Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 61

Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 61
MIÐVIKUDAGUR 27. mars 2013 | MENNING | 37 Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney hefur tilkynnt um tónleikaferð um heiminn sem ber yfirskriftina Out There!. Fyrstu tónleikarnir verða í Varsjá í Pól- landi 22. júní en þar hefur hann aldrei spilað áður. McCartney hefur einnig til- kynnt um tónleika í Vín í Austur- ríki 27. júní. Hann spilar einnig á Bonnaroo-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Bandaríkjunum 13. til 16. júní. Bítillinn fyrrver- andi virðist því hvergi nærri ætla að slaka á þrátt fyrir að verða 71 árs á árinu. Tónleikaferð um heiminn Í TÓNLEIKAFERÐ Sir Paul McCartney er hvergi nærri hættur í bransanum. Poppstjarnan Rihanna var ekki vinsæl meðal nemenda við Barr- ington High School í Chicago er hún mætti fjórum tímum of seint á tónleika. Skólinn hafði unnið keppni þar sem verðlaunin voru tónleikar með söngkonunni vin- sælu sem kenndi umferðarteppu í borginni um seinkunina miklu. Ekki bætti úr skák að söng- konan var einungis á sviðinu í 15 mínútur áður en hún hvarf inn í glæsibifreið sína aftur og ók á brott. Nemendur við skólann létu hafa það eftir sér að Rihanna væri dóni og sýndi aðdáendum sínum enga virðingu með þessari uppákomu en tónleikarnir höfðu verið tilhlökkunarefni í skólanum í marga mánuði. Fjórum tímum of sein OF SEIN Rihanna mætti fjórum tímum of seint á tónleika fyrir nemendur við Barrington High School. NORDICPHOTOS/GETTY Sálin hans Jóns míns, sem fagnaði 25 ára afmæli sínu í troðfullri Vodafonehöll um síðustu helgi, spilar á Þjóðhátíð í Eyjum um versl- unarmannahelgina. Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, Ásgeir Trausti, hefur einnig verið bókaður á hátíðina. Þessir tveir flytjendur bætast í hóp Stuðmanna og Retro Stefson sem einnig stíga á svið í Eyjum og því ljóst að gestir hátíðarinnar munu fá sitthvað fyrir sinn snúð. Stuðmenn mæta til leiks með sömu tónleika og þeir fluttu í október í fyrra undir yfirskriftinni Með allt á hreinu. Forsala miða á Þjóðhátíð er hafin á Dalurinn.is og er miðaverð 16.900 krónur. Fólk getur dreift greiðslunum vaxtalaust á fjóra mánuði. Fullt verð við hliðið í Eyjum er 18.900 kr. Salan í Herjólf fyrir Þjóðhátíð er einnig hafin. - fb Sálin og Ásgeir Trausti á Þjóðhátíð 25 ára gamla poppsveitin og nýstirnið bætast í hóp Stuðmanna og Retro Stefson. SPILA Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Sálin og Ásgeir Trausti verða á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Póstlistinn minn heldur utan um heimilisföng boðsgestanna á þægilegan hátt þegar þú þarft að bjóða í fermingar. Þú getur líka hannað persónulegt boðskort og sent það með skemmtilegu persónulegu frímerki sem setur punktinn yfir i-ið. Fyrir fjarstadda aðstandendur eru persónuleg skeyti sniðug leið til að slá í gegn hjá fermingarbarninu með ljósmynd úr eigin myndasafni. Við mælum sérstaklega með því að senda fermingarbörnum myndir af þeim sjálfum. SKEYTI www.postur.is TIL HAMINGJU MEÐ FERMINGUNA! Elsku Þórdís okkar Við sendum þér innilegar hamingjuóskir með fermingardaginn. Megi þér farnast vel í framtíðinni. Dóri og Lauga Opið laugard. kl. 10-14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.