Fréttatíminn - 29.10.2010, Side 55

Fréttatíminn - 29.10.2010, Side 55
tíska 55Helgin 29.-31. október 2010 Klassískur innblástur og ný viðmið Þrátt fyrir þá fjármálakreppu sem ríkt hefur í heiminum er tískan engu að síður spenn- andi og áberandi í ár. Klassískur innblástur og ný viðmið einkenna tískustraumana og hönnuðir keppast við að vinna hug og hjörtu okkar tískuunnenda. Gegnsæ föt hafa verið áberandi alveg frá ársbyrjun. Alls konar flíkur – al- gegnsæjar skyrtur, leggings og kjólar með gegnsæjum ermum – eru mjög vinsælar og flottar. En fötin öskra á athygli og klæða kannski ekki alla. Blazer-jakkar hafa lengi verið vinsælir hér á landi en nú er tískan aðeins farin að breyta stefnunni og stærri og víðari jakkar koma sterkir inn í ár, svokall- aðir kærastajakkar eða boyfriends blazers á ensku. Þá er tímabært að setja litlu, þröngu jakkana upp í skáp og fjárfesta í öðrum þægilegri. Samfestingar eru mest áberandi nú í haust. Allt frá glamúr-samfestingum með skrauti og böndum yfir í þægilega skrifstofu- og hippasamfestinga með litríku blómunum. Frægir hönnuðir á borð við Stellu McCartney og Roberto Cavalli eru brautryðjendur í þessu tískutrendi og hanna alls konar týpur af samfestingum. Síðastliðin ár hafa hnéhá stígvél verið mjög áberandi en nú hafa hnésokkarnir tekið við. Skærir litir eða jarðlitir, þykkir eða þunnir; skiptir ekki máli. Þeir eru allir flottir. Sokkarnir eru dregnir hátt upp fyrir hné, yfir leggings, sokkabuxur eða bera leggina. Mannasiðir og stíll Bandaríska tímaritið GQ heldur úti líf- legri heimasíðu á gq.com. Ein helsta stjarna síðunnar og tímaritsins er „the Style Guy“ sem lesendur geta leitað til með hin ýmsu mál til úrlausnar, hvort sem þau snúa að stíl, klæðaburði eða almennum mannasiðum. Sá sem situr fyrir svörum heitir Glenn O´Brien, gamall refur úr fjölmiðla- og listalífi New York. Hann var í gengi Andy Warhol á Factory-árunum, skrifaði fyrir Interview og hefur um árabil verið fastur penni hjá GQ. Hér er eitt dæmi úr stórum bunka skemmtilegra ráðlegginga hans: Ég er ungur maður í viðskipta- lífinu, sterklega af guði gerður. Á föstudögum sleppum við vinnu- félagarnir því oftast að mæta með bindi og erum frjálslegar klæddir en aðra daga. Ég er ansi loðinn á bringunni og hef satt að segja gaman af að sýna það við þessi tækifæri, hvort sem ég er í skyrtu eða pólóbol. Ég losa um efstu töluna (í mesta lagi tvær efstu) sem er meira en nóg til að sýna smá af loðfeldinum. Sumt af samstarfsfólki mínu hefur kvartað. Er þetta of langt gengið hjá mér?” Herra minn, þú ert þróunarsögulegt afturhvarf. Ég legg til að þú hafir hneppt upp í háls fram á laugardaga, en þá getur þú farið að apabúrinu í dýragarðinum og hneppt eins langt niður og verðirnir leyfa. Ef þetta land (Bandaríkin) verður örlítið kærugjarnara en það er nú þegar, gætir þú endað handan rimlanna. „ DAUÐANS ALVARA FYRIRGEFNING EFTIR LILJU SIGURÐARDÓTTIR Ungur maður er fenginn til þess að skrifa viðtalsbók við fólk sem lifað hefur af ofbeldi eða hörmungar af annarra völdum. Hann sökkvir sér niður í viðfangsefnið og fyrr en varir er hann flæktur í rannsókn á dularfullum dauðsföllum sem er eins og tengist á óvæntan hátt. Spor, fyrsta bók Lilju, hefur nú verið seld til Þýskalands. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstígur 9 „vel byggð o g metnaðarfu ll“ (Mbl.) – „spennandi saga sem gengur upp“ (Fbl.) um Spor BEINT Í 6. SÆTIMETSÖLULISTA EYMUNDSSON

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.