Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 36
13,8 milljarða tap
Tap samfélagsins vegna svartrar atvinnu
er metið á 13,8 milljarða króna á ári. Þar
af eru glötuð réttindi launafólks metin á
8 milljarða. Ríkisskattstjóri, Alþýðusam-
band Íslands og Samtök atvinnulífsins
draga þessa ályktun af niðurstöðum
könnunar á svartri atvinnustarfsemi hér-
lendis. Fulltrúar þeirra heimsóttu 2.000
lítil og meðalstór fyrirtæki um allt land
til að kanna skattskil. Í ljós kom að 12
prósent starfsmanna þeirra vinna svarta
vinnu. Fáir þeirra þiggja hins vegar
atvinnuleysisbætur á sama tíma. 39 slík
tilvik komu upp af þeim tæplega 6.200
starfsmönnum sem könnunin tók til.
Fréttamaður sýknaður
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði
fréttamann Ríkisútvarpsins, Svavar
Halldórsson, af kröfum Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar athafnamanns, sem sakaði
Svavar um ærumeiðingar. Er Jóni Ásgeiri
gert að greiða Svavari eina milljón króna
í málskostnað. Jón Ásgeir krafðist þess
að ummæli sem birtust í fréttatíma Sjón-
varpsins 6. desember síðastliðinn yrðu
dæmd dauð og ómerk. Hann krafðist
þess enn fremur að Svavar yrði dæmdur
til refsingar og vegna ummælanna og
birtingar þeirra. Auk þess að honum
yrði gert að greiða 3 milljónir króna í
miskabætur.
Samið við Sinfóníuna
Fulltrúar starfsmannafélags Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands og samninganefnd
ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning
á miðvikudagskvöld eftir rúmlega tólf
klukkustunda samningafund. Verkfalli
hljómsveitarmanna var frestað fram
yfir atkvæðagreiðslu um samninginn.
Tónleikar hljómsveitarinnar hafa því
verið haldnir samkvæmt áætlun.
Vill breyta kirkjunni
Ríkisendurskoðun vill róttækar
breytingar á starfsemi þjóðkirkjunnar
og biskupsstofu. Að mati hennar þarf
að skapa meiri festu í fjármálum og
takmarka völd biskups þannig að hann
sinni ekki fjármálaumsýslu. Ríkisendur-
skoðun vill að trúarlegir og rekstrarlegir
þættir biskupsstofu verði aðskildir og
að biskup verði ekki lengur æðsti yfir-
maður veraldlegs hluta kirkjustarfsins.
Hann er formaður kirkjuráðs sem tekur
ákvarðanir um rekstur og fjármál þjóð-
kirkjunnar.
IE verður flugfélag
Iceland Express hefur sótt um flug-
rekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands
og hyggst í framhaldinu kaupa flota
af nýjum flugvélum. Félagið hefur til
þessa leigt flugvélar frá breska félaginu
Astraeus, sem er í eigu eignarhaldsfélags
Pálma Haraldssonar eins og Iceland
Express.
Slæm vika
fyrir Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi yfirmann
verðbréfaviðskipta hjá Kaupþingi
Góð vika
fyrir Magnús Geir Þórðarson
leikhússtjóra
11
Fjöldi vikna í röð sem
hljómsveitin Of Monsters
and Men hefur átt topplagið
á Lagalistanum, lista yfir
mest spiluðu lögin í útvarpi
á Íslandi. Fyrst var það lagið
Little Talks og síðan er það
King and Lionheart sem
trónir nú á toppnum.
53.346
Fjöldi
eintaka sem
bókaþyrstir
Þjóðverjar
höfðu keypt
af Ég man
þig, nýjustu
bók glæpa-
sagna-
drottningar-
innar Yrsu Sigurðardóttir.
Bókin var næstsöluhæsta
bók ársins í fyrra á Íslandi og
einnig það sem af er ári.
39
Fjöldi stiga sem íslenski
körfuboltakappinn Helgi Már
Magnússon skoraði fyrir lið
sitt 08 Stockholm í sænsku
úrvalsdeildinni í körfubolta.
Hann hefur aldrei skorað
fleiri stig á ferlinum að eigin
sögn.
202
Fjöldi marka
sem argentínski
galdramaður-
inn Lionel Messi
hefur skorað
fyrir Barcelona
á ferlinum. Eng-
inn leikmaður
hefur verið jafn snöggur til
að ná þeim áfanga en Messi
tókst það í 286 leikjum.
Margfaldari endurráðinn
Stjórn Borgarleikhússins hafði snör handtök í vikunni og
framlengdi starfssamning Magnúsar Geirs Þórðarsonar leik-
hússtjóra við húsið um fjögur ár. Skal engan furða. Magnús
hefur átt fantagóð ár við Listabrautina.
Friður og ró hefur ríkt innanhúss,
sem er alls ekki gefið því drama
þar innan dyra hefur á stundum
náð langt út fyrir sviðið. En mestu
skiptir að starfsemin hefur verið
hallalaus undir hans stjórn. Er það
nýbreytni hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Á síðustu þremur árum hefur
fjöldi kortagesta Borgar-
leikhússins ríflega
tuttugufaldast sem er,
eins og menn geta
ímyndað sér, meiri
aukning en áður
hefur sést.
Tæpir þrír milljarðar á gjalddaga
Þetta var slæm vika í lífi Ingvars Vilhjálmssonar, fyrrverandi
yfirmanni verðbréfaviðskipta hjá Kaupþingi. Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi hann í vikunni til að greiða 2,6 milljarða til Kaupþings
eftir að niðurfelling persónulegra ábyrgða hans á milljarða
kúlulánum bankans til hans var rift. Ingvar
skutlaði hlutabréfaeign sinni í Kaup-
þingi og skuldum með inn í eignar-
haldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf.
tveimur dögum fyrir hrun árið 2008 en
héraðsdómur telur að um málamynda-
gjörning sé að ræða. Hæstiréttur á eftir
að fjalla um málið en staðfesti
hann dóminn gæti reynst
erfitt fyrir Ingvar að borga
skuldina, meðal annars
sé til þess litið að hann
flutti eignarhlut sinn í
tveimur einbýlishúsum
í Skerjafirði yfir á konu
sína og tengdamóður.
16
vikan í tölum
Svavar hvítskúraður í héraði
Svavar Halldórsson, fréttamaður, var
sýknaður í héraðsdómi í meiðyrða-
máli sem Jón Ásgeir Jóhannesson
höfðaði gegn honum. Víða var
fagnað á Facebook en Jón Ásgeir
ætlar ekki að una dómnum, ætlar að
áfrýja til Hæstaréttar til þess að fá
úr því skorið hvor Svavar „megi vera
ónákvæmur í fréttaflutningi sínum,“
eins og hann orðaði það á Pressunni.
Andrés Magnússon
Góð dómsniðurstaða, en ekki alveg
nógu traustur dómur.
Hilmar Þór Guðmundsson
Jón Ásgeir - þú fórst illa að ráði
þínu og þarft að fara að sýna iðrun
en ekki gagga eins og frekt hænsn
ef fólk talar um þig.
Lára Hanna Einarsdóttir
Það er ótrúlegur léttir í hvert sinn
sem blaða- og fréttamenn eru
sýknaðir af ærumeiðingarásök-
unum. Jafnskítt finnst manni þegar
þeir eru sakfelldir og það gjarnan
á ótrúlegum forsendum. Ég vona
að a.m.k. Blaðamannafélagið haldi
öllum dómunum saman og rýni
rækilega í forsendur þeirra, beri þá
saman og veki athygli á þessari til-
raun til þöggunar í kjölfar hrunsins.
G. Pétur Matthíasson
Var kominn á skynsemi í þessum
málum frá dómsstólum: „Skoða
verði fréttina í heild sinni en ekki
út frá einstökum ummælum. Jafn-
framt beri að líta til þess jarðvegs
sem ummælin spruttu úr og til
nauðsynlegrar umræðu í þjóð-
félaginu um orsakir og afleiðingar
bankahrunsins og jafnframt hafa
í huga að einhverrar ónákvæmni
geti gætt þegar fjallað er um
flóknar lánveitingar og viðskipta-
fléttur.“
Hanna Birna sýndi spilin
Á fimmtudaginn eyddi Hanna Birna
Kristjánsdóttir loks þeirri rafmögn-
uðu óvissu sem leikið hefur á um
hvort hún myndi taka slaginn um
formennsku í Sjálfstæðisflokknum
við Bjarna Benediktsson. Nú liggur
fyrir að það verður fjör á lands-
fundi flokksins síðar í mánuðinum.
Mani Pétursson
haha 1-0 fyrir bestaflokkinn. Hanna
birna er nógu undirförul til þess að
fara í Landspólitíkina. Getur ekki
staðið í slag við flokk eins og besta
flokkinn. Flokk sem er í heiðarlegri
pólitík. ... Greyið
Einar Bardarson
Þetta er mjög sterkt fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, tveir sterkir leið-
togar í boði. Ef Bjarni vinnur, styrkir
hann sig sem formaður. Ef Hanna
Birna vinnur þá er kominn fram nýr
sterkur leiðtogi. Kannski kominn
tími til að kona taki formanns
sætið. Allavega tapar flokkurinn
aldrei þessum kosningum.
Borgar Þór Einarsson
Jæja, þá er að koma sér makinda-
lega fyrir, fá sér popp og kók og
fylgjast með.
Ragnar Hilmarsson
Mun leiða flokkinn til sigurs?
humm... hún er á móti ESB og vill
hætta aðildarviðræðum. Er það
ekki það sama og Bjarni hefur sagt.
hver er þá munurinn? kona vs karl.
Ekki viss um að hún sé betri en BB.
Hvað segja Evrópu sinnaðir Sjálf-
stæðismenn um þetta, ekkert pláss
fyrir þeirra hugmyndir.
Hvernig fleka skal íslenska
konu
Furðuritið Bang Iceland er nú fáan-
legt í rafrænni útgáfi hjá Amazon.
com en samkvæmt innihalds-
lýsingu er um leiðbeiningarit um
hvernig lokka megi íslenskar konur
í bólið með sem minnstri fyrirhöfn
og tilstandi. Höfundurinn virðsit þó
fullviss um að hvergi á byggðu bóli
sé þetta jafn auðvelt og einmitt hér
þannig að í því ljósi er óljóst hvað
rak hann til þess að færa vísindi
þessi í letur. Fáum á Facebook er
skemmt yfir þessu uppátæki.
Nanna Elísa Snædal
Já! Þetta er nú fræðirit sem á
heima á hillum allra landsmanna.
Baldur Hermannsson
Lauslæti íslenskra kvenna vekur
heims athygli. Trúlega eykst ferða-
manna straumurinn um allan helm-
ing eftir útkomu þessarar bókar.
Hildur Knútsdóttir
WHAT?
Sveinn H. Guðmarsson
WTF! „Dirty Weekend in Iceland“
áróðurinn hefur skilað sér.
Egill Örn Jóhannsson
Ætli þessi bók verði þýdd?
HeituStu kolin á
Ísraelskur hermaður
(til vinstri) býður hina
27 ára gömlu Mayanda
Abud (fyrir miðju
til hægri) og hinn
þrítuga Munjed Awad
(fyrir miðju til vinstri)
velkomin þegar þau
ganga yfir landamæri
Sýrlands og Ísrael á
Golan-hæðum. Abud
yfirgaf fjölskyldu sína
í Sýrlandi til giftast
Awad sem býr á
yfirráðasvæði Ísraels-
manna, því sem þeir
náðu af Sýrlendingum
í sex daga stríðinu
árið 1967. Ljósmynd/
Nordic Photos/AFP
Sony Center býður 5 ára ábyrgð á sjónvörpum án aukakostnaðar
5
ÁRA
ÁBYRGÐ
40” Sony gæði á góðu verði
199.990,-
Tilboð
Sparaðu 50.000.-
Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is
Fjöldi mála sem háttvirtur þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, Árni Johnsen, stóð að í þinginu
á miðvikudag. Hann átti 73 prósent af öllum
málum sem tekin voru á dagskrá þann daginn.
36 fréttir vikunnar Helgin 4.-6. nóvember 2011