Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 14

Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 14
3 Þ egar stuðnings- menn þínir hafa látið fram- kvæma og feng- ið birtar þrjár skoðanakannanir sem sýna að það er vilji bæði meiri- hluta kjós- enda og meiri- hluta Sjálf- stæð- is- www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á Tækifærisveislur Sush i Mexí kósk t Ítalsk t Smur brauðGala Aust urlen skt Spæn skt Brauð tertu r Hanna Birna Kristjánsdóttir fer fram gegn Bjarna Benediktssyni í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 17. til 20. nóvember. Hún gaf út tilkynningu þess efnis í gær. Fréttatíminn skoðar þessi tvö ólíku formannsefni. slagur Bjarna á þremur árum manna að þú leiðir Sjálfstæðisflokkinn næsta eina og hálfa árið – fram að landsfundi fyrir kosningarnar 2013 og þinn helsti stuðningsmaður hefur laskað eigin orðstír í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir að bæði kona og bróðurdóttir þess sem þú vilt sigra í formannskjöri, taki sæti á lands- fundinum, þá er í raun og veru fátt annað í stöðunni en að taka slaginn. Og það gerði Hanna Birna Krist- jánsdóttir í gær þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálf- stæðisflokksins. Hún átti tæplega annarra kosta völ. Ef hún hefði látið undir höfuð leggjast að fara fram hefði slíkt verið túlkað sem veikleikamerki, nokkuð sem gæti skemmt fyrir henni í framtíðinni. Sitjandi formanni Sjálfstæðis- flokksins hefur aðeins einu sinni í sögu flokksins verið velt af stóli. Það var í frægu formannskjöri árið 1991 þegar Davíð Oddsson ýtti Þorsteini Pálssyni til hliðar. Davíð hafði þá verið borgarstjóri í níu ár og varaformaður frá árinu 1989. Bjarni hefur tvívegis sigrað í for- mannskjöri. Árið 2009 tók hann við sem formaður eftir sigur á Kristjáni V. Júlíussyni og í fyrra lagði hann Pétur H. Blöndal. Komandi átök er fyrsti alvöru slagur Hönnu Birnu innan Sjálf- stæðisflokksins. Hún var önnur á lista flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar árið 2006 og komst þar upp á milli Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar og Gísla Marteins Baldurssonar sem börðust um annað sætið. Fyrir síðustu kosn- ingar var hún sjálfkjörinn oddviti flokksins. Viðmælendur Fréttatím- ans, sem voru fjölmargir, telja þá staðreynd geta veikt hana en Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræð- ingur segir það þó allsendis óvíst. Hann bendir á að Davíð Oddsson hafi aldrei farið í alvöru kosningu fyrr en 1991 og það hafi ekki háð honum sérstaklega. „Það þarf þó að hafa í huga að Davíð er Davíð og ekki margir sem geta leikið sama leik og hann,“ segir Ólafur. Hershöfðinginn Kjartan Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hafa stuðningsmenn Hönnu Birnu þrýst mjög á að hún taki formannsslaginn við Bjarna. Hershöfðingi Hönnu Birnu er Kjartan Gunnarsson sem kalla má pólitískan föður hennar. Kjartan réði hana sem aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins í framkvæmda- stjóratíð sinni, í stöðu sem var hvorki til áður en hún var ráðin né eftir að hún hætti. Kjartan mun vera hugmyndafræð- ingurinn á bak við framboð Hönnu Birnu en hann var lykilmaður í uppgangi Davíðs Odds- sonar innan flokksins, bæði þegar hann varð varafor- maður árið 1989 og þá í formanns- lagnum fræga árið 1991. Við- mælendur Fréttatímans hafa misjafnar skoðanir á Kjartani í dag. Sumir telja að hann eigi eftir að draga upp úr hatti sínum nokkur tromp áður en að landsfundi kemur og að Bjarni geti ekki slakað á vitandi af Kjartani á hliðarlínunni. Aðrir telja hann greinilega vera gal- inn að etja Hönnu Birnu á foraðið á þessum tímapunkti þar sem hún er ekki á þingi og rúmt eitt og hálft ár er til kosninga. Einn viðmælenda blaðsins segist ekki skilja hvernig hún ætli sér að vera formaður utan þings og gengur svo Bjarni Benediktsson horfir fram á þriðja slaginn um formannsstólinn á þremur árum. Hanna Birna Kristjáns- dóttir fer fram gegn Bjarna Benediktssyni í formannskjöri eftir tvær vikur. Framhald á næstu opnu 14 fréttaskýring Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.