að gera að þora að fara í sterka litatóna. Það er allt hægt
og bara spurning um að hver og ein brúður láti sinn stíl
skína í gegn.“
Laugavegi 178 • Sími: 568 9955 • Opið, virka daga 12 -18 & laugardaga 12 -16
www.tk.is
VERÐ FRÁ kr. 9.975.-
NÝTT
VERÐ FRÁ
kr. 24.990.-
SKÁLAR, GLÖS & DISKAR
NÝTT
STELL 20 teg.
GLÖS 18 teg.
Tilvonandi brúðhjón verið velkomin
að skrá óskalistann hjá okkur.
Öll brúðhjón fá gjöf og lenda í
brúðhjónapotti.
Persónuleg og góð þjónusta
NÝTT
Heldur heitu í 4 tíma
HITAFÖT
Fyrir 12 manns
14. tegundir