Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 04.11.2011, Qupperneq 54
 Þegar hægja tók á hagkerfinu í Evrópu í kjölfar uppbyggingarinnar eftir síðari heimstyrjöld, sem dró til sín fjölda erlends verkafólks, leið ekki á löngu þar til andstaða við innflytjendur og fjölmenn- ingarstefnunna fór að gera vart við sig. Margir töldu straum innflytjenda ógn við atvinnuöryggi og eigin menningu. Strax á áttunda áratugnum náðu lýðhylli flokkar sem spruttu fram í andstöðu við innflytjendur, svo sem Þjóðarframvarðarflokkur Jean Marie Le Pens í Frakklandi og Framfaraflokkur Mogens Glistrups í Danmörku. Á níunda áratugnum gerði Frelsisflokkur Jörg Haiders usla í Austurríki og Flæmska blokkin reis í Belgíu undir lok aldarinnar. Á fyrsta áratug nýrrar aldar náðu hægri öfgaflokkar sterkri stöðu víða í Austur-Evrópu, til að mynda Jobbik-flokkurinn sem marserar um Ungverjaland í einkennisbúningi fasista. Í Þýskalandi hafa nýnasistar meira að segja látið á sér kræla. Þá hefur Frelsis- flokkur Geert Wilders í Hollandi og Breski þjóðernisflokkurinn, undir forystu hins öfgafulla Nick Griffins, náð sterkri stöðu. -eb Öfgahreyfingar í Evrópu 46 heimurinn Helgin 4.-6. nóvember 2011  Ísland Þjóðernishreyfingar Á Norðurlöndunum færðust Danski Þjóðar- flokkurinn, undir forystu Píu Kærsgaard, og Norski framfaraflokkurinn á liðnum árum, með lítilli fyrirhöfn, af jaðrinum og inn á svið viðurkenndra almennra stjórn- mála. Nýjustu dæmin eru Sannir Finnar og Svíþjóðardemókratarnir sem náðu góðum árangri í nýliðnum þingkosningum. Fram að því höfðu viðlíka flokkar ekki náð árangri í Svíþjóð og í Finnlandi. Fasískir straumar og þræðir þjóðernishyggju hafa þó löngum legið undir yfirborðinu á öllum Norðurlöndum. En í flóru hægri sinnaðra öfgahreyfinga eru þær á Norðurlöndunum þó heldur hófsamar. -eb Öfgahreyfingar Norðurlanda Þjóðernissinnaðar hægri öfga- hreyfingar hafa ekki enn náð fótfestu í íslenskum stjórnmálum en ýmsir hafa þó reynt fyrir sér innan þess mengis. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var hér fjöldi slíkra hreyfinga, svo samtök þjóð- ernissinna á fjórða áratugnum og Þjóðvarnarfélagið á þeim fimmta. Í seinni tíð má nefna félagsskapinn Norrænn kynstofn sem kom fram á áttunda áratugnum og barðist gegn blöndun við fólk af erlendum uppruna. Undir aldamótin héldu ungir piltar í Félagi íslenskra þjóðernissinna uppi merki kyn- þáttahyggju þar til Félag fram- farasinna tók við keflinu. Félag framfarasinna barðist einkum gegn hugmyndinni um fjölmenningu og vildi umfram allt varðveita íslensk og norræn gildi. Undan- farið hafa svo fámennir hópar hérlendis jafnvel tengt sig við ofbeldisfull haturssamtök á borð við Combat 18 og nýnasista í Blood&Honor-alþjóðasamtökunum. Haustið 2006 tók Frjálslyndi flokkurinn stöðu gegn innflytjendum og bjargaði sér frá því að þurrkast út af þingi í kosningunum þá um vorið. Oddviti flokksins í Reykjavík sagðist ekki vilja fá hingað til lands „fólk úr bræðralagi Múhameðs.“ Formaðurinn vildi skima inn- flytjendur fyrir berklum. Varaformaðurinn sagði að það hafi verið „svartur dagur í sögu þjóðarinnar“ þegar Pólverjar og aðrir ESB-borgarar frá ríkjum Austur-Evr- ópu fengu atvinnuréttindi á Íslandi árið 2006. Leiðtogi ungliðahreyfingarinnar óttaðist að innflytjendum fylgdi „eiturlyfjasala“, „mansal“, „berklar“, „nauðungarvinna“ og „skipulagðar nauðganir“. Á einum mánuði rauk flokk- urinn úr rúmum tveimur prósentum í ellefu í mælingu Gallup. Endaði í 7,3 prósent í kosningunum. Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísa til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóð- fánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi. -eb Þjóðleg gildi og andstaða við innflytjendur  TogsTreiTan opnun eða aflokun? heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu- maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Ógnir hins opna samfélags Leiðtogar Norðurlanda ræða ógnir hins opna samfélags á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn í vikunni. Fjöl- menning snýst ekki aðeins um minni- hlutahópa heldur um sam- bandið á milli ólíkra menn- ingarhópa. f riðsæld Norðurlandanna var rofin með árásunum í Osló og í Útey þann 22. júlí síðastliðinn. Barns- legt sakleysið hvarf á augabragði. Grimmd veraldarinnar, sem Norðurlandabúar voru orðnir vanir að fylgjast með úr fjarlægð, var skyndilega komin heim í hlaðið. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins – holdgerv- ingur þess sem Anders Bhering Breivik og kónar hans hata – brást við með því að boða enn opnara og enn frjálslyndara samfélag: Án þess þó að loka augunum fyrir aðsteðj- andi hættu, eins og hann orðaði það. En á þeim landamærum er einmitt togstreytuna milli opnunar og aflokunar að finna. Rætur þjóðernishyggjunnar Eins öfugsnúið og það kann að virðast eiga þjóðernishugmyndir nútímans rætur að rekja til upplýsingarinnar og frjálslyndu stefnunnar sem lagði grunninn að þjóðfrels- isstefnunni í Evrópu á átjándu og nítjándu öld. Einveldi konunga var brotið á bak aftur og markalínur ríkja skornar á grundvelli hugmyndarinnar um sjálfstjórn þjóða. Í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar tók þjóðríkið við af einveldi krúnu sem ríkjandi stjórnarform. Lýðræðisþróunin og þjóðríkjavæðingin fylgdust að allt þar til að fasisminn fór að ryðja sér til rúms á fyrri hluta tuttugustu aldar og lýðræðið lét undan. Eftir sat áfram- haldandi áhersla á þjóðríkið. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heimstyrjöld að Evr- ópumenn fóru að gera upp við skefjalausa þjóðernishyggju sem leikið hafði álfuna svo grátt. Álfan var í rúst og fólkið í sárum. Við uppbygginguna vantaði vinnufúsar hendur sem sóttar voru til nálægra svæða, svo sem til Tyrklands og Norður Afríku. Með stríðum straumi verkafólks urðu sam- félög Evrópu fjölbreyttari, til að mynda hvað varðar ásýnd fólksins, trúmál, tónlist og matarmenningu. Hugmyndin um fjölmenn- ingarlegt samfélag fór þá að skjóta rótum. Enda engin leið að horfa hjá hörmungum skipulagðra þjóðernishreinsana fyrri ára. Fjölmenningarstefnan ... Þrátt fyrir meinta einsleitni einstakra ríkja hefur Evrópa raunar alltaf verið byggð fólki af ólíkum uppruna. Sett saman úr germönskum, keltneskum, latneskum, slav- neskum, hellenískum, úrölskum, illýrískum og thrasískum menningarheildum svo dæmi séu nefnd. Ólík trúarbrögð flæddu þá yfir mörk þjóðernishópa, svo sem kaþólska, mótmælendatrú og rétttrúnaðarkirkjan auk víðfeðmra áhrifa gyðingdóms og múslima- trúar. Þá tala Evrópubúar hartnær hundrað ólík tungumál. Landamæri Evrópuríkja ganga nú þvers og kruss á þessar marka- línur. Upp úr 1970 fóru flest Evrópuríki að reka virka samlögunarstefnu í anda fjölmenn- ingar. Stefnunni var ætlað að vernda minni- hlutahópa og vinna gegn fordómum auk þess sem fjölbreytnin var álitin æskileg í sjálfu sér. Fjölmenningu má skilja á ólíkan hátt og margir stjórnmálamenn hafa einmitt kappkostað að misskilja hugtakið, toga og teygja eftir eigin hentugleik. Al- mennt má þó segja að í fjölmenningarlegu samfélagi virði fólk af ólíkum uppruna siði og venjur hvers annars. Hér er því um sam- lögun að ræða en ekki aðeins aðlögun eins hóps að öðrum. Dæmi um vel hepnaða fjöl- menningu er þegar að innfæddir láta þorra- blót Íslendingafélaga í útlöndum átölulaus og taka jafnvel þátt í veisluhöldunum. Fjöl- menning snýst ekki aðeins um minnihluta- hópa heldur um sambandið á milli ólíkra menningarhópa. ... og andstaðan við hana Andstaðan við fjölmenningarstefnuna er víðtæk. Hollenski heimspekingurinn Paul Cliteur gengur svo langt að halda því fram að fjölmenningin ógni vestrænni menn- ingu sem beri höfuð og herðar yfir aðra menningarheima. Opni jafnvel fyrir pynt- ingar, þrælahald, kvennakúgun, homma- hatur, gengjavæðingu og misþyrmingu á kynfærum kvenna. Undanfarið hafa leiðtogar voldugra ríkja lýst auknum efasemdum um fjölmenn- inguna. Hægri stjórnir í Danmörku og Hol- landi boðuðu brátt afturhvarf til einsleitnis- stefnu í þjóðernismálum. Á fundi með ungliðahreyfingu kristilegra demókrata fyrir um ári sagði Angela Merkel að tilraun- in til að byggja fjölmenningarlegt samfélag hafi gjörsamlega mistekist. Hún hafnaði samlögun og boðaði þess í stað hreina aðlögun innflytjenda að þýsku samfélagi og menningu. Í kjölfar hryðjuverkaárásar- innar í London í júlí 2005 boðaði Íhalds- flokkurinn afnám fjölmenningarstefnu í Bretlandi. Í febrúar á þessu ári lýsti David Cameron svo yfir afnámi á fjölmenningar- stefnu Verkamannaflokksins sem hann sagði að hefði misheppnast algjörlega. Hann boðaði enn sterkari breska þjóðar- sjálfsmynd. Í Frakklandi hefur Nicolas Sarkozy tekið í svipaðan streng. Frá minningar- og samstöðudegi í Noregi í kjölfar hryðjuverka Breiviks. Þau hvíldu hugmynda- fræðilega á þjóðernisofstopa, sem ýfir sinn ljóta haus víða um Evrópu um þessar mundir. Ljós- myndir/Nordicphots Getty-Images Pía Kærsgaard Sigmundur Davíð Gunn- laugsson Undir stjórn hans hefur Framsóknar- flokkurinn daðrað við þjóðernis- stefnuna. Ungverskir fasistar elska einkennisklæðnað eins og margir skoðanabræður þeirra. HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.