Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 64
Roger Brown er fær hausaveiðari sem
handvelur fólk í stöður forstjóra stór-
fyrirtækja og önnur vel borguð og eftir-
sótt störf. Hann er á yfirborðinu hroka-
fullur og góður með sig og nýtur þess
að berast á. Ástæðan fyrir því að hann
spennir bogann svona hátt í neyslunni
er sú að hann er bara 1.68 metrar á hæð,
þjakaður af minnimáttarkennd og ótt-
ast að eiginkonan yfirgefi hann ef hann
skaffar ekki nógu vel.
Roger fjármagnar gjálífið með því að
brjótast inn hjá auðugum skjólstæðing-
um sínum og ræna dýrmætum málverk-
um. Hann er býsna lunkinn þjófur en allt
fer á versta veg þegar hann freistast til
þess að brjótast inn hjá hinum vörpulega
Clas Greve og ræna fokdýru málverki
sem gæti bundið enda á allar fjárhags-
áhyggjur hans.
Gallinn er sá að Greve er grjótharður
fyrrverandi sérsveitarmaður og Roger
er varla kominn með málverkið í öruggt
skjól þegar Greve sækir að honum
á fullu trukki og áður en Roger veit
hvaðan á sig stendur veðrið situr hann
uppi með líkið af vitorðsmanni sínum.
Vandræði hans eru samt rétt að byrja og
hörmungarnar sem á kappanum dynja í
framhaldinu eru vægast sagt magnaðar,
ógeðslegar en samt aðallega fáránlega
fyndnar. Seinheppnari krimmi hefur
varla sést í glæpamynd en Roger er samt
enginn bjáni og snýr vörn í sókn í von-
lausum aðstæðum.
Myndin er byggð á skáldsögu Jo
Nesbø sem er einhver allra besti og
skemmtilegasti krimmahöfundur á
Norðurlöndum um þessar mundir. Hann
hefur aflað sér mikilla vinsælda víða um
heim með bókum sínum um fyllibyttuna
Harry Hole sem leysir flókin sakamál í
Osló en hér er hann í allt öðrum gír og
býður upp á spennandi, fyndna og flotta
sögu sem er fáránlega einföld en kemur
samt ítrekað á óvart og tekur nokkrar
óvæntar beygjur. Nikolaj Coster-Wal-
dau, einn aðal vondi kallinn í Game
of Thrones, fer hamförum í hlutverki
ískalds skúrksins og Aksel Hennie er
ekkert minna en frábær í túlkun sinni á
smávaxna lúðanum sem lærir sína lexíu
svo um munar.
56 bíó Helgin 4.-6. nóvember 2011
M oneyball er byggð á samnefndri bók eftir Michael Lewis. Bókin kom út árið 2003 og fjallar um
gengi Oakland A árið á undan. Colombia
tryggði sér kvikmyndaréttinn á myndinni
2004 og eftir að sagan hafði velkst í þró-
unarvinnu í nokkur ár leit myndin dagsins
ljós. Hún var frumsýnd á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Toronto þar sem hún
fékk góðar viðtökur og gagnrýnendur hafa
ausið hana lofi.
Moneyball þykir líkleg til þess að sópa
að sér Óskarsverðlaunatilnefningum og
einhverjir spekingar ytra veðja á að Brad
Pitt muni hirða verðlaunin sem besti karl-
leikarinn í byrjun næsta árs. Myndinni
hefur verið líkt við Social Network, sem
fékk átta Óskarstilnefningar í fyrra, enda
eiga myndirnar ýmislegt sameiginlegt.
Sömu framleiðendur koma að gerð mynd-
anna og handritshöfundur Social Network,
Aaron Sorkin, er einn höfunda handrits
Moneyball.
Facebook-myndin Social Network vakti
strax mikla athygli, eðlilega þar sem hún
fjallar um samskiptavef sem drjúgur hluti
heimsbyggðarinnar hangir á nótt sem
nýtan dag. Moneyball fór engu að síður
af stað í Bandaríkjunum með meiri byr í
seglunum en Social Network. Facebook
er ágætis mælikvarði á eftirvæntingu
og áhuga fólks. Helgina fyrir frumsýn-
ingu fékk Social Network 34.645 „læk“ á
Facebook en Moneyball var komin með
64.073 „læk“ fyrir frumsýningu í Banda-
ríkjunum.
Rauði þráðurinn í myndunum er
áþekkur en í báðum tilfellum er sagt frá
þekktum mönnum, Mark Zuckerberg,
stofnanda Facebook, og Billy Beane sem
er þekkt nafn í hafnarboltaheiminum.
Báðir eru þeir hálfgerðir minnipokamenn
sem ráðast gegn ofurefli með kjark og
dugnað að vopni og ná góðum árangri.
Tveir holdgervingar ameríska draumsins í
aðstæðum sem Bandaríkjamenn elska að
fylgjast með á hvíta tjaldinu.
Billy Beane sér fram á erfiða tíma
hjá Oakland A eftir tap gegn New York
Yankees árið 2001, ekki síst þar sem lykil-
menn í liðinu eru á förum. Takmörkuð fjár-
ráð gera honum erfitt fyrir með að setja
saman sigurstranglegt lið en það breytist
þegar hann hittir hagfræðinginn unga
Peter Brand. Jonah Hill (Superbad) leikur
hagfræðinginn sem hefur hannað kerfi
til að velja leikmenn á grundvelli tölfræði
frekar en reynslu og innsæi hausaveiðara
í greininni. Þeir félagar sigta þannig út
vanmetna leikmenn sem hafa ekki fengið
tækifæri til þess að njóta sín þótt geta sé
meiri en eftirspurnin eftir þeim.
Stjórnendur liðsins eru lítt hrifnir af
þessari óhefðbundnu aðferðafræði en
Beane gefur sig ekki, leggur allt undir og
getur ekki annað gert en að sýna árangur
til þess að komast upp með að nota kerfi
Brands sem er illa þokkað í hafnarbolta-
heiminum.
Moneyball social network þessa árs
Brad Pitt er ein mesta aflaklóin í Hollywood og virðist hafa hitt enn eina ferðina beint í mark í
Moneyball sem er frumsýnd á Íslandi um helgina. Myndin hverfist um þjóðaríþrótt Bandaríkja-
mann eða hinn hrútleiðinlega hafnarbolta sem Hómer Simpson vill meina að ekki sé hægt að
horfa á ófullur. Moneyball snýst þó ekki aðeins um það sem fer fram á vellinum heldur segir hún
sanna sögu Billy Beane, framkvæmdastjóra Oakland Athletics, sem notaði tölfræði til þess að
raða saman ódýru liði manna sem höfðu samt það til að bera sem þarf til þess að sigra.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Brad Pitt hleypur í höfn
Brad Pitt og Jonah Hill sameinast um að rífa Oakland Athletics upp úr lægð með því að smala saman ódýrum leikmönnum sem
þó er heilmikið í spunnið.
FruMsýndar
Vísindaskáldskapurinn In Time gerist í
framtíðinni þegar ódauðleiki er orðinn
raunverulegur valkostur þar sem
öldrunargenið hefur verið tekið úr sam-
bandi. Fólk hættir því að eldast þegar
það er 25 ára en til þess að koma í veg
fyrir offjölgun er niðurteljari græddur í
fólk og það getur ekki lifað nema í eitt ár
eftir að það nær 25 ára aldri.
Líftíma má hins vegar flytja á milli fólks og tíminn er því orðinn eftirsóttur gjaldmiðill og
þeir ríku geta lifað endalaust á meðan fátæka fólkið berst við að krækja sér í aukatíma til
þess að framlengja jarðvist sína.
Justin Timberlake leikur ungan mann sem kemst yfir ótakmarkaðan líftíma og getur
þannig komist úr fátækrahverfinu og umgengist hina ríku og eilífu. Hann er þó ósáttur
við þau kröppu líftímakjör sem fátæklingarnir búa við og hristir upp í kerfinu með þeim
afleiðingum að allt verður vitlaust og hann er hundeltur af tímavörðum sem gæta þess
vandlega að einungis aðallinn geti setið að endalausum umframtíma.
Írski leikarinn Chillian Murphy (Inception, Batman Begins og The Wind That Shakes the
Barley) leikur einbeittan og harðan foringja tímavarðanna en á meðal annarra leikara eru
Olivia Wilde (House) og Johnny Galecki (The Big Bang Theory).
Aðrir miðlar: Imdb.6.5, Rotten Tomatoes: 37%, Metacritic: 55/100.
Dýrmætar klukkustundir
bíódóMur Hodejegerne (Hausaveiðararnir)
Tittur tekur blóðugan þroskakipp
The Inbetweeners
Jay, Simon, Neil og Will eru utan-
garðs í skólanum, frekar óvinsælir
og klaufskir í samskiptum. Þeir
ganga að því sem gefnu að líf þeirra
muni taka
breytingum
til hins
betra að
skólagöngu
lokinni en
vandræðin
halda áfram
eftir útskrift
þannig að félagarnir ákveða að
skella sér í frí á gríska sólarströnd,
njóta lífsins og kynnast því hvernig
það er að vera alvöru karlmenn. Þeir
eru þó því miður sjálfum sér sam-
kvæmir og eru ekki lengi að róta sér
í botnlaus vandræði sem vandséð er
að þeir nái að losa sig út úr.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.9, Rotten
Tomatoes: 79%
FruMsýndar
Mannréttindi í bíó
Kvikmyndaveisla Amnesty International og Bíó
Paradís hófst á fimmtudaginn og stendur til
sunnudagsins 13. nóvember. Yfirskrift kvik-
myndadaganna er (Ó)sýnileg með vísan í starf
samtakanna síðastliðinna fimmtíu ára en félagar
í Amnesty neita að líta undan og krefjast þess að
mannréttindabrot séu gerð sýnileg en ekki reynt
að fela þau.
Sýndar verða tólf ólíkar myndir sem allar hafa
unnið til alþjóðlegra verðlauna, hver með sína
nálgun á viðfangsefnið.
Heimildarmyndin Travel Advice for Syria er ein
þessara mynda en hún þykir veita einstaka innsýn
í sýrlenskt samfélag í aðdraganda uppreisnar-
innar.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@
frettatiminn.is
Moneyball
þykir líkleg
til þess að
sópa að sér
Óskarsverð-
launatil-
nefningum
og einhverj-
ir spekingar
ytra veðja á
að Brad Pitt
muni hirða
verðlaunin.
Verð frá: 179.990.-
MacBook Air
Smáralind | Laugaveg 182
Sími: 512 1300 | www.epli.is