Fréttatíminn - 29.10.2010, Síða 52

Fréttatíminn - 29.10.2010, Síða 52
52 tíska Helgin 29.-31. október 2010 Frumkvöðlar tískunnar Við sækjum mikinn innblástur í stíl þeirra frægu og þau eru miklir fulltrúar tískunnar. Oftar en ekki ráða þau sér stílista sem hjálpa þeim að sjá um fatnað þeirra og stíl. En til eru þær stjörnur sem hafa mikla tískuvitund og sjá um fatnaðinn sjálfar, jafnvel hanna sínar eigin fatalínur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska leikkonan Sienna Miller náð langt í lífinu. Leiklistarferill hennar er orðinn langur og mikill og hún er talin vera ein skærasta stjarna Bretlands. En þrátt fyrir rísandi frægð og frama í leik- listinni hefur hún einnig skapað sér stórt nafn innan tískunnar. Árlega eru best klæddu konur heims settar saman á einn lista hjá flottustu tímaritum heims og er Sienna ein af þeim sem aldrei detta út af þeim lista. Hún er algjörlega meðvituð um sína tískuvitund og árið 2006 var hún beðin að hanna fatalínu fyrir tískumerkið Pape Jeans. Í framhaldi af því ákváðu hún og systir hennar Savanah að stofna sitt eigið tískumerki, Twenty8Twelve. Ofurmódelið Erin Wasson var á fimmtánda ári þegar pabbi hennar sendi hana í fyrirsætukeppnir út um öll Bandaríkin. Síðan þá hefur hún unnið hörðum höndum og í dag er hún eitt flottasta og virtasta módel í heimi. Hún hefur starfað með mörgum stærstu tískufram- leiðendum í heimi, birst á óteljandi forsíðum hjá flottustu tímaritum heims og unnið með bestu ljósmyndurum sem fyrirfinnast. Hún hefur unnið í tískubransanum í mörg ár og þekkir vart nokkuð annað. Hún hefur skapað sinn eigin stíl, rokkaralegan og töff og árið 2008 var hún beðin að hanna skartgripa- og fatalínu fyrir tískumerkið RVCA sem hefur gengið mjög vel. Fyrir nokkrum árum var Nicole Richie ein af þeim stjörnum sem þótti minnst til koma. Hún var þekktust fyrir að vera dóttir söngvarans Lionel Richie, partíljón mikið og besta vinkona hótel- erfingjans Paris Hilton. Það var árið 2006, þegar Nicole kynntist stílistanum Rachel Zoe, sem breytti lífi hennar. Nicole tók sig saman, hætti öllu partístandi, eignaðist sitt fyrsta barn og stofnaði hjálparsamtök fyrir fátæk ríki í Afríku. Einnig skildi hún við gamla fataskápinn sinn, tók upp sinn persónulega stíl sem ber mikinn keim af hippa- tímabilinu og er nú talin vera ein af mestu frumkvöðlum tískunnar í Hollywood. Nicole hefur nýlega komið á fram- færi fatalínunni Winter Kate þar sem hægt er að nálgast hennar stíl og hönnun. Fyrrverandi Kryddpían Victoria Beckham er þekkt fyrir að vera eiginkona fótboltamannsins Davids Beckham, en þekktust er hún þó fyrir sitt flotta auga fyrir tískunni. Hún hefur risið æ hærra með árunum og er óhrædd við að feta ótroðnar slóðir í fatavali, uppgötvar nýja hönnuði og klæðist þeirra flíkum og sjálf hannar hún föt, sólgleraugu og aukahluti fyrir fatalínu sína sem ber sama nafn og hún. Victoria var minnst áberandi í stúlknahljómsveitinni Spice Girls, en er heldur betur sú sem hefur skarað fram úr og tekist að láta nafn sitt lifa lengst. Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Er von á barni? Glaðleg íslensk hönnun fyrir börnin Verð 3.900 kr. fyrir félagsmenn ÍMARK Verð 4.900 kr. fyrir aðra Skráning á imark@imark.is íslensku markaðs- Verðlaunin 2010 Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 12 - 13.30 verða markaðsverðlaun íMARK afhent á Hilton Reykjavík Nordica. Veitt eru tvenn verðlaun, markaðsfyrirtæki ársins og markaðsmaður ársins. Í ár eru eftirfarandi fyrirtæki tilnefnd sem markaðsfyrirtæki ársins: - Borgarleikhúsið - icelandair - Vínbúðin Forseti Íslands afhendir verðlaun fyrir markaðs- fyrirtæki ársins Björn Víglundsson tilkynnir val dómnefndar á markaðsmanni ársins Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA flytur ávarp Áki Sveinsson, stjórnarmaður ÍMARK er fundarstjóri

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.