Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 20

Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 20
Episilk andlits-serum gefur húðinni tækifæri til að draga aftur í sig raka, gefur fyllingu og dregur úr hrukkum. Gefðu því gaum sem þú setur á húðina! Episilk andlits-serum er náttúruleg hyaluronicsýra sem endurnýjar og byggir upp húðina. • Óerfðabreytt • Ekki unnið úr dýrum • 6 tegundir Laugavegi, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla Akureyri, Selfossi og Reykjanesbæ B oðskapurinn á byrj- unarnámskeiðinu um offitu er eins einfaldur og hugsast getur: Ef maður hefur tilhneig- ingu til að fitna og vill vera eins grannur og hann getur orðið án þess að spilla heilsu sinni, þá verð- ur hann að takmarka neyslu sína á sykrum og halda þannig blóðsykri sínum og insúlíni lágu. Það sem þarf að hafa í huga er að hann losn- ar ekki við fitu vegna þess að hann minnkar innbyrtar hitaeiningar. Hann losnar við hana vegna þess að hann hættir að neyta fitandi fæðu - sykranna. Ef hann kemst niður í þyngd sem hann er sáttur við og bætir þessum fæðutegundum aftur við, þá fitnar hann aftur. Þótt það séu aðeins sumir sem fitna af því að borða sykrur (alveg eins og aðeins sumir fá lungnakrabba af reyking- um), breytir það engu um þá stað- reynd, ef maðurinn er einn þeirra, að hann getur aðeins grennt sig og haldið sér grönnum ef hann sneiðir hjá þessum fæðutegundum. Lystin kemur með matnum Þetta er ekki eina ranglætið hér. Þetta er jafnvel ekki hið versta. Eins og ég sagði í inngangi þessa rits eru ályktanirnar af byrjunarnámskeiði um offitu ekki að menn geti grennst eða haldið sér grönnum án fórna. Hér hefur boðskapurinn verið að sykrur fiti okkur og haldi okkur feit- um. En þær fæðutegundir sem við fitnum af eru líka þær sem við erum líkleg til að setja ofarlega á lista um mat sem við viljum ekki vera án – pasta, snúðar, brauð, franskar kart- öflur, sætindi og bjór meðal annars. Þetta er engin tilviljun. Ljóst er af rannsóknum á dýrum að fæðuteg- undirnar sem dýrin vilja helst háma í sig eru þær sem fljótastar eru að dreifa orku í frumur - auðmeltan- legar sykrur. Annar þáttur er hversu svöng við erum, sem er önnur aðferð við að segja hversu langt er frá síðasta málsverði og hversu mikla orku við höfum notað frá þeim tíma. Því lengra sem líður milli máltíða og því meiri orku sem við notum, þeim mun svengri verðum við og matur bragðast betur! Þetta var gott. Ég var að farast úr hungri. „Oft er sagt og ekki að ástæðulausu,“ skrif- aði Pavlov fyrir meira en öld, „að hungrið sé besti kokkurinn.“ Jafnvel áður en við byrjum að borða verkar insúlín til að auka svengdartilfinningu okkar. Munum að við byrjum að safna insúlíni með því einu að hugsa um að borða (og sérstaklega borða sykruríkan mat og sætindi), og þessi insúlínsöfnun eykst síðan á augnabliki eftir að við brögðum á fyrsta bitanum. Þetta gerist áður en við byrjum að melta matinn og áður en nokkur þrúgu- sykur myndast í blóðinu. Þetta in- súlín gegnir því hlutverki að búa líkama okkar undir hið væntanlega flóð af þrúgusykri með því að flytja burtu næringarefni í blóðrásinni, sérstaklega fitusýrur. Þannig eykst svengdartilfinning okkar með því einu að hugsa um mat, og síðan eykst hún enn frekar með fyrstu bitunum. (Frakkar kunna orð um þetta: „L’appétit vient en mangeant,“ lystin kemur með matnum.) Efnaskipti svengdarinnar Þegar maturinn heldur áfram, fara þessi „efnaskipti að baki svengdar- innar“ eins og franski vísindamað- urinn Jacques Le Magnen kallar það, að minnka. Við höfum fullnægt matarlyst okkar, en um leið dregur úr skynjun okkar á því hversu hæfi- legur maturinn er og bragðgóður. Insúlínið verkar nú á heilann til að halda matarlystinni í skefjum og sjálfu borðhaldinu. Afleiðingin er sú að fyrstu bitarnir í máltíð bragðast jafnan betur en hinir síðustu. (Þetta er ástæða þess að menn tala um að eitthvað sé „gott til síðasta bita“, þegar það er sérstaklega bragðgott eða eftirminnilegt.) Þetta er líkleg- asta lífeðlisfræðilega skýringin á því hvers vegna svo mörg okkar – hvort sem við erum feit eða grönn – verða hrifin af pasta eða snúðum eða öðrum sykruríkum fæðutegundum. Okkur nægir að hugsa um að borða þær og þá söfnum við insúlíni. Insúlínið gerir okkur svöng með því að kippa tímabundið næringarefnum út úr blóðrásinni og geyma þau, en þetta veldur því síðan að við njótum fyrstu bitanna enn frekar en ella. Því hærri sem blóðsykurinn er og sterkari við- brögð insúlíns við ákveðinni fæðuteg- und, þeim mun betur bragðast hún – því sólgnari verðum við í hana. Þessi bragðgæði samkvæmt blóð- sykurs-og-insúlín-viðbrögðum eru áreiðanlega óeðlilega sterk í fólki sem er feitt eða hefur tilhneigingu til að fitna. Og því feitara sem það verð- ur, þeim mun frekar mun það sækjast eftir sykruríku fæði, því að þetta in- súlín verður skilvirkara í að safna upp fitu og próteini í vöðva- og fituvefjum þeirra, þar sem ekki er hægt að nota það sem eldsneyti. Þegar við myndum mótvirkni gegn insúlíni, sem mun fyrr eða síðar ger- ast, mun meira insúlín renna um æðar okkar á daginn, jafnvel allan daginn. Þess vegna verða líka lengri tímabil á hverjum sólarhring þar sem eina eldsneytið sem við getum brennt verður þrúgusykur úr sykrum. Við verðum að muna að insúlín vinnur að því að geyma prótein og fitu og jafn- vel dýramjölva (en það er sú mynd sem sykrur geymast á) sem forða til seinni tíma. Insúlínið er að segja frumum okkar að umframblóðsyk- ur sé til að brenna. En sá blóðsykur er ekki til. Þess vegna sækjumst við eftir þrúgusykri. Jafnvel þegar maður borðar fitu og prótein - hamborgara án brauðsins til dæmis eða ostbita - mun insúlínið verka í því skyni að geyma þessa næringu í stað þess að leyfa líkamanum að brenna henni sem eldsneyti. Maðurinn hefur litla löngun til að borða þessi efni, að minnsta kosti ekki nema með fylgi sykruríkt brauð, því að líkaminn hefur á því tímabili lítinn áhuga á að brenna þau sem eldsneyti. Hægt að rjúfa vítahringinn Sætindi eru síðan sérstakt tilvik sem ætti ekki að vera neinum undrunar- efni sem er gefinn fyrir þau (eða neinum sem hefur alið upp börn). Í fyrsta lagi nægja hin sérstöku áhrif af ávaxtasykri í lifrinni samfara örv- un insúlíns vegna þrúgusykurs til að vekja löngun þeirra sem feitlagnir eru. En síðan eru áhrifin á heilann. Þegar maður borðar sykur, sam- kvæmt rannsókn Bartleys Hoebels í Princeton-háskóla, vekur það við- brögð í sama hluta heilans – sem gengur undir nafninu „verðlauna- stöðin“ – og kókaín, vínandi, nikótín og önnur fíkniefni verka á. Öll fæða gerir þetta að einhverju marki vegna þess að til þess hefur verðlaunastöð- in þróast: Hún er til þess að hvetja til hegðunar (áts og kynlífs) sem gagnast tegundinni. En sykur virð- ist leggjast óhóflega á stöðina, eins og kókaín og nikótín. Ef marka má rannsóknir á dýrum, þá valda syk- ur og kornsíróp fíkn á sama hátt og venjuleg fíkniefni og af sömu lífefna- fræðilegu ástæðunum. Hér sjáum við því vítahringinn. Fæðan sem gerir okkur feit fær okk- ur einnig til að verða sólgin í fæðu sem gerir okkur feit. (Þetta er aftur svipað reykingum: Vindlingarnir sem valda lungnakrabbameini hjá okkur gera okkur sólgin í vindlinga sem valda því.) Því meiri áhrif sem fæðan hefur til þess að fita okkur og því meiri tilhneigingu sem maður hefur til þess að verða feitur af henni, þeim mun sterkari verður löngunin. Þennan vítahring má þó rjúfa, þótt það feli í sér að hemja verði þessa löngun - alveg eins og ofdrykkjumað- ur getur hætt að drekka og reykinga- maður getur hætt að reykja, en ekki án sífellds eftirlits og áreynslu. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Fíkniefnið sykur Nýverið kom út hjá Bókafélaginu bókin Hvers vegna fitnum við - og hvað getum við gert við því? eftir Gary Taubes. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjnum nú í vor en kemur út á öllum Norður- löndunum á næstunni. Bókin hefur vakið mikla athygli en í henni fer höfundurinn yfir hvað veldur offitufaraldrinum sem nú geisar á Vesturlöndum og hvað gerist í líkamanum þegar við fitnum. Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni sem nefnist Uppsafnað ranglæti. Þar er farið yfir hlutverk sykra (kolvetnis) og insúlínsins í fitusöfnuninni. Sykur Leggst óhóflega á „verðlauna- stöðina í heilanum“. Ljósmyndir/Nordicpho- tos Getty-Images Heilinn Hvernig hver og einn er prógrammaður hefur áhrifa á holdarfarið. Sumir eru útsettari en aðrir fyrir því að fitna og þurfa því að umgangast mat öðruvísi en hinir. 20 heilsa Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.