Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 36
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201310 Þegar brúðurin gengur inn kirkjugólfið, eða eftir malar-stígnum, allt eftir smekk, ættu brúðkaupsgestir að taka and- köf af aðdáun. Flestar brúðir kjósa að leigja sér kjóla, sumar fjárfesta í slíkum en aðrar láta sauma á sig. Þá er gott að hafa fallegar fyrir myndir en slíkar var sannar lega hægt að finna á tískusýningu Marchesa í október síðast- liðnum þegar s ý n d v a r brúðar- kjóla línan fyrir sum- arið 2013. Inn kirkjugólfið Á brúðkaupsdaginn skartar brúðurin sínu fegursta. Hárið er fullkomið, förðunin náttúruleg og björt en aðalmálið er þó kjóllinn. Fyrirsætur sýna kjóla úr brúðarkjólalínu Marchesa fyrir sumarið 2013. Hvíti liturinn er að venju undirstaðan en kjólarnir eru að öðru leyti æði ólíkir; stuttir, síðir, með ermar eða ermalausir. Blúndum og siffoni er skemmtilega fléttað inn í línuna. NORDICPHOTOS/GETTY LEYNIST DRAUMAKJÓLLINN Á NETINU? Síðustu árin hefur það færst í vöxt að konur kaupi brúðarkjóla á netinu og hafa þó nokkrar íslenskar brúðir gert góð brúðarkjólakaup á eBay. Þar fást kjólar af öllum stærðum og gerðum, notaðir sem nýir, og kosta þeir ódýrustu í kringum tuttugu dollara eða 2.500 íslenskar krónur. Al- gengt verð er þó 150 dollarar eða tæplega tuttugu þúsund krónur. Ofan á það bætist sendingar- gjald, tollar og virðisaukaskattur en á heimasíðu tollstjóra, www.tollur.is, er að finna reiknivél þar sem hægt er að reikna út heildarkostnað. Þótt gjöldin séu einhver er engu að síður hæglega hægt að fá fallegan kjól á innan við þrjátíu þúsund krónur, sem er mun ódýrara en að kaupa, leigja eða sérsauma hér heima. Hins vegar er erfitt að vita nákvæmlega hvort kjóllinn passar. Þá er gott að kunna eitthvað fyrir sér í saumaskap eða þekkja einhvern laghentan svo hægt sé að vinda sér í að stytta, síkka, víkka eða þrengja gerist þess þörf. Á íslensku síðunni brudkaup.is er einnig töluvert um að brúðarkjólar séu boðnir til sölu sem og skór og aðrir fylgihlutir. Það er því ekki úr vegi að líta þangað inn í leit að rétta kjólnum. Að æði mörgu er að hyggja fyrir brúðkaupið. Hér er listi yfir nokkur atriði sem gott væri að huga að núna ef brúðkaup er fyrirhugað í sumar. ● Ákveða kirkju og panta tíma (eða panta prest og ákveða aðra stað- setningu). ● Panta veislusal/tjald fyrir veisluna. ● Skipuleggja gistingu á brúðkaupsnóttina. ● Panta tíma á hárgreiðslustofu og snyrtistofu. ● Finna ljósmyndara. ● Ákveða veitingar. ● Búa til óskalista yfir gjafir. ● Búa til gestalista. ● Skoða brúðarkjóla eða ákveða fatnað. ● Ákveða hvort fara eigi í brúð- kaupsferð og þá hvert. ● Velja veislustjóra. ● Velja svaramann. ● Þeir sem vilja gera kaupmála þurfa að ræða tímanlega við lög- fræðing. ● Panta boðskort og senda út tveimur til þremur mánuðum fyrir brúðkaupsdaginn. ● Velja brúðartertu. ● Velja giftingarhringa. Í MÖRG HORN AÐ LÍTA Fujifilm Instax mini 8 Verð kr. 15.900.- Skipholti 31 – ljosmyndavorur.is Í fermingarpakkann!Í veisluna!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.