Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 6

Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 6
Kaþólska kirkjan við Landakot.  RannsóknaRnefnd kaþólska kiRkjan Tilbúin að taka við ábendingum Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunn- ar, sem Róbert Spanó, forseti laga- deildar HÍ, skipaði í 29. ágúst síðast- liðinn, hefur lokið frumgagnaöflun og er nú tilbúin að taka við ábendingum og ræða við alla þá sem telja sig eiga erindi við hana. Nefndin, sem er skip- uð þremur einstaklingum og er stýrt af Hjördísi Hákonardóttur, fyrrum hæstaréttardómara, var sett á lagg- irnar í tilefni ásakana sem upp hafa komið þess efnis að vígðir þjónar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hafi framið kynferðisbrot og/eða önn- ur ofbeldisbrot gegn skjólstæðing- um kirkjunnar eins og Fréttatíminn greindi frá fyrstur fjölmiðla. Hlutverk nefndarinnar er að rannsaka viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í kjölfar ásakana og leggja mat á hvort mistök, vanræksla eða vísvit- andi þöggun, eða tilraun til þöggun- ar, hafi átt sér stað eftir að ábending- ar um brot komu fram og hver beri ábyrgð á því. Þá er nefndinni ætlað að setja fram ábendingar og tillögur um breytingar á starfsháttum í ljósi niðurstöðunnar. Rannsóknin tekur einnig til verklags við Landakotsskóla allt til ársins 2005. -óhþ B réf systur konu sem rekin var eftir 25 ára starfsaldur á skrif-stofu Seltjarnarnesbæjar var ekki lesið upp á bæjarstjórnarfundi, eins og hún óskaði. Í bréfinu gagnrýndi hún hvernig staðið var að uppsögninni og vegið að starfsheiðri systur hennar. Bærinn sagði konunni upp vegna skipu- lagsbreytinga. Hún var deildarstjóri launadeildar. Auglýst hefur verið eftir mannauðsstjóra í staðinn. Margrét Lind Ólafsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í minnihluta bæjarstjórnarinnar, gagnrýnir upp- sögnina harðlega ásamt fulltrúa Nes- listans. Hún segir að enn og aftur sé meirihlutinn uppvís af slælegum vinnubrögðum í starfsmannamál- um bæjarins. „Við fengum ekkert að vita um uppsögnina fyrr en bréf systurinnar barst á bæjarstjórnarfund.“ Starfsmanninum var tilkynnt í lok vinnudags að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Konan fékk aðeins að kveðja nánustu samstarfskonur sínar til áratuga en ekki að ganga frá skrifborði sínu í ró og næði. Staðið var yfir henni. Yfirmenn kvöddu ekki. Aldrei höfðu verið gerðar athuga- semdir við störf hennar og samkvæmt heimildum gekk samstarf hennar við fyrri yfirmenn bæjarins vel. Titringur meðal starfsmanna Margrét Lind segir að málið hafi valdið titringi meðal starfsmanna bæjarins, sem óttist þetta ófagleg vinnubrögð og Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, formaður Starfsmannafélags Seltjarnarness, seg- ir að óskað hafi verið eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni að höfðu samráði við BSRB. „Allar uppsagnir valda titr- ingi. Hér á Seltjarnarnesi er mjög hár starfsaldur. Auðvitað vekur uppsögnin hræðslu. Fólk er svo persónulega tengt og margir unnið saman í áratugi,“ segir Ingunn. Margrét segir að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglum í starfs- mannastefnu Seltjarnarnesbæjar. „Þar stendur að ekki skuli ráðið í nýtt starf án þess að bæjarstjóri eða viðkomandi sviðsstjóri skili kostnaðarmati og greinargerð um þörf fyrir ráðningu í starfið til fjárhags- og launanefndar. Og ekki á að auglýsa starfið fyrr en stöðu- heimild er veitt af nefndinni. Við viss- um hins vegar fyrst af starfinu þegar það var auglýst í Morgunblaðinu,“ segir hún. „Þá á að tilkynna bæjarstjórn tafarlaust um lausn starfsmanna úr starfi. Það var ekki gert í þessu tilviki,“ segir hún. „Uppsögnin er bænum ekki til sóma.“ Samkvæmt heimildum blaðsins hafði starfsmaðurinn ekki aðeins starfað í 25 ár hjá bænum við launaútreikninga heldur einnig sótt sér endurmenntun varðandi mannauðsmál og farið á fleiri námskeið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  seltjaRnaRnes Uppsögn veldUR titRingi meðal BæjaRstaRfsmanna Rekin eftir 25 ára starf hjá bænum Ekki höfðu verið gerðar athugasemdir við störf deildarstjóra launadeildar Seltjarnarnesbæjar þegar honum var sagt upp í lok dags. Hann hafði unnið hjá bænum í 25 ár. Minnihlutinn í bæjar- stjórn gagnrýnir uppsögnina og segir starfsreglur brotnar. Systir fyrrum deildastjórans finnst vegið að starfsheiðri hans í bréfi sem hún sendi bæjarstjórninni. Ásgerður og Gunnar svara ekki gagnrýninni Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, vísaði fyrirspurn Fréttatímans til Gunnars Lúðvíkssonar fjármálastjóra. Hann staðfesti að hafa lagt niður starf deildarstjóra launadeildar en vildi fátt umfram það segja. „Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um bókun minnihlutans frá þessum fundi,“ segir hann um gagnrýni minnihlutans á síðasta bæjarstjórnarfundi. „Ég tel mig vinna eftir öllum reglum og hef ekki meira um málið að segja.“ Gunnar vísar til þess að málið snúi að tilteknum starfsmanni. - gag Frá síðasta bæjarstjórnar- fundi á Seltjarnarnesi, sem varpað er út á netinu og á heimasíðu bæjarins. Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjórinn. 6 fréttir Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.