Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 46
Svört vinna er viðvarandi vandamál hér á
landi. Í þeim efnum er þörf viðhorfsbreyt-
ingar. Ekki er líðandi að hluti borgara fari á
svig við settar reglur, svíni á öðrum þegnum,
þiggi dýra samfélagsþjónustu, hvort heldur á
er heilsugæsla, menntun eða annað, án þess
að leggja sitt af mörkum.
Ríkissjóður, sveitarfélög, lífeyrissjóðir og
stéttarfélög verða árlega af tæpum 14 millj-
örðum króna vegna svartrar
vinnu, að því er ný könnun á
vegum ríkisskattstjóra, Al-
þýðusambands Íslands og
Samtaka atvinnulífsins sýnir.
Þá er ótalinn skaði launþega
sem verða af lífeyrisgreiðslum,
auk annars. Í könnuninni var
miðað við veltu fyrirtækja und-
ir milljarði þannig að heildar-
skaði verður ekki metinn út frá
niðurstöðum hennar.
Hópur á vegum þessara að-
ila kannaði rekstur yfir tvö þúsund lítilla og
meðalstórra fyrirtækja og aðstæður yfir sex
þúsund starfsmanna þeirra. Niðurstaðan er
sláandi. Yfir 12 prósent starfsmanna voru á
svörtum launum, borguðu hvorki skatta né
önnur launatengd gjöld. Enginn efi er hins
vegar á því að þessi hópur geri kröfur um
samfélagsþjónustu til jafns við aðra.
En það eru ekki bara þeir sem þiggja
svörtu launin sem svindla. Það gera líka þeir
sem þau greiða. Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði
þegar niðurstaða könnunarinnar lá fyrir að
ólíðandi væri að ákveðin fyrirtæki byggju við
heimatilbúin skattalög og tækju lögin þannig
í sínar hendur. Vilmundur Jósefsson, formað-
ur sömu samtaka, sagði grafalvarlegt að fyr-
irtæki stunduðu svarta atvinnustarfsemi þar
sem slíkt skekkti samkeppnisstöðu þeirra
fyrirtækja sem færu að lögum og reglum.
Ótaldir eru þá þeir einstaklingar sem
kaupa svarta þjónustu og stunda þar með
sömu svikin og þau sem snerta í senn launa-
skatta og virðisaukaskatt. Svarta hagkerfið
veltir því án efa umtalsvert hærri upphæðum
en sem nemur fjórtán milljörðum. Samtök
iðnaðarins áætluðu fyrir nokkru að heildar-
tekjutap hins opinbera vegna svartrar at-
vinnustarfsemi gæti numið um fjörutíu millj-
örðum króna.
Vinnumálastofnun hefur aukið eftirlit með
svartri vinnu, eins og fram kom í Fréttatím-
anum nýverið. Með því næst til margra sem
svarta vinnu stunda en eru samtímis á at-
vinnuleysisskrá. Þannig sparast hundruð
milljóna króna. Óþolandi er að fólk þiggi at-
vinnuleysisbætur en vinni um leið svart. Með
því er vegið að samfélaginu en einkum þeim
sem eru raunverulega atvinnulausir og njóta
hinna mikilvægu bóta.
Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Sam-
taka iðnaðarins, benti nýlega á einkennilega
stöðu á íslenskum vinnumarkaði: Atvinnu-
leysi væri mikið en samt kvörtuðu iðnfyrir-
tæki í öllum greinum undan skorti á hæfu
fólki. Hann skýrði þetta með tvennu, annars
vegar að kaupmáttur lágmarksbóta almanna-
trygginga hefði hækkað meira en kaupmáttur
almennra launa og hins vegar háum sköttum.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins, talaði á svipuðum nótum í umræðu
á þingi um fyrrgreinda könnun en þar sagði
hún neðanjarðarhagkerfið blómstra í skatta-
píningarkerfi stjórnvalda.
Endalaust má deila um skattlagningu ein-
staklinga og fyrirtækja, hvort um skattpín-
ingu sé að ræða eður ei, en skattlagningin
sem slík réttlætir ekki svörtu atvinnustarf-
semina; að hluti fólks og fyrirtækja grípi til
þess ráðs að leika eftir eigin reglum en ekki
samfélagsins.
Þegar niðurstaða könnunarinnar lá fyrir til-
kynnti ríkisskattstjóri átak til að taka á vand-
anum. Í samantekt Alþýðusambandsins kem-
ur fram að skortur sé á úrræðum til eftirlits
sem beinast að brotum á lögbundnu verklagi
við tekjuskráningu, skilum á virðisaukaskatti
og launatengdum gjöldum.
Þörf er talin á lagabreytingum sem skilað
gætu milljörðum króna á hverju ári í sam-
eiginlega sjóði. Um slíkt munar í kerfi þar
sem velta þarf fyrir sér hverri krónu.
Svört atvinnustarfsemi
Svínað á samborgurum
H
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vett-
vangur á sviði vistvænnar þróunar við skipulag, hönnun,
byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.
Verslun
Spilavinir ehf
Kostur lágvöruverslun ehf
IKEA
Kría Hjól ehf, hjólaverkstæði
MacLand
Klapparstíg 30
Langholtsvegi 126
Dalvegi 10
Hólmaslóð 4 3 ummæli
3 ummæli
31 ummæli
13 ummæli
16 ummæli
1
2
3
4
5
Efstu 5 - Vika 44
Topplistinn
Í liðinni viku stóð Vistbyggðarráð fyrir vel sóttum morgunfundi á KEX hos-tel. Þar jós Árni Friðriksson arkitekt
úr reynslubrunni sínum um hönnun og
byggingu vistvænna bygginga hérlendis
– á Sólheimum í Grímsnesi og víðar. Að
framlagi Árna, og annarra þeirra sem
voru með stutt innlegg á fundinum, ólöst-
uðum vakti þó ekki síst til umhugsunar
framlag Péturs Marteinssonar. Í erindi
sínu sagði Pétur, sem er einn af eigend-
um KEX hostel, frá því hvernig hann og
félagar hans hafa meðvitað þróað þennan
nýja frumlega og áhugaverða áfangastað í
skemmtanalífi og ferðaþjónustu Reykja-
víkur með vistvænum brag. KEX hostel
er til húsa í gömlu verksmiðjuhúsnæði
Kexverksmiðjunnar Frón við Skúlagötu
þar sem hráu verksmiðjuhúsnæði er gefið
nýtt líf. Þeir félagar hafa á hugvitsam-
legan og áræðinn hátt endurnýtt bygginguna sjálfa og
endurnýtt byggingarefni og húsgögn annarsstaðar að.
Parketið á barnum er búið til úr vörubrettum, parket í
sal er gamalt íþróttavallargólf og loftpanellinn í gesta-
mótttökunni klæddi áður loft skíðaskála, svo eitthvað
sé nefnt. Sannarlega smart og spennandi framlag til
ört vaxandi áherslna á sjálfbærar lausnir í byggingar-
og skipulagsmálum hér á landi.
Framlag þeirra KEX manna minnir okkur kannski
líka á að vistvænar áherslur, hvort sem það er í bygg-
ingar- og skipulagsmálum eða á öðrum
sviðum samfélagsins, mega ekki ein-
skorðast við að vera viðfangsefni „fagid-
jóta“ og sérvitringa. Vistvænt á og þarf
að verða að „mainstream“ nálgun á þessu
sviði sem öðrum. Þróun auðlindanýt-
ingar og loftslagsmála gerir hreinlega þá
kröfu á hendur okkar allra. Fundurinn í
síðustu viku er dæmi um eitt lítið skref í
þá átt að koma vistvænum málum á dag-
skrá í íslenska byggingar- og skipulags-
geiranum. Vistbyggðarráð, sem stóð
fyrir honum, er vettvangur fyrirtækja og
stofnana á sviði byggingar- og skipulags-
mála. Megintilgangur Vistbyggðarráðs
er að vera leiðandi vettvangur á sviði
vistvænnar þróunar við skipulag, hönnun,
byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja
á Íslandi.
Langtímamarkmið okkar hlýtur að
vera að vistvænar áherslur verði ekki spurning um
val hinna umhverfisvænu, heldur að þær verði festar
í sessi sem almenn viðmið og meginreglur í mann-
virkjagerð og skipulagi hérlendis. Til þess þarf sam-
stillt átak stjórnvalda og aðila í atvinnulífinu, en frum-
kvæði einstakra aðila eins og þeirra KEX manna er
ómetanlegt á þeirri leið. Það sýnir okkur í verki að
vistvæn hönnun og hugmyndafræði snýst ekki bara
um staðla og hömlur, heldur einmitt, þegar best tekst
til, um frumleika og nýsköpun.
Húsbyggingar
Vistvænt er smart
Ásdís Hlökk
Theodórsdóttir
formaður Vistbyggðarráðs
og aðjúnkt við Háskólann í
Reykjavík
Myndavíxl
Í síðustu viku birtist fyrir mistök mynd af Þorgeiri
Pálssyni prófessor við tækni- og verkfræðideild
HR við greinina „Hjálpaði okkur að losna við
danska kónginn“. Höfundar greinarinnar er
hins vegar nafni hans Þorgeir Pálsson, sem er
rekstrarráðgjafi og stundakennari við Viðskipta-
deild HR og er mynd af hér til hliðar.
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
38 viðhorf Helgin 4.-6. nóvember 2011