Fréttatíminn - 04.11.2011, Qupperneq 30
Á
rátta og þráhyggja er ekkert
alltaf eins og í bíómyndunum.
Þeir sem þjást af þessum sjúk-
dómi þvo sér ekki alltaf hundr-
að sinnum á dag um hendurnar
eða passa sig á að stíga ekki á strikin á gang-
stéttum. Þetta getur verið rosalega lúmskt og
þess vegna erfitt að eiga við.“
Stelpan sem segir þetta og er nýbúin að
taka á móti mér í Skipasundinu er ákveðin
og greinilega mjög þroskuð eftir aldri. Það
er bjart yfir henni og langt í frá að það sjáist
utan á þessari sextán ára stúlku að hún hafi
svo árum skiptir barist við erfiða áráttu og
þráhyggju og þunglyndi sem hefur fylgt í
kjölfarið. En þó skynjar maður fljótt ákveðna
dýpt og þroska sem augljóslega ekki hafa
komið átakalaust.
„Ég var í sjöunda bekk þegar ég var loksins
greind, en fram að því hélt ég bara að ég
væri eitthvað rugluð. Skapsveiflurnar voru
rosalegar og ég var aldrei sátt í eigin skinni.
Ég tók ofsafengin reiðiköst og fjölskyldan
tiplaði á tánum í kringum mig. Það var ekki
fyrr en lögreglan var kölluð til í þriðja eða
fjórða skiptið sem ég fékk þá hjálp sem ég
þurfti. Þá var ég tólf ára og lagðist inn á
Barna- og unglingageðdeild. Ég fann strax
að það myndi breyta öllu fyrir mig að fá þá
aðstoð sem þar var til staðar, þótt ég hafi ekki
viðurkennt það í fyrstu. Þegar mér var sagt
að ég væri með áráttu og þráhyggju vissi ég
ekkert hvað það var, en síðan þá hef ég orðið
margs vísari og aflað mér mikilla upplýsinga
um sjúkdóminn.“
Nýlegar rannsóknir benda til þess að eitt af
hverjum 100 til 200 börnum sé haldið áráttu
og þráhyggju. Dagleg notkun orðanna lýsir á
engan hátt alvarleika þess sem greinist með
sjúklega áráttu og þráhyggju. Hjá þeim taka
hugsanir og órökréttar athafnir stundum
alveg yfir líf manneskjunnar, sem oft verður
kvíðin og þunglynd í kjölfarið, enda lífsgæðin
ekki mikil. Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir,
sem hefur glímt við sjúkdóminn frá því hún
var barn, þekkir þetta betur en flestir. Allt
frá því að hún var lítil stelpa hefur hún glímt
við hegðunarvandamál. Það var ekki fyrr en
hún var tólf ára gömul sem vandinn var fyrst
greindur. Þá hafði henni liðið illa lengi..
Endaði í reiðiköstum og þunglyndi
„Þráhyggjan veldur því að sömu hugsanir
leita aftur og aftur á mann, valda óþægind-
um, kvíða, stressi, sektarkennd og jafnvel
skömm. Hugsanir eins og hvort maður sé
að gera rétt, stöðugar hugsanir um reglu og
skipulag, hvort einhver sé ógeðslegur við
mann og svo verstu tilvikin sem eru hugs-
anir um að ráðast á og skaða aðra. Áráttan
veldur því svo að maður framkvæmir það sem
maður hefur þráhyggju fyrir, athugar í sífellu
hvort maður sé örugglega að gera rétt, raðar
hlutum stanslaust í röð, spyr oft sömu spurn-
inganna bara til að fullvissa sig um að maður
hafi heyrt rétt. Hjá mér er birtingarformið
aðallega þannig að ég reyni alltaf að fá nýja
útkomu með sömu aðferðunum. Ef fólk er
öðruvísi en ég vil að það sé, held ég endalaust
áfram að reyna að fá mínu fram. Svo getur
það endað í miklum reiðiköstum, sem síðan
valda sektarkennd og þunglyndi.“
Guðrún segir að hin birtingarmyndin á
áráttunni hjá sér sé mikil þörf fyrir skipulag
og tiltektir. Hún verði að hafa hlutina í full-
Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir hefur
glímt við áráttu og þráhyggju frá því
hún var barn og þurfti að kalla til lög-
reglu þegar hún fékk verstu köstin.
Hér segir hún Sölva Tryggvasyni
frá því hvernig hún náði tökunum á
sjúkdómnum og lærði að bera höfuðið
hátt. Ljósmyndir/Hari
Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir
Byrjaði í MR nú í haust og er
ekki feimin við að útskýra fyrir
bekkjarsystrum sínum að hún
glími við veikindi. „Ég tel að
gott sé fyrir þær að vita það ef
eitthvað kemur upp á.“
Horfðist í augu
við veikindin og
öðlaðist nýtt líf
kominni röð og reglu til þess að hún finni frið
í sálinni.
„Til dæmis þegar þú komst hingað. Mér
hefði liðið rosalega illa ef einhver óregla hefði
verið hérna inni. En ég veit auðvitað að þetta
er þunn lína. Það þarf ekkert endilega að
vera sjúklegt að vilja hafa hreint í kringum
sig eða vera skipulagður. Og heldur ekki að
lenda stundum í rifrildi við foreldra sína þeg-
ar maður er unglingur. En þegar lögreglan
er ítrekað komin inn í dæmið er augljóst að
þetta er orðið eitthvað meira en venjulegt.“
Reyndi að fyrirfara sér
Hin hliðin á peningnum eru svo þráhyggja.
Hún, segir Guðrún, hefur einkum snúið að
útliti og þyngd.
„Á tímabili heltók þetta mig algjörlega. Ég
var alltaf óánægð með sjálfa mig og fannst
ég aldrei nógu góð. Mér fannst ég alltaf of
feit og gat ekki einbeitt mér vegna þess að ég
var stöðugt að hugsa um útlitið og í að rífa
mig niður. Ég held reyndar að það sé eitthvað
sem er orðið allt allt of algengt hjá stelpum
á mínum aldri. Það eiga allar að vera í stærð
fjögur eða sex vegna þess að samfélagið
segir það. Fyrir ungar og áhrifagjarnar sálir
er þetta stórhættulegt.“
Í kjölfarið segist Guðrún hafa sokkið niður
í mikið þunglyndi og um tíma var myrkrið
svo mikið að hana langaði að enda líf sitt.
„Ég var farin að skera mig í hendurnar
eins og stundum gerist hjá unglingum sem
líður mjög illa. Ég skar mig einu sinni djúpt
í hendina og var í raun kominn á endastöð.
Mig langaði ekki að lifa.“
Hún klökknar þegar hér er komið sögu og
það tekur á hana að halda áfram.
„Mér fannst foreldrum mínum bara ekki
koma þetta neitt við. Mér var sama um allt.
En þau voru orðin mjög hrædd um mig
þarna. Og ég áttaði mig á því seinna að auð-
vitað yrði það hræðilegt áfall fyrir þau ef ég
hefði bara farið.“
Fékk hjálp og öðlaðist nýtt líf
Hún segist í dag afskaplega þakklát fyrir
að hafa fengið þá hjálp sem hún sannarlega
þurfti á að halda og eins það að hún gat
horfst í augu við veikindi sín og viðurkennt
þau fyrir sjálfri sér og öðrum.
„Fyrst var ég alls ekki ánægð þegar ég
fékk greininguna á barnageðdeildinni. Þó að
ég sjái núna að það bjargaði lífi mínu vill auð-
vitað enginn vera talinn geðveikur. Allra síst
þegar maður er svo ungur að maður skilur
varla greininguna! Þannig horfði það við mér
þá. Að ég væri öðruvísi og að skólafélagarnir
myndu ekki líta mig sömu augum. En ég
hafði ekkert val og var strax látin ganga til
sálfræðings, sem ég var afskaplega ósátt við
þá, eins og reyndar flest annað. Mér fannst
líf mitt hrunið. Í dag þakka ég fyrir að hafa
komist í sálfræðimeðferð og að hafa fengið
lyf, sem ég byrjaði strax á eftir að meðferðin
hófst. Ég var (auðvitað) bara 12 ára þarna og
sá þetta með allt öðrum augum en í dag. Mér
fannst að verið væri að dópa mig og kalla það
svo hjálp. Ég sá ekkert jákvætt við þetta. Í
dag sé ég að þetta hefur algjörlega bjargað
mér og breytt lífi mínu á allan hátt til hins
betra. Þetta ferli tók langan tíma og ég var
rosalega þrjósk. En smátt og smátt byrjaði ég
að ná sambandi við sálfræðinginn og sætta
mig við lyfin; mér fór að líða miklu betur.“
Guðrún segist hafa náð ákveðnum tökum á
því að ýta niðurrifshugsunum frá og sjá eitt-
hvað jákvætt.
„En eins og þeir vita sem hafa greinst með
sjúkdóma af þessu tagi tekur þetta allt tíma
og maður gengur ekkert um á bleiku skýi.
Ég fór smátt og smátt aftur í mótþróa og
hvatvísin hjá mér jókst á nýjan leik. Mamma
gafst upp og treysti sér ekki lengur til þess
að leyfa mér að búa hjá sér. Ég skil hana vel í
dag, þar sem ég var stundum rosalega erfið.
Ég var látin flytja til pabba. Algjörlega gegn
mínum vilja og einungis með nokkurra daga
fyrirvara. Það tók mig tæpt ár að sætta mig
við það. Ég minnti pabba og konuna hans
reglulega á að það hefði ekki verið ég sem
vildi flytja til þeirra og að þess vegna þyrfti
ég ekki að koma vel fram við þau. Þetta
var mikil togstreita því ofan á áráttuna og
þráhyggjuna var ég náttúrulega unglingur
á erfiðasta aldri. Í dag sé ég mikið eftir því
30 viðtal Helgin 4.-6. nóvember 2011