Fréttatíminn - 29.10.2010, Síða 29

Fréttatíminn - 29.10.2010, Síða 29
til Bjarna Harðarsonar upplýsingafulltrúa. Hann á eftir að tilkynna okkur margt um óyfirstígan­ legar fjarlægðir og torleiði milli höfuðborga heimsins. Pólitísk undanlátssemi helsta meinsemdin Það eru erfiðir tímar á Íslandi, hér ríkir tortryggni og vantrú – trú og traust fólks á stjórnmálamönn­ um og flokkum hefur til að mynda aldrei verið minni. Af hverju þessi vantrú? Eru stjórnmála­ menn hér á landi eins og spjarir á snúru sem lufs­ ast til og flaksast „af fullkominni þægð/við blástur­ inn“? Það er von að þú spyrjir um vantrú á stjórn­ málamönnum. Stjórnmálamenn eru upp og ofan eins og annað fólk, þótt nú sem stendur séu þeir allir settir undir einn hatt og kallaðir stjórnmála­ stéttin í óvirðingarskyni. Pólitík fer mestan part í alls konar málastapp frá einum degi til annars. En eiginlegir stjórn­ málahæfileikar felast í því að geta séð fram í tímann, séð leikjaröð á taflborði dagsins fram í tímann. Sagnfræðingar gaumgæfa það sem liðið er, sannir stjórnmálamenn það sem við tekur, allt eftir þeim ráðstöfunum sem gerðar eru. Þar liggur stjórnviskan. Mér er næst að halda að megn vantrú Íslend­ inga um þessar mundir á stjórnmálamönnum eigi sér einkum þá skýringu að fólki finnst að síðasta áratuginn eða svo hafi skort stjórnvisku, einmitt þá visku sem sanngjarnt var að gera kröfu til. Við fórum illa að ráði okkar, íslensk þjóð, og stöndum á tímamótum í dag, en virðumst illa vita í hvaða átt skal halda. Af hverju erum við í þessum vondu sporum, hvert er meinið? Fyrir utan bláberan óheiðarleika, jafnvel glæp­ samlega fésýslu, held ég að pólitísk undanláts­ semi ásamt flottræfilshætti sem ævinlega ein­ kennir þá sem eru nýríkir, hafi verið ein helsta meinsemdin. En það er makalaust að þótt hrun­ ið hefði skelfilegar afleiðingar fyrir stóran hóp fólks lifa enn margir í sama stíl og í geggjuninni miklu. Misskipting veraldargæða er gríðarleg hér á landi og veldur heilagri reiði. Ekki er á mínu færi að segja hvernig krísan endar. Þó er ég viss um að þjóðdrambið sem enn veður uppi gagnast lítið. Það er ósköp að sjá mennina sem sveipa nú um sig ljónshúð Jóns Sigurðssonar forseta. Ég segi ljónshúð vegna þess að Steingrímur skáld Thorsteinsson skrifaði í kunningjabréfi skömmu eftir 1880 að forkólfur einn hefði flegið ljónshúð­ ina af Jóni Sigurðssyni dauðum og íklæðst henni til þess að villa mönnum sýn. Jón Kalman Stefánsson kalman@bjartur.is Já, blágræna þverpólitíkin gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu er kostuleg. Þar sitja saman í einingu andans hægrisinnaðir og vinstrisinn­ aðir gaddhestar úr kalda stríðinu, kúabændur á hausnum vegna offjárfestingar í mjalta­ róbótum, gamlir veðurbarðir Keflavíkur­ göngumenn, gljáandi nýfrjálshyggju­ piltar beint úr kemískri hreinsun Heimdallar, og svo framvegis ... viðtal 29 Helgin 29.-31. október 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.