Fréttatíminn - 29.10.2010, Qupperneq 65

Fréttatíminn - 29.10.2010, Qupperneq 65
dægurmál 65Helgin 29.-31. október 2010  plötudómur Þ eir eiga það sameiginlegt með jasmínblóminu að opna sig á kvöldin. Eða eigum við að segja í ljósaskiptum ævi sinnar. Það væri stílbrot í umfjöllun um Keith Jarrett og Charlie Haden að eyða plássi í upprifjun um feril þeirra. Það bæri framvinduna ofurliði. Þegar þeir spila hættir stundin að snúast um þá tvo og bráðnar saman í fullvissu um að allt sé rétt og næsta andartak muni af þolinmæði fagna því að renna saman við fullkomna mynd. Jasmíntónarnir koma ekki beint á óvart en eru eins og sjálfstætt framhald af Melodies at Night with You frá 1999 sem kom út í kjölfar langrar pásu Jarretts frá tónleikahaldi og hljóðritunum. Sú plata hitti aðdáendur beint í hjartastað með því sem virtist vera óvenju hægferðug og brothætt spilamennska, enda pásan tilkom- in af síþreytuvanda píansitans. Það sækja alvarlegar pælingar á Jarrett sem lýsir yfir dauða listar- innar í bæklingi Jasmine. Hún víkur, ásamt hlustuninni, fyrir leiktækjum og brellum. „Nálægðin þarf ekki endilega að vera líkam- leg,“ segir hann og býður í staðinn hljóðrit fyrir þá hlustendur sem eftir eru, til að gera við sem þeim sýnist. Hvort Jarrett er að lýsa yfir að hann hugsi sér að hætta tónleika- haldi verður ekki ráðið í hér. Víst er að dúettinn verður ekki síður eftirsóttur á jazzhátíðir heimsins en hið magnað tríó Jarretts sem er ein lífseigasta jazzhljómsveit veraldar. Reynsluheimar Hadens og Jar- retts eru með ólíkindum og er þessi yfirlætislausa plata því gott dæmi um hversu langa leið tveir listamenn geta farið að einföldum áfangastað. Þeir eru hvor um sig eins og heil pláneta á jazzhimn- inum og því ekki að undra að útkoman verði góð þegar þeir lúta um stund aðdráttarafli sameigin- legrar tónlistar. Það þarf úrvalsmannskap til að magna seiðinn mátulega án þess að malla úr honum kraftinn. Þó að höfundarnir séu margir býsna frægir eru lögin það ekki og valið á þeim meðal þess sem gerir heild- armyndina eins heillandi og raun ber vitni. Ástarsöngvar þurfa ekki gildishlaðnar yfirlýsingar í orðum þegar kvöldblómið opnast svona hiklaust og vingjarnlega. Það er ekki hægt annað en að hlusta og trúa því að kannski sé ennþá lífs- mark með listinni. Pétur Grétarsson pegre@simnet.is Plánetur á jazzhimn- inum  Jasmine Píanistinn Keith Jarred og bassaleikarinn Char- lie Haden flytja átta ást- arsöngva Sú ástsæla hljómsveit Sálin hans Jóns míns blæs, í bókstaf- legri merkingu, til stórtónleika í Laugardalshöll laugardag- inn 13. nóvember. Tilefnið er útgáfa Upp og niður stigann, fyrstu hljóðversplötu sveitarinnar frá árinu 2005. Lúðrablástur er áberandi á plötunni og því hafa Sálarmenn fengið til liðs við sig þrettán blásara úr Stórsveit Reykja- víkur sem fullyrða má að séu í hópi fremstu brassmanna lýðveldisins. Dagskrá tónleikanna verður tvískipt, en leikin verða nokk- uð jöfnum höndum lög af nýju plötunni og þekkt lög frá ferli sveitarinnar, sem skreytt verða kraftmiklum lúðrablæstri. Um einstakan viðburð er að ræða og tónleikarnir verða ekki endurteknir þannig að harðir aðdáendur Sálarinnar ættu að huga að því að tryggja sér miða í tíma.  sálin hans Jóns míns stórtónleikar í höllinni Sálin og brassmenn lýðveldisins Sálarmenn hyggjast trylla lýðinn í Höll- inni með stórsveit blásara. Ljósmynd/ Hörður Sveinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.