Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 48
18 viðhald húsa Helgin 6.-8. maí 2011 Fólk elskar aspirn- ar sínar út yfir gröf og dauða. Við bjóðum upp á mikið úrval af viðhalds- og hreinsiefnum fyrir parket og flísar. Parki Interiors • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • www.Parki.is H úseigendafélaginu berast margar fyrirspurnir við-víkjandi réttarstöðu og sam- skipti eigenda aðliggjandi lóða og þá sér í sér í lagi um aspir og frágang lóðamörkum. Grenndarréttur Þess er fyrst að geta að engin sett lög eru til um grennd og nábýli og hvað menn mega og ekki mega og hvað nágrannar verða að þola. Nábýlisrétturinn eru ólögfestar reglur. Ber eiganda að taka sann- gjarnt og eðlilegt tillit til eigenda nálægra eigna við beitingu hans. Eins verður eigandi að umlíða venju- legar athafnir og hagnýtingu granna þótt röskun, truflun og ónæðið geti fylgt. Þegar metið er hvort athafnir fasteignareiganda séu leyfilegar eða gangi um of á rétt granna er byggt á hagsmunamati. Annars vegar réttur granna til að nýta eign sína á þann veg sem honum er hagfelldast og hugnast best. Hins vegar er réttur granna til að nýta sínar eignir í friði og án truflunar og óþæginda. Meg- inreglan er sú, að menn þurfi ekki að hlíta því, að nágrannaeignir séu hag- nýttar þannig að þeim sé óhæfilegur bagi af. Það er hins vegar matsatriði hvað er óhæfilegur bagi og verður að taka tillit til atvika og aðstæðna. Það er ljóst að menn verða að sætta sig við óþægindi frá nágrannaeign. Það er hins vegar álitamál hvenær komið er út fyrir þau mörk. Það er ennfremur meginreglan að ekki sé unnt að taka tillit til sérstakrar við- kvæmni granneigna eða eigenda þegar mörkin eru dregin. Aspir eru ört vaxandi vandamál Það er gömul saga og ný að hávaxin tré geta verið einum til yndisauka en öðrum til baga. Mikil tré geta dags- ljósi í dimmu breytt. Það eru aðal- lega aspir sem eru til vandræða og eru með sanni ört vaxandi vandmál. Þær vaxa hratt og breiða mikið úr sér bæði ofan- og neðanjarðar. Þær eru óhemju duglegar og rótarkerfi þeirra er með eindæmum öflugt. Þær byrgja nágrönnum birtu og útsýn og skemma stéttar, malbik og lagnir og jafnvel húsin. Þær rispa bíla grannans og gera engan grein- amun ryðguðum Lödum og dem- antsvörtum glæsijeppum. Ástir manna og aspa Fólki elskar aspirnar sínar út yfir gröf og dauða. Þær vaxa sem ör- skot, eru beinvaxnar, háar og tígu- legar meðan önnur tré hrekjast flöt í hnjáhæð. Miklar tilfinningar eru í spilinu og deilur vegna aspa verða því oft mjög hatrammar og öfgafull- ar. Nokkur dómsmál hafa sprottið af öspum og hafa aspareigendur verið dæmdir til að fella tré sem hafa valið nágranna óþægindum eða tjóni. Í sumum löndum hafa aspir verið bannaðar í húsagörðum í þéttbýli. Hvergi nema hér eru þær notaðar í limgerði. Sem slíkar eru þær til vandræða en þær eru til gagns og prýði þar sem þær hafa vaxtarrými. Aspir ganga af göflum Nú standa aspirnar naktar, frið- sælar og meinleysið uppmálað en með vorinu leysast þær úr læðingi, tryllast og vígbúast og fara mikinn í vexti og laufskrúða og ræturnar leggjast í neðanjarðarstarfsemi og skemmdaverk á öllu sem fyrir verður, s.s. lögnum og stéttum. Aspir verða víst ekki gamlar af trjám að vera. Sagt er að þær verði 40 – 50 ára og þegar þær koma að fótum eða öllu heldur rótum fram þá renni á þær stjórnlaust æxlunaræði og þær vaxi villt og galið út og suður og eiri engu. Þannig er stóratlaga aspanna yfirvofandi. Ætli næsta ár verði ekki “Ár aspanna”, svo “Aspirnar snúa aftur”, síðan ”Hefnd aspanna”. Þetta er hrollvekjandi framtíðarsýn. Grenndarreglur um lóðamörk Eigendum samliggjandi lóða ber skylda til að standa saman að frá- gangi á lóðarmörkum. Skylda í því efni er rík en nær þó ekki lengra en til að girða og afmarka af lóðir og til tilfæringa og ráðstafanna til að koma í veg fyrir tjón, hættu, vansa eða óprýði. Ef annar hvor eigenda vill af einhverjum ástæðum ganga lengra en hóflegt og venjulegt getur talist þá getur hann almennt ekki knúið það fram með lagalegum úrræðum og fengið hinn eigandann dæmdan til að taka þátt í kostnaðinum. Jafnskiptur kostnaðar – Undantekning Það er meginregla að kostnaður við frágang á lóðarmörkum skiptist að jöfnu á eigendur samliggjandi lóða. Frá þessari meginreglu er veigamik- il undantekning þegar svo háttar að lóðir eru misháar og gera þarf ráð- stafanir og tilfæringar vegna þess til að vernda þá lægri fyrir jarðvegs- skriði, vatni og þess háttar, frá þeirri hærri. Þegar svo stendur á hvílir skylda til fyrirbyggjandi aðgerða og ráðstafana á þeim sem hærri lóðina á og verður hann einn að bera kostnaðinn af því nema um annað sé samið. Engu að síður verður hann að hafa samráð um útfærslu og frágang við eiganda neðri lóðarinnar. Þá er líka ljóst að mannvirki og tilfæringar í þessu skyni eiga vitaskuld að vera inn á lóð þess sem þessi skylda hvílir á. Slysagildrur Þá hvílir rík og fortakslaus skylda á lóðareiganda til að gera tafar- laust ráðstafanir til að girða fyrir slysagildrur og fyrirbyggja hættu á slysum og tjóni á lóð sinni og þá ekki síst á lóðamörkum. Á það ekki síst við þegar hætta steðjar að börnum og óvitum. Einnig má hér um vísa til reglna skaðabótaréttar og bygginga- reglugerðar. Getur eigandi bakað sér bæði skaðabóta- og refsiábyrgð ef hann vanrækir þessar skyldur sínar og lætur reka á reiðanum með úrbætur.  GArðtré AspirnAr ört vAxAndi vAndAmál Ófriður í grennd – aspir í útrás og grannaglíma Nú standa aspirnar naktar, friðsælar og meinleysið uppmálað en með vorinu leysast þær úr læðingi, tryllast og vígbúast og fara mikinn í vexti og laufskrúða og ræturnar leggjast í neðanjarðarstarfsemi og skemmdaverk á öllu sem fyrir verður. Byggingarreglu- gerð og samþykkt um friðun trjáa í Reykjavík n Leita skal samþykkis byggingarnefndar á gerð og frágangi girðingar ef hún er hærri en 180 cm. n Girðing á mörkum lóða er almennt háð samþykki beggja eigenda. n Tré á lóðamörkum skulu ekki verða hærri en 180 cm. nema um annað sé samið. n Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðamörkum en 300 cm. n Ef girðing er óþörf eða til lýta getur byggingar- nefnd lagt bann við henni. n Lóðareiganda er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóð sinni í skefjum og innan lóðarmarka. n Lóðaeiganda er skylt að gera ráðstafanir til að yfirborðsvatn af lóð hans valdi ekki tjóni eða óþæg- indum á nágrannalóð. n Óheimilt er að fella tré sem eru 8 m eða hærri og eldri en 60 ára nema með að fengnu leyfi garðyrkju- stjóra. Aspir eru umdeild tré í görðum þéttbýlisins. Sumir elska þær en aðrir leggja á þær fæð. F asteignakerfið er öflugt tölvukerfi á netinu, fyrir fasteigna-eigendur og húsfélög, sem heldur utan um rekstur fasteigna. Í Fasteignakerfinu eru geymdar upplýsingar um fasteignina, svo sem um hönnuði, byggingarstjóra og meistara hússins, hvenær það var byggt og úr hvaða byggingarefnum og teikningar hússins. Þar eru upplýsingar um rekstur fasteignarinna, eigendur, stjórn, greiðendur gjalda, upphæðir og fundargerðir. Notendur geta haldið utan um viðhald eignarinnar, gert staðlaða kostnaðaráætlun vegna viðhalds eða framkvæmda og þá með hjálp BL-kerfisins. Fasteigna- kerfið geymir líka samþykktir húsfélagsins, húsreglur og eigna- skiptayfirlýsingar og fleira. Heildarkerfi og auðvelt í notkun Fasteignakerfið nær til nánast allra þátta í rekstri fasteigna og um- sjónar með þeim. Notandinn þarf ekki á möppum að halda eða öðrum hliðargögnum og þegar nýr aðili tekur við rekstri fasteignar- innar hefur hann öll gögn hennar uppfærð og aðgengileg. Með kerfinu fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir notendur, þannig að þeir geta nýtt sér kerfið þó að þeir séu ekki sérfræðingar í slík- um rekstri eða byggingarmálefnum almennt. Leiðbeiningar þessar eru annars vegar heildarleiðbeiningar, þar sem farið er yfir uppsetn- ingu og notkun kerfisins lið fyrir lið, og hins vegar styttri leiðbein- ingar á einstökum síðum þar sem það er talið gagnast notendum. K Y N N IN G  KYNNING Fasteignakerfið Heildarkerfi til varðveislu upplýsinga og til að halda utan um rekstur fasteigna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.