Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 44
14 viðhald húsa Helgin 6.-8. maí 2011 S umarið er helsti tími garðverka. Þar sem lóð er sameiginleg, eins og á við um flestar fjöl-býlishúsalóðir, og lóðinni hefur ekki verið skipt upp eða einstakir hlutar hennar tilheyra tilteknum eigendum geta vaknað spurningar um hvernig skuli staðið af umhirðu lóðar og framkvæmdum og hvernig kostnaður skiptist milli sameigenda. Umhirða lóðar Með umhirðu lóðar ER hér átt við garðslátt, trjáklipp- ingar og snyrtingu, garðúðun og þrif á lóð. Það er húsfundar að taka ákvörðun um hvernig þessi verk- efni eru leyst af hendi. Getur einfaldur meirihluti á löglega boðuðum húsfundi tekið skuldbindandi ákvörðun um að kaupa slíka vinnu hjá verktaka eða fela einum eiganda slíkt gegn greiðslu. Sá kostnaður sem þannig til fellur og húsfundur hefur samþykkt skiptist jafnt milli allra eigenda. Í öðrum tilvikum, þegar þessi vinna er ekki keypt út, getur húsfundur tekið um það ákvörðun hvernig beri að skipta þessum verkefnum milli íbúanna sjálfra. Kveða má á um slíka skiptingu í húsreglum, þ.e. hvaða verk skuli unnin og hverjir annist þau á hverjum tíma. Í þeim tilvikum þar sem húsfundur hefur ekki tekið af skarið um hvernig haga eigi umhirðu lóðar geta einstakir eigendur annast þau á eigin spýtur. Þeir eiga þá hins vegar ekki rétt til að krefja aðra eigendur um að taka þátt í kostnaði sem þá hlýst af ef einhver er. Rétt er að taka fram að hafi húsfundur samþykkt að greiða fyrir garðvinnu eru allir eigendur bundnir af þeirri ákvörðun og eiga einstakir eigendur ekki rétt á að sinna sínum hluta þessara verka gegn því að hlutur þeirra í sameiginlegum kostnaði fyrir verkin lækki. Lóðarframkvæmdir Lögum samkvæmt er það sameiginlegs fundar að taka ákvarðanir er lúta að fyrirkomulagi, skipulagi, útliti og breytingum á sameiginlegri lóð. Þær ákvarð- anir sem fela aðeins í sér hreina endurnýjun, svo sem á gróðri, girðingum og jarðvegi, getur einfaldur meiri- hluti eigenda tekið bindandi ákvörðun um á húsfundi. Sama er að segja um fellingu trjáa enda telst verkið hluti af venjulegri grisjun eða miðar að því að unnt sé að nýta garðinn með eðlilegum hætti. Eigi hins vegar að breyta svipmóti lóðar eða skipulagi frá því sem gert var ráð fyrir í upphafi og á samþykktum lóðaruppdráttum getur samþykki allra eigenda eða 2/3 hluta þeirra þurft að koma til svo ákvörðun teljist löglega bindandi. Sjónarmið um kostnað, breytt útlit lóðar eða breytta hagnýtingu hennar auka sjónarmiða um hvað tíðkast í sambæri- legum húsum ráða því hvort atkvæði aukins meiri- hluta þurfi að búa að baki ákvörðun. Aðeins í þeim tilvikum þegar um mjög verulegar breytingar er að ræða er talið að samþykki allra eigenda sé nauðsyn- legt. Sá kostnaður sem til fellur vegna slíkra ákvarðana, svo sem vegna gróðurs og gróðursetningar, hellu- lagnar, girðinga, kaup leiktækja eða hönnuðar garðs skiptist eftir hlutfallstölum íbúða í lóðinni samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu.  Lóðin GarðSláttur, trjáklippinGar oG SnyrtinG Sumarið er helsti tími garðverka Það er húsfundar í fjölbýlishúsum að taka ákvörðun um hvernig verkin eru leyst af hendi. Sinna þarf garðinum, trjáklippingu, garðslætti og þrifum. A1 Málun ehf. er fyrirtæki sem sérhær sig í öllu sem við kemur málaraiðninni, s.s. nýmálun, lökkun, sandspörtlun, málun friðaðra húsa, viðar- og marmaramálun, endurmálun inni jafnt sem úti. 660 - 1787 A1 Málun a1malun@a1malun.is Tilboð eða tímavinna. Við gerum þér tilboð að kostnaðarlausu! Tryggðu betri árangur og njóttu heildar- lausnar í þínum framkvæmdum Sperra ehf Framkvæmdaráðgjöf & almenn byggingaverktaka Nýbyggingar, breytingar og viðhald S: 898 8572 sperra@sperra.is www.sperra.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.