Fréttatíminn - 04.11.2011, Qupperneq 4
Sápa og
varnarkrem til
daglegrar umhirðu
á kynfæraSvæðinu
eftir breytingaSkeið
ekki nota hvað Sem er...
Fæst í apótekum, Fjarðarkaup og Hagkaup
Vill rjúpnavængi til rannsóknar
Michelsen_255x50_A_0811.indd 1 04.08.11 15:46
Þ að er rétt. Haldinn verður sáttafundur milli Wikileaks og Visa 9. nóvember næstkomandi
að frumkvæði sendiráðs Íslands í
London. Fundurinn verður haldinn í
sendiráðinu – á hlutlausum stað,“ segir
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður
Wikileaks, um stöðuna á deilum Wiki
leaks við kortarisana Visa og Master
card sem spruttu í kjölfar ákvörðunar
kortafyrirtækjanna um að loka fyrir
möguleika korthafa að styrkja Wiki
leaks þann 7. desember á síðasta ári.
„Við rennum blint í sjóinn með þennan
fund en aðilar ætla væntanlega að
þreifa hvor á öðrum og sjá hvort flötur
sé á að leysa þetta mál án aðkomu dóm
stóla,“ segir Sveinn Andri.
Sveinn Andri segir að Wikileaks og
Datacell, sem hýsir vefsvæði Wikileaks
og telur sig einnig fórnarlamb aðgerða
kortarisanna, hafi lagt inn kæru til
framkvæmdastjórnar Evrópusam
bandsins vegna ætlaðra samkeppnis
lagabrota Visa og Mastercard í júlí
á þessu ári. Síðan hafi málið verið í
farvegi. „Menn fá tíma til andsvara en
reglan er að stjórnin hafi fjóra mánuði
til að ákveða hvort hún heldur áfram
með málið. Sá tími er að renna út en
mér sýnist á öllu að vegna umfangs
málsins muni hún taka sér lengri tíma
til að ákveða næstu skref,“ segir Sveinn
Andri.
Aðspurður um ætlaðan skaða
Wikileaks og DataCell vegna aðgerða
kortarisanna segir Sveinn Andri að
upphæðirnar hlaupi á milljörðum. „Þeg
ar fyrirtækin ákváðu að skrúfa fyrir
Wikileaks voru styrktargreiðslur á dag
komnar upp í 130 þúsund evrur eða
um 20 milljónir króna og fóru vaxandi.
Miðað við að lokað hefur verið fyrir
greiðslur í rúma 330 daga er upphæðin
að minnsta kosti komin í 6,8 milljarða
íslenskra króna,“ segir Sveinn Andri.
Lögmaðurinn segir ákvarðanir
kortafyritækjanna gerræðislegar og
lykta af ótta við Bandaríkjastjórn en
skrúfað var fyrir greiðslur á sama tíma
og Wikileaks birti viðkvæmar upp
lýsingar um stjórnkerfið í Bandaríkj
unum – svokallaða sendiráðspósta.
„Þeir halda því fram að það hafi skaðað
vörumerkið að fólk væri að styrkja
Wikileaks með Visakorti. Styrkja má
Ku Klux Klan með Visakorti sem og
Sea Shepard en ég veit ekki betur en
að Paul Watson, forsprakki þeirra sam
taka, sé eftirlýstur glæpamaður,“ segir
Sveinn Andri og gefur lítið fyrir þá
röksemd.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Bakkavör stærst
Bakkavör Group var stærsta fyrirtæki
landsins í lok síðasta árs, miðað við veltu,
að því er fram kemur í samantekt Frjálsrar
verslunar yfir þrjúhundruð stærstu fyrir-
tækin. Þrjú stærstu voru þau sömu og í
fyrra og árið áður. Actavis er númer tvö og
Icelandic Group í þriðja sæti. Velta Bakka
varar Group var rúmlega 293 milljarðar,
Actavis 273 milljarðar og Icelandic Group
153 milljarðar. Alcoa Fjarðaál hækkar sig
úr 12. sæti í það 7. og jókst velta fyrir-
tækisins um 27 prósent milli ára. Nokkur
fyrirtæki á listanum hafa aukið veltu sína
töluvert. Skýrr hækkar úr 125 sæti í 31 sæti
og nær áttfaldar veltu milli ára, meðal
annars vegna sameiningar fyrirtækisins
og EJS. Starfsmenn Bakkavarar Group eru
rúmlega 18.000 en 10.600 hjá Actavis jh
Hagar í Kauphöllina
Stjórn verslunarfyrirtækisins Haga hf.
hefur óskað eftir því að hlutir í félaginu
verði teknir til viðskipta á aðalmarkaði
Kauphallarinar, Nasdaq OMX Iceland. Innan
vébanda Haga eru fjölmargar stórversl-
anir, meðal annarra Hagkaup, Bónus,
Debenhams, Zara og Útilíf, auk dreifingar-
fyrirtækisins Aðfanga. Stefnt er að því
að viðskipti með hluti í Högum hefjist í
Kauphöllinni í næsta mánuði, í kjölfar
almenns hlutafjárútboðs. Dótturfélag Arion
banka, Eignabjarg, stefnir að því að selja 20
til 30 prósenta hlut í Högum með almennu
útboði, sem er beint að fagfjárfestum og
almennum fjárfestum. Lágmarksáskrift
verður 100 þúsund krónur en hámarksár-
skrift er 500 milljónir króna. Áætlað er að
sölutímabilið verði 5. til 8. desember. jh
Miðað við að
lokað hefur
verið fyrir
greiðslur í
rúma 330
daga er upp-
hæðin að
minnsta kosti
komin í 6,8
milljarða ís-
lenskra króna.
Deilur Wikileaks og Visa
Sendiráð í London
hýsir sáttafund
Sáttafundur verður haldinn að frumkvæði sendiráðs Íslands í London milli Wikileaks og
kortarisans Visa í næstu viku. Wikileaks hefur kært Visa til framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins vegna samkeppnisbrota og krefst milljarða í skaðabætur.
Kristinn Hrafnsson er einn af æðstu
mönnum Wikileaks.
Sveinn Andri Sveinsson er
lögmaður Wikileaks.
Veiðimenn ganga nú til rjúpna aðra helgina í röð en auk komandi helgar má veiða
rjúpu tvær helgar í viðbót; 19. og 20. nóvember og 26. og 27. nóvember. Náttúru-
fræðistofnun greinir frá því að hlutfall ungfugla í veiðinni í fyrra hafi verið 75%,
eða svipað og árin þar á undan, en alls voru aldursgreindar 5136 rjúpur. Stofnunin
hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda
stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl
á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama svæði
eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka
þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir
landshlutum. Þessi gögn eru meðal annars
notuð til að reikna út heildarstofnstærð
rjúpunnar í landinu og til að rannsaka
afföll. jh
Veður FöstuDagur laugarDagur sunnuDagur
Hlýtt á lAndinu. léttSKýjAð
norðAnlAndS, en AnnArS SKúrir
eðA rigning.
HöfuðborgArSVæðið: HItI ALLt Að
9 tIL 10 StIG OG SKÚrIr yFIr DAGINN.
KÓlnAr Heldur, en áfrAm
froStlAuSt. rigning um tímA
SunnAnlAndS og VeStAn.
HöfuðborgArSVæðið: rIGNING OG
StrEKKINGur FrAMAN AF DEGI, EN
ÚrKOMuLÍtIð SÍðArI HLutA DAGSINS.
SlAgVeðurSrigning um nÓttinA og
morguninn, en SíðAn SKúrir eðA
Slydduél VeStAntil og KÓlnAr.
HöfuðborgArSVæðið: SKIL FArA yFIr
MEð SLAGVIðrI OG SÍðAr SLyDDuéLJuM.
HVASSt.
Hlýtt í fyrstu en sviptingar
á sunnudag
Það er einkar milt í lofti þennan föstudag og
hiti kemst vestanlands í um og yfir 10 stig. Á
laugardag er von á úrkomubakka norðaustur
yfir landið. Í kjölfar hans snýst vindur til
SVáttar og kólnar heldur. En aðeins í bili því
spáð er myndarlegri lægð sem stefnir beint á okkur
eða öllu heldur rétt vestan við landið.
Henni fylgir slagveðursrigning, einkum
sunnan og vestanlands um nóttina og
snemma dags, en síðan snýst vindur
til hvassrar SVáttar og þá verður
stutt í mun kaldara loft með
krapaéljum.
9
7 8
6
7
5
5 7
6
5
4
3 6
5
5
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
miðborgin okkar!
Hundruð verslana og
veitingahúsa bjóða vörur
og þjónustu. Langur
laugardagur í miðborginni.
Sjá nánar auglýsingu
á bls. 34-35 og á
www.miðborgin.is
4 fréttir Helgin 4.6. nóvember 2011