Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 8

Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 8
1,0% hækkun íbúðaverðs milli mánaðanna september og október Hagstofa Íslands  Stjórnmál Frambjóðendur til StjórnlagaþingS kynntir Hundrað síðna kosningadoðrantur inn á hvert heimili Dómsmálaráðuneytið biður sveitarfélög að slaka á leynd í kosningaframkvæmd, koma upp skóla- borðum og skilrúmum til þess að koma í veg fyrir hrikalegar biðraðir. reiknað með að það taki hvern kjósanda 6-10 mínútur að kjósa. þ að er at í dómsmálaráðuneytinu vegna stjórnlagaþings enda innan við mánuður þar til kosið verður til þess. Frambjóðendur eru margir, 523, og mikið kynningarstarf fram undan. „Fyrst komum við kynningu á frambjóðendum á vefinn um leið og við fáum nöfn og einkenn- istölur frá landskjörstjórn, en við reiknum með að það verði eftir helgina,“ segir Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í ráðuneyt- inu. Þar kynna frambjóðendur sig auk pers- ónuupplýsinga um menntun og fyrri störf. Þá mega þeir tilgreina Facebook- eða vef- síður sem þeir eru á. Hjalti segir sjálft kynningarritið meira mál en það fer inn á öll heimili landsins, um 130 þúsund. Hann reiknar með að það verði um 100 síður að stærð, líklega í lesbókar- broti og að um sex frambjóðendur verði kynntir á hverri síðu. Stefnt er að því að það verði sent út viku eða tíu dögum fyrir kosningarnar 27. nóvember. „Reynslan er sú að ef svona kemur of snemma er hætt við að menn hendi því,“ segir Hjalti og bætir því við að sýnishorn kjörseðils verði einn- ig sent hverjum kjósanda, um 225 þúsund talsins. „Það verða leiðbeiningar vinstra megin um það hvernig ber að fylla seðilinn út og hvað þarf að varast. Hægra megin eru síðan 25 línur með 4 tölustöfum í hverri og hver frambjóðandi fær 4 tölustafi við sína auðkennistölu og kjósandinn greiðir atkvæði með því að skrifa tölu þeirra sem hann velur. Þetta er nýtt og svolítið flókið svo við ætl- um að auglýsa þetta betur og leggja áherslu á að menn verði búnir að velja og merkja inn á seðilinn heima. Síðan taki þeir hann með sér í kjörklefann og færi tölurnar yfir á kjörseðilinn sjálfan þannig að þetta gangi sem greiðast fyrir sig. Annars verða þetta hrikalegar biðraðir. Við höfum varað sveit- arstjórnir við fyrir löngu og beðið þær að fjölga kjörklefum. Við höfum látið reikna út þann tíma sem það tekur fyrir hvern og einn að kjósa og erum með þrjár útgáfur, sex, átta og tíu mínútur eftir því hve menn koma vel undirbúnir. Þá höfum við beðið sveitarfélögin að slaka á kosningaframkvæmdinni. Það mega vera skólaborð með skilrúmum á milli, svo sitja menn og dunda við að skrifa enda veit enginn hvern viðkomandi er að kjósa. Það þarf ekki að vera þessi leynd sem er í hefðbundnum kosningum.“ Hjalti segir vinnuna vegna kosninganna mikla og hafa verið önuga í marga staði. „Það sem tafði okkur var m.a. kjörseðill- inn en hann þarf að vera með þeim hætti að auðvelt sé að lesa af honum. Samið var við breskt fyrirtæki sem kemur hingað og skannar seðlana og telur rafrænt.“ Hann segir að fyrst hafi verið sett í lögin að kjörskrá ætti að vera rafræn en frá því hafi verið fallið. Þá átti kjörseðillinn að vera með öllum nöfnunum á, þriggja fermetra kjörseðill, en því var breytt líka. „Við erum því alveg að verða gráhærð á þessu,“ segir Hjalti í léttum dúr og bætir við að menn verði að taka örlögum sínum, koma þessu frá eða liggja dauðir ella! Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri borgara- og neytendaskrifstofu dóms- og mannrétt- indaráðuneytisins. ráðuneytið mun senda þykkan kosn inga doðrant inn á hvert heimili fyrir stjórn lagaþingskosningarnar í næsta mánuði. Ljósmynd/Hari Við höfum látið reikna út þann tíma sem það tekur fyrir hvern og einn að kjósa og erum með þrjár útgáfur, sex, átta og tíu mínútur ... Árvekni gegn streitu Björgvin Ingimarsson sálfræðingur Sími: 571 2681 Árangursrík aðferð gegn síþreytu, krónískum verkjum og vefjagigt. Helgarnámskeið 13 . - 14. nóvember Nánari upplýsingar á www.salfraedingur.is Frummælendur: Árni Páll Árnason Valgerður Bjarnadóttir Fundarstjóri: Ýr Gunnlaugsdóttir Á fundinum verða stutt ávörp og góður tími gefi nn til um- ræðna. Komið og takið þátt í lífl egum skoðanaskiptum. Verkefnin framundan Opinn fundur í Samfylkingarsalnum Hamraborg 11a Kópavogi mánudaginn 1. nóvember kl. 20.30 www.xs.isAllir velkomnir Íbúðaverð hækkaði um 1% í október frá fyrri mánuði. Fyrstu 10 mánuði ársins hefur íbúðaverð sveiflast mikið samkvæmt mælingum Hagstofunn- ar. Íbúðaverð á landinu öllu hefur lækkað um 1,7% undanfarna 12 mánuði. Tólf mánuðina þar á undan lækkað verðið um 8,5%. Greining Íslandsbanka segir ljóst að verulega hafi hægt á verðlækkunum en of snemmt sé að segja til um hvort botninum sé náð. Frá því að íbúðaverð náði hámarki í lok árs 2007 hefur það lækkað um 13% að nafnverði og um rúm 35% að raunvirði. Lunginn af verðlækkunum kreppunnar er líklega kominn fram, segir Grein- ingin og reiknar með hægfara viðsnúningi fram undan. Það sem getur staðið í vegi fyrir áfram- haldi hans er bakslag í efnahagsbata, óvissa vegna skuldastöðu heimila og viðvarandi fólksfækkun. -lh krónan tiltölulega stöðug verð evru á innlendum millibanka- markaði var um 155 krónur í gær, sem er svipað og var í byrjun mánaðar. Jafn- framt hefur verð á dollar lítið breyst það sem af er mánuðinum og kostar hann nú rúmar 112 krónur. Gengis- vísitala krónunnar, sem vegur saman verð gjaldmiðla helstu viðskiptaþjóða íslands gagnvart krónunni, er svipuð og var í byrjun mánaðarins. Greining íslandsbanka segir að sem stendur sé ekki mikil innistæða til styrkingar krónunnar á næstu vikum en reiknar engu að síður með tiltölulega stöðugri krónu það sem eftir lifir árs. -jh Fasteignaverð þokaðist upp í október Í samstarf við Dahl-Sørensen & Partners A/S í Danmörku veitum við viðskiptavinum okkar víðtæka þjónustu við öflun fjárfesta og aðra M&A þjónustu á norðurlöndunum. Investis fyrirtækjaráögjöf • Lágmúla 7 • www.investis.is FYRIRTÆKJAEIGENDUR Erum með fjárfesta sem vilja taka þátt í yfirtökum, endurfjármögnun og sameiningum fyrirtækja. Frekari upplýsingar á skrifstofu okkar Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd Úrval nuddsæta - verð frá 23.750 kr. Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Skráning er í fullum gangi. Upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.sidmennt.is og í símum 567 7752, 557 3734 eða 553 0877. Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. Boðið verður upp á helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki. Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2010 HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt 8 fréttir helgin 29.-31. október 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.