Fréttatíminn - 29.10.2010, Qupperneq 22
É
g var kallaður dr. Evil og Svarthöfði
af bankamönnum. Ég var svona leið-
inlegi gaurinn í partíinu sem hringir
á lögguna þegar allt er á fullu,“ segir
Heiðar Már Guðjónsson um viðtökur
við þeim spádómum hans árin 2005 og 2006 að
íslenska bankakerfið stæði á brauðfótum vegna
lélegs gjaldeyris og of mikilla erlendra lána.
„Það hlustaði enginn. Ég talaði um að krónan
væri of hátt skrifuð, bankarnir væru komnir fram
úr sjálfum sér með alltof mikið af lánum, sérstak-
lega erlendum, og það kæmi að því að leiðrétting
ætti sér stað. Ég ráðlagði til að mynda Sigur-
jóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að
draga saman seglin en hann, eins og aðrir, lét
það eins og vind um eyru þjóta. Menn gerðu akk-
úrat öfugt við það sem ég sagði. Á næstu tveimur
árum á eftir tvöfaldaðist bankakerfið að stærð og
afganginn þekkja allir. Það er ekkert gaman að
vera svartsýnn því það er „lose/lose-staða“. Ef
maður hefur rétt fyrir sér gerast slæmir hlutir en
ef maður hefur rangt fyrir sér er maður kjáni,“
segir Heiðar Már og bætir við að krónan sé full-
komlega galinn gjaldmiðill.
„Það væri farsælla að taka upp sígarettur ein-
hliða sem gjaldmiðil, svona svipað og er í fang-
elsunum. Þær eru í það minnsta gjaldgengar á
alþjóðlegum mörkuðum, ólíkt krónunni sem eng-
inn vill eiga viðskipti með,“ segir Hreiðar Már.
Felldi aldrei krónuna
Hann hefur verið sakaður um það í DV að hafa
fellt krónuna með skortstöðutökum gegn henni
fyrir sjálfan sig og félög tengd Björgólfi Thor
Björgólfssyni. Hann segir þær ásakanir raka-
lausan þvætting.
„Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Ég tók
aldrei þátt í því að fella krónuna. Þessir tölvupóst-
ar og minnisblöð, sem vitnað hefur verið til í fjöl-
miðlum, snúast á engan hátt um að fella krónuna.
Novator, félagið sem ég vann fyrir, átti eignir á Ís-
landi fyrir hundruð milljarða og það sem ég lagði
til voru í fyrsta lagi eðlilegar gengisvarnir fyrir
Novator fyrir um tíu prósent af verðmæti eigna-
safnsins og síðan varnir fyrir Landsbankann sem
voru eðlilegur hlutur í bankastarfsemi. Að taka
skortstöðu í fyrirtækjum, sem bankar eru með
mikil útlán á, hefur tíðkast í alþjóðlegu banka-
umhverfi lengi og snýst um að takmarka eigin
áhættu en ekki að græða,“ segir Heiðar Már og
vísar til minnisblaðs sem birt hefur verið bæði í
DV og á Stöð 2. Minnisblaðið lagði hann fyrir tvo
bankaráðsmenn í Landsbankanum, þá Þór Krist-
jánsson og Björgólf Guðmundsson. Fram kom í
DV á miðvikudag að einn bankaráðsmanna, Þor-
geir Baldursson, hefði ekki séð minnisblaðið og
stangast það á við yfirlýsingu Heiðars Más um að
minnisblaðið hafi verið lagt fyrir bankaráðið. „Ég
lagði þetta fyrir tvo bankaráðsmenn og veit til
þess að nokkrir starfsmenn Landsbankans sáu
það. Ef bankaráðsmennirnir hafa hins vegar ekki
lagt það fyrir bankaráðið þá er það mjög skrýtið.
Ég er þess fullviss að það hefði hjálpað bankan-
um mikið,“ segir Heiðar Már um minnisblaðið en
þar kemur meðal annars fram að bankinn ætti að
taka skortstöðu í bréfum félaga eins og FL Group
og Dagsbrúnar til að minnka áhættuna af háum
útlánum til félaganna.
Í mál við DV á alþjóðlegum vettvangi
Heiðar Már hefur lýst því yfir að hann ætli í
meiðyrðamál við DV vegna umfjöllunar blaðsins
um árásir hans á krónuna. „Ég ætla að leita réttar
míns í þessu máli – það er ljóst. Margir sögðu
mér að láta kyrrt liggja og láta þetta ganga yfir
en mér finnst brotið á mér. Ég vil ekki sitja undir
því að vera kallaður landráðamaður vegna lyga
í DV. Ég mun sækja málið af hörku og skoða
meðal annars hvort hægt sé að stefna blaðinu og
blaðamönnum í Bretlandi, Bandaríkjunum og
Sviss þar sem ég vinn. Bloomberg-fréttaveitan
tók þessa frétt upp og hún var skaðleg fyrir mig
í hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi. Ég ætla því
að skoða hvar ég get stefnt í þessu máli,“ segir
Heiðar Már.
Helmingi hærra tilboð í Sjóvá
Heiðar Már og viðskiptafélagar hans gerðu tilboð
í tryggingafélagið Sjóvá og bíða eftir svari. Hann
staðfestir að það eina sem vanti sé undirskrift
Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og segist
ekki vita hverju sæti. „Ég treysti því að Már sé
fagmannlegur. Við vitum að tilboðið okkar er
sanngjarnt því það var helmingi hærra en næst-
hæsta tilboðið,“ segir Heiðar Már. Aðspurður vill
hann ekki gefa upp hvað tilboðið hljóðar upp á.
„Það er trúnaðarmál.“
Heiðar Már er í félagi við Ágúst Valfells, hluta
af Sjóla-genginu og lífeyrissjóðina með tilboðið
í Sjóvá. Hann segir alla koma með eigið fé inn í
tilboðið. „Það verður ekkert lánsfé heldur koma
aðilar með peninga. Ég hef sjálfur aldrei tekið
lán á ævinni og ætla ekki að fara að gera það
núna. Við höfum mikla trú á félaginu, teljum það
traust og gott og með mikinn vaxtarbrodd. Við
viljum hlúa að viðskiptavinum okkar og bjóða
upp á lausnir sem veita þeim öryggi. Við viljum
fjölga tryggingamöguleikum einstaklinga þannig
að þeir geti horft fram á áhyggjulaust ævikvöld,“
segir Heiðar Már. Aðspurður hvort hann hyggist
setjast sjálfur í forstjórastól Sjóvár, verði tilboð-
inu tekið, hristir hann hausinn. „Ég má bara ekki
segja neitt. Þetta er allt trúnaðarmál,“ segir hann
sposkur á svip.
Eftirlitsstofnun EFTA skoðar nú hvort íslenska
ríkið hafi gerst brotlegt við lög þegar það endur-
fjármagnaði Sjóvá í fyrra. Heiðar Már segir að
kaupendahópurinn sé að einhverju leyti tryggður
fyrir því ef í ljós kemur að íslenska ríkið hafi brot-
ið lög en þó ekki öllu. „Við munum finna fyrir því
en það er ekkert sem heldur fyrir okkur vöku,“
segir Heiðar Már.
Framtíð Íslands er björt
Þegar talið berst að framtíð Íslands fer Heiðar
Már allur á flug. „Í bókinni The World in 2050,
sem kemur út núna í nóvember, heldur prófessor-
inn Lawrence Smith því fram að hnattræn hlýnun
– sem á sér stað í dag án þess að hann geti skýrt
það – að Norðurskautslöndin Ísland, Grænland,
Noregur og Kanada muni græða mest. Það bendi
allt til þess að lífskjör muni batna þar. Ástæðuna
telur hann vera þríþætta. Í fyrsta lagi mun vanta
vatn þegar hlýnar og þessi lönd eiga öll nóg af
vatni. Í öðru lagi mun fólk færa sig norðar þegar
hlýnar og öll þessi lönd eiga endalaust af jarð-
næði. Í þriðja lagi þarf meiri orku þegar hlýnar
eins og til dæmis fyrir loftræstingu og öll þessi
lönd eiga nóg af orku,“ segir Heiðar Már með
glampa í augunum.
„Ef ég set þetta upp ótrúlega abstrakt þá er það
þrennt sem fólk mun þurfa í framtíðinni: Í fyrsta
lagi vatn, og Ísland á nóg af því. Í öðru lagi er það
orka fyrir fólk, og þá helst prótein í fiski sem er
mesta úrvalsorka sem mannskepnan getur í sig
látið, miklu betra en kolvetni. Í þriðja lagi er það
síðan orka fyrir tæki og vélar og Ísland á enda-
laust af þeirri orku, er ein stór orkustöð. Staða
Íslands, úti í hafi, með nóg af æti, vatn og háhita,
er því öfundsverð. Það þarf hins vegar að breyta
hugarfarinu hérna og komast upp úr hjólförum
fortíðarinnar. Það þarf að horfa til þessarar
framtíðar og endurbyggja Ísland með bjartsýnu
hugarfari. Ef við horfum alltaf í baksýnisspegil-
inn búum við til aumingjasamfélag sem enginn
vill búa í,“ segir Heiðar Már.
Kallaður dr. Evil og
Svarthöfði af bankamönnum
Það væri far-
sælla að taka
upp sígar-
ettur einhliða
sem gjald-
miðil, svona
svipað og er í
fangelsunum.
Þær eru í
það minnsta
gjaldgengar
á alþjóð-
legum mörk-
uðum, ólíkt
krónunni sem
enginn vill
eiga viðskipti
með.
Heiðar Már Guðjónsson er umdeildur. Fæstir vissu hver hann var áður en hann var bendlaður við árás á krónuna. Ljósmynd/Hari
Hagfræðingurinn Heiðar
Már Guðjónsson er um-
deildur maður. Honum
hefur verið gefið að sök
að hafa fellt krónuna og
verið kallaður landráða-
maður fyrir vikið. Heiðar
Már, sem var náinn sam-
starfsmaður Björgólfs
Thors Björgólfssonar, vill
kaupa Sjóvá í félagi við
aðra fjárfesta og bíður
eftir lokasvari við tilboði
sínu. Hann segist sjálfur
vera áhættufælinn
maður sem hafi aldrei
tekið lán á ævinni og
eyddi drjúgum hluta
tíma síns undanfarin
ár í að vara banka- og
ráðamenn landsins
við hættunni sem að
steðjaði. Óskar Hrafn
Þorvaldsson ræddi við
Heiðar Má.
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
22 viðtal Helgin 29.-31. október 2010