Fréttatíminn - 29.10.2010, Qupperneq 51
Chloe Sevigny er pínu pæja
Elísabet Steinarsdóttir
Innblásturinn af tísku fæ ég frá flestöllu í
kringum mig, vinum og því sem maður sér
daglega. Ég myndi kannski ekki segja að
ég ætti mér fyrirmynd í tísku en mér finnst
Chloe Sevigny alltaf pínu pæja.
Ég sæki mest í flóamarkaði þar sem alltaf
er hægt að gramsa eftir einhverju flottu.
Annars eru Spúútnik, Nostalgía, Kolaportið,
Kronkron og Rauðakross-búðin þær búðir
sem ég versla mest í hérna heima.
tíska 51 Helgin 29.-31. október 2010
Sonja Bent með svölustu fötin
Unnar Helgi Daníelsson
Ef ég á peninga þá eyði ég þeim meira og
minna í föt. Elska að kaupa föt, allt sem
mér finnst flott. Sonja Bent er klárlega með
svölustu strákafötin hérna á Íslandi. Án
efa. Svo versla ég mikið í Kronkron og All
Saints hérna heima. Annars kaupi ég fötin
mín mest úti í London eða Kaupmannahöfn.
Flóamarkaðirnir í Köben eru uppáhalds.
Richard Ashcroft er einn svalasti gaur sem
ég veit um. Alltaf í nettum fötum og tónlist-
in hans er snilld.
Sarah Mower, tískublaðamaður hjá enska
dagblaðinu Daily Telegraph, segir að
rauður sé litur haustsins hjá hinum tísku-
meðvituðu.
„Við höfum öll nú þegar fengið of stór-
an skammt af hlutlausum tónum svo að
litasveltar sjónhimnur okkar dragast
ósjálfrátt að einhverju af allt öðrum
toga,“ segir Sarah í grein í blaðinu
sínu í gær. Hún bendir á að hönnuðir
á borð við Givenchy og Maison Martin
Margiela hafi sýnt klæðnað í rauðu frá
toppi til táar á síðustu sýningum sínum.
Rauður alklæðnaður er kannski ekki
algeng sjón en rauðir skór, fylgihlutir
og jafnvel eldrauðar buxur prýða nú
fólk sem er ekki vant að láta sjá sig í
öðrum litum en svörtu, gráu, bláu eða
hvítu. Sarah segir að þetta sé vísir að
því sem koma skal næsta sumar, þegar
litadýrðin verður enn meiri.
Rauður
HELGARBLAÐ
Sími 531 3300