Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 22

Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 22
Í anddyri heimilis Guðrúnar Evu í mið- bænum er snarbrattur stigi sem fær fjallvegi á Austurlandi til að blikna í samanburðinum. Guðrún Eva kemur til dyra í svörtum kjól og með mynd- arlega kúlu. Hún á von á sínu fyrsta barni innan skamms en fer engu að síður létt með að ganga aftur upp stigann langa og bratta. Þær taka á sig ýmsar myndir, áskoranirnar í lífinu. Þrjú ár eru liðin frá því að síðasta bók Guð- rúnar Evu kom út og tilhlökkunin eftir að fá nýja bók í hendur er því mikil. Í skáldsögunni Allt með kossi vekur fetar Guðrún Eva nýjar slóðir að því leyti að bókin inniheldur þrjár myndasögur sem Sunna Sigurðardóttir á heiðurinn af. Ekki er vitað til að þessi tvö form, skáldsagan og myndasagan, hafi áður verið fléttuð saman með þessum hætti hér á landi. Eða bara yfirhöfuð. Guðrún Eva hefur verið með skáldsöguna Allt með kossi í vekur í smíðum síðan árið 2006. Raunar hafði hún „fitjað upp á henni“, eins og hún orðar það, áður en hún skrifaði Skaparann, sem kom út árið 2008. „Einn af karakterunum í Allt með kossi vekur er myndasagnahöfundur og það kom að því að sagan kallaði á að það yrðu mynda- sögur í bókinni. Þær eru sannarlega ekki þarna upp á punt! Þær urðu að vera með, til að gefa sögunni aukna dýpt og útskýra ýmis- legt. Ég fór á stúfana, fór að spyrjast fyrir og leita að réttu manneskjunni. Ég fattaði ekki fyrr en eftir á hvað ég var ótrúlega heppin að finna Sunnu. Hvað ég hafði í raun verið í miklum háska stödd. Því það skiptir öllu máli hvernig þetta er gert og það hefði svo auðveldlega verið hægt að klúðra þessu. En ég hafði ekki vit á að vera með hjartað í buxunum, heldur var bara saklaus á vappi í leit að rétta teiknaranum. Svo var mér bent á Sunnu, sem ég þekkti þá ekki neitt. Ég fór að hitta hana, í garðinum heima hjá henni, ræddi við hana um söguna og hún sýndi mér skissubækurnar sínar,“ segir Guðrún Eva. Við erum sestar við borðstofuborðið, ásamt teiknaranum, Sunnu. Skammt undan eru hillur sem svigna undan bókum, eins og lög gera ráð fyrir á íslensku menningarheimili. Ilmur af rótsterku kaffi berst að vitum og hnausþykkar súkkulaðibitakökur bíða örlaga sinna á borðinu. Ævintýri fyrir fullorðna „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Sunna. „Ég fékk símtal, bauð Evu yfir og hún kom bara heim til mín, þar sem ég reif fram allar mínar skissubækur. Mér fannst þetta strax ótrúlega spennandi verkefni. Ég þekkti hennar bækur og verk fyrir, virði hana sem rithöfund og hef alltaf verið hrifin af hennar verkum.“ Sagan fjallar um það þegar sögumaðurinn Davíð fær send eftirlátin gögn Láka, sam- býlismanns Elísabetar móður hans; teikn- ingar, blaðagreinar og ljósmyndir. Við það vaknar hjá honum löngun til að komast til botns í atburðum sem áttu sér stað haustið 2003 og hver þáttur móður hans hafi verið í örlögum vina hennar, Indi og Jóns. Inn í sög- una fléttast meðal annars Kötlugos og hinn eini sanni koss. „Þetta er ævintýri,“ segir Guðrún Eva. „En sagan er raunsæ líka. Sögumaðurinn, sem lesandinn kynnist strax í fyrsta kaflanum, er raunsær á þetta allt. En atburðirnir sjálfir og aðrar persónur vilja stundum toga þetta í aðrar áttir, í átt að hinu ótrúlega og stundum hádramatíska. Mér fannst allan tímann að ég væri að skrifa ævintýri fyrir fullorðna.“ Hvernig unnuð þið þetta? Hittust þið reglu- lega einu sinni í viku eða eitthvað svoleiðis? „Það var ekkert stíft skipulag á því,“ svarar Sunna. „En við hittumst oft og fengum að sveiflast fram og til baka. Maður þurfti að fá að melta hvert og eitt atriði út af fyrir sig.“ „Við hittumst oft, ræddum og skoðuðum þegar Sunna kom til mín með nýja skammt,“ segir Guðrún Eva. „Ef þú lest fyrstu mynda- söguna þá sérðu hvað það er mikil hugsun á bak við hana. Það er tilkomið af því að ég skrifaði fimm blaðsíðna handrit án nokkurrar tillitssemi gagnvart því hvernig það yrði fyrir Sunnu að túlka það með myndum. Sem ég held að hafi orðið til þess að það varð eitthvað ótrúlegt til. Hún þurfti að fara svo langt til að sækja það. Þetta er verkið hennar Sunnu. Ég gaf henni engar leiðbeiningar, bað ekki um að fá „svona“ mynd með þessum texta, heldur lét hana alfarið um þetta,“ segir Guðrún Eva. „Um leið var þetta frábært fyrir mig. Ég fékk svo frjálsar hendur,“ segir Sunna. „Svo vil ég endilega minnast á að myndasögur eru ekki aldurstengdar. Þetta er ekki barna- efni. Það er algengur misskilningur að svona sögur séu bara fyrir börn og unglinga. En „graphic novel“ geirinn er heill heimur út af fyrir sig. Þetta eru ekki brandarabækur“. Barn og bók á sama tíma Guðrún Eva er nýkomin frá Frankfurt þar sem hún flutti opnunarávarp við setningu árlegrar bókamessu þar sem Ísland var í heiðurssæti. Í ávarpi sínu varaði Guðrún Eva meðal annars við því að Íslendingar noti þjóðrembu sem hækju til að reisa sig við eftir bankahrun og talaði um þær breytingar sem orðið hefðu á íslensku samfélagi á síðustu áratugum. Ekki taldi hún þó breytingarnar hafa verið til hins verra, þjóðfélagið hefði bara breyst. „Stundum líður mér eins og ég sé alin upp í amerískum menntaskóla með ruðningsbolta og klappstýrum. Ég hef lesið margar fagrar landslagslýsingar en ég hef séð hundrað sinnum fleiri morð. Ég hef unnið á bóndabæ en samt finnst mér ég vita meira um starf rannsóknarlögreglunnar en líf og starf bóndans. Það er í góðu lagi; bíómyndir og sjónvarpsþættir eru líka skáldskapur. Og ég sakna ekki gamla tímans. Það sem við höfum fengið í staðinn er einnig mikils virði. Einangrunin hefur verið rofin,“ sagði Guðrún Eva meðal annars í ávarpinu. Hún segir umfang og skipulag bókamess- unnar hafa komið sér mjög á óvart. „Það gekk ótrúlega vel. Þetta er stærsta bóka- messa í heimi en maður finnur varla fyrir því að þar séu mörghundruð manns því hún er svo vel rekin. Svo var ég mjög ánægð með ís- lenska framtakið. Vinnan sem íslenska teym- ið skilaði undir stjórn Halldórs Guðmunds- sonar var eiginlega algert þrekvirki sem fyllti mann stolti og gleði. Það fór ekki milli mála að maður var þarna í öruggum höndum. Þar fóru saman vandvirkni, fagmennska og skín- andi hugvit. Svo var líka ótrúlegt hvað þetta gekk vel hjá mér, svona prívat, miðað við að áður en ég fór þarna út var ég eiginlega alveg búin á því. Lokaspretturinn á þessari bók var mjög langur. Það eru ekkert miklar ýkjur að segja að ég hafi unnið í tíu tíma á dag í tíu mánuði. Svo skilaði ég bókinni inn, skreið með hana upp í Forlag tveimur dögum áður en ég fór út til Frankfurt og sá ekki alveg fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu. En síðan var bara svo gaman og mikil orka þarna; að hitta alla þessa forleggjara og les- endur. Ég var líka mjög glöð yfir þeim heiðri að fá að ávarpa samkomuna í byrjun. Það var svo hátíðlegt.“ Hún segist ekki mikið leiða hugann að hinum stóra bókabransa þegar hún situr heima á náttbuxunum að skrifa. „Stundum hugsa ég samt um það hversu mikil hugsjón það er að gefa út bækur. Það er oft merkilegt fólk sem stendur í því. Þetta er ekkert aug- ljóslega gróðavænlegur bissness. Það þarf að hafa hjartað í þessu.“ Hittirðu einhver af átrúnaðargoðunum þínum þarna úti – ef þú átt einhver slík? „Ég á ekki beinlínis nein átrúnaðargoð. Mér finnst margir rithöfundar frábærir. En ég hitti ekki marga rithöfunda þarna. Þetta er ekki bókmenntahátíð þar sem allt gengur út á höfunda með bækurnar sínar, heldur viðskiptaráðstefna sem gengur meira út á for- leggjarana.“ Hvernig tilfinning er það skila svona bók frá sér? Ertu hvíldinni fegin eða strax farin að leiða hugann að næsta verkefni? „Bækurnar fara stundum í hálfgert höfr- ungahlaup, samanber að ég var komin af stað með þessa þegar ég skrifaði Skaparann. En fyrst eftir að ég skila, sérstaklega eftir svona rosalegan sprett, þá reyni ég að hugsa sem minnst um hugmyndir að nýjum bókum. Maður þarf að læra að trappa sig niður og hvíla höfuðið eftir vinnutörn. Mér finnst eins og ég hafi verið í mildu maníuástandi í marga mánuði. Vaknandi fyrir klukkan átta með vinnufiðring í maganum. Ég er búin að vera í því að trappa mig markvisst niður síðustu daga og vikur. Og ýta þá frá mér næstu bók, bara svo maður klári sig ekki gjörsamlega. Líka bara að njóta þess þegar bók loksins kemur. Það eru farin að liða þrjú ár á milli hjá mér, þannig að það er ekkert oft sem maður fær að upplifa það að halda á nýrri útprent- aðri bók.“ Það verður líka um nóg annað að hugsa á komandi mánuðum. Áður en langt um líður kemur barn í heiminn og Guðrún Eva fagnar því meðgöngulokum í fleiri en einum skiln- ingi þetta árið. „Já, ætli barnið komi ekki bara um svipað leyti og bókin,“ segir hún og lítur kímin á bumbuna. Brúðkaup í Flatey Á veggnum við eldhúsið er mynd af Vatna- safninu í Stykkishólmi. Þar dvaldi Guðrún Eva við skriftir sumarið sem hún kynntist eiginmanni sínum, Marteini Steinari Þórs- syni kvikmyndagerðarmanni. Þau gengu í hjónaband í sumar, í Flatey á Skjálfanda. Má ég spyrja þig út í brúðkaupið? „Já, það er ekkert leyndarmál. Við settum meira að segja myndir á Facebook. Ákváðum að vera ekkert að pukrast með þetta, enda eru brúðkaup ekki til þess. Þau eru opinbert heit og tilkynning til samfélagsins. Það var Hinn eini sanni koss Myndasögur. Er það ekki bara eitthvað fyrir börn eða Nexus-elskandi nörda? Ekki aldeilis. Í splunkunýrri skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vekur, er textinn brotinn upp með þremur myndasögum eftir Sunnu Sigurðardóttur. Myndasögurnar tengjast efni skáldsögunnar beint en ein aðalpersóna bókarinnar er myndasagnahöfundur. Frumleg samsetning, enda ekki við öðru að búast en kraumandi sköpunar- gleði frá höfundi Yosoy og Skaparans. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hitti þær Guðrúnu Evu og Sunnu. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Sunna gekk í hlut- verk persónu Guð- rúnar Evu og teiknaði myndasögur í hennar nafni. Ljósmynd Hari 22 viðtal Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.