Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 24

Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 24
M óðir Lilju, Tone Myklebost, er norsk og kynntist Ingólfi Margeirssyni í Stokkhólmi þar sem hún var í leiklistarnámi. Eftir að Lilja kom í heiminn flakkaði fjölskyldan milli Noregs og Íslands en Ingólfur flutti endanlega til Íslands þegar Lilja var níu ára og hún varð eftir í Ósló. Lilja fór snemma í kvikmynda- gerð og hóf nám í kvikmyndaleik- stjórn við London Film School, aðeins nítján ára gömul. Síðar fór hún í Famu-kvikmyndaskólann í Prag og undanfarinn áratug hefur hún komið víða við í kvikmynda- geiranum í Noregi. Alls hefur Lilja skrifað og leikstýrt hátt í tuttugu stuttmyndum. „Ég hef oft reynt að gera myndir í fullri lengd. Ég skrifaði einu sinni handrit að einni sem bara gekk alls ekki upp svo ég stakk því ofan í skúffu. Sögurnar fundu aldrei sitt form í fullri lengd,“ segir Lilja. Meðal þess sem hún hefur fengist við var að leikstýra röð stuttmynda sem voru ádeila á neysluhyggjuna í samfélaginu. Myndirnar voru örstuttar og sýnd- ar í auglýsingatímum sjónvarps- stöðvanna. „Þetta voru eins konar gerviauglýsingar eða „adbusting“ sem vöktu mikla athygli. Auðvit- að var þetta gert í pólitískum til- gangi og var miklu meira en bara kvikmyndagerð. Þetta vatt upp á sig og varð á endanum risastórt verkefni sem leiddi af sér festival og ýmislegt fleira. Við komumst mjög langt með þetta og fengum alls konar félög og stofnanir til að leggja okkur lið.“ Mynd um sambandið við pabba Síðasta stuttmynd Lilju heitir Neglect og er saga stelpu sem á í flóknu sambandi við föður sinn. Stelpan hefur alist upp í Noregi en pabbinn er Frakki og var að mestu fjarlægur í æsku hennar. Að upp- gjöri kemur í sambandi feðginanna þegar pabbinn slasast alvarlega. Myndin var sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum og fékk víðs- vegar gott umtal. En er sagan lýsandi fyrir sam- band ykkar pabba þíns? „Já, hún er að miklum hluta byggð á okkar sambandi en margt í atburðarásinni er skáldað og allt öðruvísi en í mínu lífi. Það er mjög flókið að gera mynd um manneskju sem maður þekkir svona vel og á sér margar hliðar og víddir. Í raun og veru hefði þetta átt að verða mynd í fullri lengd. Pabbi flutti frá mér þegar ég var lítil og það sem ég og stelpan í myndinni eigum sameiginlegt er kannski söknuður- inn eftir pabba sínum. Í myndinni eru feðginin ekki í samskiptum í mörg ár en ég var alltaf í sambandi við pabba minn þótt við byggjum ekki í sama landinu.“ En pabbi þinn fékk heilablóðfall. Hvaða áhrif hafði það á ykkar sam- band? „Já, hann fékk kröftugt heila- blóðfall þegar ég var rúmlega tvítug. Fyrir okkur, börnin hans, varð hann allt í einu miklu nánari okkur. Mér fannst eiginlega síðustu árin hans vera þau bestu sem við áttum saman. Hann hafði alltaf verið svo upptekinn og mikið í burtu en það var eins og hann skildi allt í einu um hvað lífið snerist. Hann skildi hvað er mikil- vægast og hvað lífið er rosalega stutt. Það fyrsta sem hann sagði mér eftir heilablóðfallið var að hann ætlaði að einbeita sér að því sem hann ætti en ekki því sem hann hefði misst. Það varð hans lífsmottó fram á síðasta dag. Hann fór því að hafa miklu meira sam- band og hringdi oft til mín. Hann var hjá mér í Noregi í margar vikur á sumrin og samband okkar varð mjög náið.“ Breyttist eftir heilablóðfall Lilja segir afleiðingar heilablóð- fallsins hafa verið margþættar en pabbi hennar hafi meðal annars glatað tímaskyni og lamast að hluta til öðru megin í líkamanum. „Það var mjög erfitt fyrir hann að skynja tíma og hann átti það til að hringja í mig klukkan fimm um nótt. Smám saman skánaði þetta þó. Merkilegt hvað heilinn er full- kominn; þegar eitt svæði skaddast þá virkjar heilinn aðrar stöðvar og finnur nýjar leiðir. Pabbi var sífellt að finna nýjar leiðir til að takast á við það sem hann hafði glatað. Hann gat til dæmis ekki keyrt eftir heilablóðfallið og missti bílprófið. En hann var viljasterkur karakter og langaði svo mikið til að komast aftur á bíl. Hann vann mikið í því og á endanum tókst honum að fá bílprófið aftur.“ Lilja nefnir mörg dæmi um styrkinn og kraftinn í föður sínum. „Hann gat allt og langaði alltaf að læra meira. Hafði lengið langað til að læra sagnfræði og þegar hann dó var hann að ljúka við meistara- ritgerð í sögu. Síðasta kvöldið hans var kona hjá honum að lesa yfir ritgerðina hans. Hann var í góðu skapi og djókaði mikið eins og venjulega. Framhald á næstu opnu Með kraftinn frá pabba Lilja Ingólfsdóttir ólst upp í Noregi en kom til Íslands á dögunum til að fylgja föður sínum, Ingólfi Margeirssyni rithöfundi, til grafar. Hún þykir með efnilegri kvikmyndaleikstjórum Noregs og hefur meðal annars gert flókið átakasamband við föður sinn að umfjöllunarefni í myndum sínum. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana um ást og söknuð og pabbann sem varð betri með hverju árinu. Lilja segir samband þeirra feðgina á köflum hafa verið erfitt og hún hafi verið pabba sínum reið fyrir margt. Eftir að pabbi hennar fékk heilablóðfall hafi sambandið styrkst og orðið mjög náið. Mér þótti mjög sorglegt þegar hann flutti frá okkur. Hann var svo upptekinn af sjálfum sér og sínum ferlum. 24 viðtal Helgin 6.-8. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.