Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 40
F yrir réttu ári skrifaði ég greinar í sænska dagblaðið Dagens Nyheter og lagði til að norrænu löndin og sjálfstjórnar- svæðin ættu að mynda sambands- ríki. Sjaldan hef ég fengið jafnsterk viðbrögð og þá. Þess vegna hef ég nú þróað hugmyndina í ársriti Norð- urlandaráðs og Norrænu ráðherra- nefndarinnar 2010. Það er ekki erfiðleikum bundið að gera drög að því hvernig sam- bandsríkið geti litið út. Sviss er hugsanleg fyrirmynd að mögulegu sambandsríki þar sem löndin fimm (Danmörk, Finnland, Ísland, Nor- egur og Svíþjóð) og sjálfstjórnar- ríkin þrjú (Færeyjar, Grænland og Álandseyjar) ættu aðild. Fyrsta sameiginlega þingið 2030 Sambandsríkið myndi einungis hafa valdheimildir sem meðlimirnir færðu því á ótvíræðan hátt. Utan- ríkis- og öryggismál ættu að heyra undir sambandsríkið, samhæfa þyrfti efnahags- og vinnumarkaðs- pólitíkina auk þess sem í því fælist örugglega ávinningur að það yrði jafnframt gert varðandi rannsóknar- stefnuna. Þó að löndin sameinuðust í sam- bandsríki yrðu ekki allar pólitískar ákvarðanir teknar fyrir sambands- ríkið í heild sinni. Norrænu löndin hafa ríka hefð fyrir svæðisbundinni sjálfstjórn þar sem sveitarfélögin og ömtin/fylkin/landsþingin bera ábyrgð á stórum hluta ýmissa mála- flokka, einkum varðandi félagslega kerfið þar sem þess er þó gætt á landsvísu að allir njóti sömu rétt- inda. Sambandsríkið Norðurlönd gæti á svipaðan hátt verið vettvangur til að bera saman og samhæfa án þess að alltaf þurfi að vera um að ræða bindandi ákvarðanir til að taka næsta skref í samstarfinu. Skatt- lagningin ætti að mestu leyti að vera í höndum aðildarlandanna, sama á við um félagslega kerfið og hugsan- lega almannatryggingakerfið svo fremi að menn telji ekki að það sé meiri ávinningur af því að koma á sameiginlegu kerfi. Sambandsríkið þarf að hafa stjórnarskrá, löggjafarsamkundu og ríkisstjórn. Meðlimirnir yrðu að koma sér saman um það hvernig þær yrðu upp byggðar. Það verður sjálfsagt nokkuð langt ferli en það gæti hafist á því að Norðurlandaráð ákvæði að gera forkönnun á því hvaða möguleikar stæðu norrænu samstarfi opnir í framtíðinni. Þegar sjónarmið og tillögur henn- ar lægju fyrir gætu meðlimirnir byrjað að semja. Síðan þyrftu þjóð- irnar og löggjafarþingin að hafa sitt að segja um niðurstöður samninga- viðræðnanna. Norrænir borgarar ættu að geta kosið fyrsta sameigin- lega þing sitt nálægt 2030. Hindranir í fortíðinni Það furðulegasta er að þetta skuli ekki hafa gerst nú þegar. Í alþjóðlegu samhengi hæla nor- rænu löndin sér af friðsömu og ár- angursríku samstarfi sínu. En það er líka hægt að snúa dæminu við. Svipuð svæði í Evrópu með sam- eiginlega menningu og tungumál hafa nefnilega á hinn bóginn orðið að löndum og ríkjum fyrir löngu. England og Frakkland snemma á miðöldum, Spánn á 15. öld, Stóra- Bretland á 17. öld, Þýskaland og Ít- alía á 19. öld. Það eru bara norrænu löndin fimm sem þrjóskast við og halda sig hvert fyrir sig. Að hluta til var það vegna þess að Danmörk/Noregur og Svíþjóð/ Finnland voru lengi vel svo svipuð að styrk að engu ríki tókst að leggja annað undir sig. Að hluta til vegna þess að stórveldi stöðvuðu slíka tilburði, allt frá Hansaveldinu til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. En nú láta stórveldi Norðurlönd í friði. Í fyrsta sinn í 600 ár ættu löndin að geta rætt hugmyndina í friði og ró. Norðurlandahyggja hefur frá því á 19. öld byggst á sterkri menn- ingarlegri og hugmyndafræðilegri stemningu en ég tel að nú hafi jafn- framt bæst við sterk efnahagsleg og utanríkispólitísk rök. Tíunda stærsta hagkerfið Það byrjaði með talnaleik. Ég lagði saman þjóðarframleiðslu landanna og íbúafjölda. Niðurstaðan var ótrú- leg. Íbúafjöldi sambandsríkis Norð- urlanda væri í dag um 25 milljónir og þjóðarframleiðslan um 1.600 milljarðar dollara, svipað og Spánn og Kanada, og yrði 10. til 12. stærsta hagkerfi heimsins. Þetta opnar fyrir hugleiðingar um tvö mikilvæg sjónarmið. Þýðing alþjóðlegs samstarfs hef- ur aukist gífurlega, m.a. í kjölfar fjármálakreppunnar. Þegar Bretton Woods-kerfið beið skipbrot í byrj- un áttunda áratugarins var hömlum létt af og það dró stöðugt úr hlut- verki alþjóðastofnana. Það hefur hins vegar orðið ljóst á undanförnum árum að fjármála- markaðir geta ekki án alþjóðlegra reglugerða verið. Vandamálið er að Sameinuðu þjóðirnar, Heimsvið- skiptastofnunin (WTO), Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, Alþjóðabank- inn og auk þess OECD, hafa um þessar mundir orðið alltof þung- lamaleg til að geta náð niðurstöðu í umfangsmiklum samningavið- ræðum. Lausnin hefur falist í G-20 hópn- um sem mótað hefur meginstefnuna og síðan sjá hefðbundnu alþjóða- samtökin um að framkvæma hana. Þetta er sennilega ekki einangrað fyrirbæri: Þegar leysa þarf vanda- mál tengd loftlagsmálum er jafn- mikil þörf fyrir svipað kerfi. Vandamálið er að norrænu löndin eru ekki höfð með í G-20. Á því tapa bæði Norðurlönd og heimurinn. Norrænu löndin eru betur stemmd fyrir fríverslun en nokkurt ríki G-20-hópsins. Þau hafa jafn- framt verið tilbúin að ganga lengra í umhverfismálum. Með því að vera sundruð komast þau ekki að með sjónarmið sín í mikilvægustu sam- kundunum þar sem aðeins stærstu hagkerfin taka þátt. Norðurlönd væru sem sambands- ríki augljós og gagnlegur þátttak- andi í slíku samstarfi. Öflugri sameinuð En þetta snýst líka um hagkerfi nor- rænu landanna. Hagkerfi samfélags með 25 milljónir íbúa er mun þrótt- meira og öflugra en fimm hagkerfi með 10+5+5+5+0,5 milljónir íbúa. Með samræmdari löggjöf, virk- um sameiginlegum vinnumarkaði og samræmdari rannsóknarstefnu gætu vaxtarmöguleikar Norður- landa verið mun meiri en þeir eru í dag þar sem löndin eru sundruð. Sambandsríkið Norðurlönd væri ekki eins viðkvæmt varðandi efna- hagsmál og löndin fimm eru hvert fyrir sig. Löndin eru smá og mjög háð ein- stökum vörum, atvinnugreinum og/ eða mörkuðum en hagsveiflurnar verða minni ef Norðurlönd eru skoð- uð í heild. Sambandsríkið yrði á við Banda- ríkin í smækkaðri mynd. Því betur sem okkur finnst við vera heima hvert í annars löndum, þeim mun auðveldar geta borgararnir varist hagsveiflunum með því að flytja vinnuaflið þangað sem þörf er á því. Í raun hafa fyrirtækin og borg- ararnir nú þegar stuðlað að því að Norðurlönd eru komin talsvert langt í áttina að sambandsríki. Í Ósló kvað tíundi hver starfsmað- ur vera sænskur, á hverjum degi ferðast þrjú prósent íbúa Malmö yfir Eyrarsundsbrú og helmingur þeirra er Danir. Fyrirtækin hafa gengið enn lengra. Helmingur fjármála- og trygg- ingageirans er norrænn, orku- og matvælageirinn er á sömu leið, og alþjóðlegar fyrirtækjasamsteypur skipuleggja sig oft fremur sem nor- rænar en þjóðlegar. Sambandsríki er betra en sam- starf Oft er sagt: „Já, en nægir þá ekki bara að dýpka samstarfið?“ Eða: „Af hverju ættum við að kæra okkur um Norðurlönd þegar samþættingin í ESB spannar svo miklu fleiri?“ En þannig er því ekki farið. „Dýpkað samstarf“ er í grundvall- aratriðum frábrugðið „sambands- ríki“. Ef samstarfið er dýpkað þarf að semja um hvert einstakt verkefni fyrir sig. Ef löndin fimm sjá sér ekki nægan hag í tillögunni verður ekk- ert af henni. Það hafa orðið örlög margra ákaf- lega áhugaverðra tillagna í áranna rás. Ef einkennisorðið verður „sam- starf“ í framtíðinni er viss hætta á að Norðurlönd fjarlægist sífellt meira hvert annað. Í sambandsríki koma á hinn bóg- inn sífellt ný viðfangsefni til með- ferðar. Þá geta meðlimirnir hver fyrir sig látið hvern reiðskjóta borga fyrir hringekjuna – tilslökun einn daginn getur tryggt framgang dag- inn eftir. Sameiginlega ríkjasambandið mótar allt annars konar ramma og forsendur fyrir samkomulagi en lauslegt samstarf landanna eins og það er nú. Gengið lengra en í ESB Norðurlönd eru alls ekki ósamrým- anleg ESB. Norðurlönd geta þvert á móti styrkt ESB. Sambandsríkið myndi vera á meðal fjögurra eða fimm veigamestu aðila sambands- ins. Þá ætti spurningin um hugsan- lega ESB-aðild að fá aðra þýðingu fyrir þá sem hafa efasemdir. Ég skil vel þá sem veigra sér við sambandi þar sem franski-þýski valdakjarninn getur valtað yfir Sví- þjóð eða Finnland eða Danmörku en tilhlýðileg virðing er borin fyrir Spáni eða Póllandi. En Norðurlönd yrðu einmitt á við Spán. Þar að auki gæti norræna sam- starfið gengið talsvert lengra en hið evrópska. Það gildismat sem 40 viðhorf Helgin 29.-31. október 2010 Gunnar Wetterberg sænskur sagnfræðingur Allt frá því að Sviss var stofnað og Niðurlönd urðu frjáls, frá því Ítalía var sameinuð þar til Þýskaland var endursameinað og Sovét ríkin hrundu hefur pólitísk landafræði breyst aftur og aftur og markað djúp spor í gang sögunnar. 5.900 Sambandsríkið Norðurlönd Raunsæ draumsýn Í bók sinni, Sambandsríkið Norðurlönd (Förbundsstaten Norden), færir sænski sagnfræðingurinn og samfélagsrýnirinn Gunnar Wetterberg rök fyrir þeirri athyglisverðu samfélagshugmynd að myndað verði sambandsríki Norðurlanda. Gunnar er á ferð um Norðurlöndin að kynna bók sína þessa dagana en þar lýsir hann því hvernig hið nýja sambandsríki geti tryggt Norðurlöndum þann sess í heimspólitíkinni sem þeim ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.