Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 74
Helgin 6.-8. maí 2011
NORRÆNA HÚSIÐ BÝÐUR ÞÉR Á
LAUGARDAGINN 7. MAÍ
FRÁ KL. 13 TIL 17
Handverksmarka
ður
List án
landamær
a
Krítar og
sápukúlur
Bókamarka
ður
Hjólafærni
ANNAÐ Á DAGSKRÁ:
Blómabreiða Ásgarðs / Hljómsveitin Silfurberg / Kynning á friðlandinu
í Vatnsmýrinni / Hljóðverkið Áslaug syngur / Finnskar eldfjallamyndir /
Stúlknakór Reykjavíkur / Kvintett frá Skólahljómsveit Kópavogs /
Íslandshestar / Sandkastalakeppni / Skátarnir Ægisbúar / Leikir og fjör
Slipperyterrain
Lifandi
tónlist
Flugdreka
r
(taktu d rekann þin
n m
eð
)
frá bókasafni
NH
Opnun á sýningunn
i
Pylsur á grilli
kaffisala
hollustunam
mi
// KYNNINGARFUNDUR
Mánudaginn 9.maí
Kl. 19 fyrir 10-15 ára
Kl.20 fyrir 16-25 ára
Ármúli 11, 3. hæð
//NÁMSKEIÐ FYRIR 10-12 ÁRA
14.júní – alla virka daga kl.9-13
//NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA
24.maí - þriðjudaga og fimmtudaga kl.17-21
//NÁMSKEIÐ FYRIR 16-20 ÁRA
23.maí – mánudaga og miðvikudaga kl.18-22
//NÁMSKEIÐ FYRIR 21-25 ÁRA
23.maí – mánudaga og miðvikudaga kl.18-22
Vornámskeiðin
eru að hefjast
Æ skuvinkonurnar Dóra Jóhannsdóttir, Mar-grét Bjarnadóttir og Álfrún stofnuðu leik-hópinn „Ég og vinir mínir“ með vinum sínum,
mökum og frændum. Samstarfið leiddi til verksins
Húmanímal sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhúsinu fyrir
tveimur árum og hlaut meðal annars níu Grímutilnefn-
ingar.
„Við tengjumst öll með einhverjum hætti og erum
mikil klíka. Við erum ekkert að fela það,“ segir Álf-
rún um hópinn, en vinkonurnar vildu skapa sér verk-
efni sem þær gætu unnið að með
vinum sínum og fólki sem þeim þótti
skemmtilegt. „Það myndast mikil
orka því við höfum gaman af því að
vinna saman en fyrir vikið getum við
líka rifist eins og hundar og kettir.“
Verði þér að góðu er, líkt og
Húmanímal, eins konar dansleik-
hús sem er líkamlega krefjandi
fyrir alla sem að sýningunni koma.
Í henni er félagsveran tekin fyrir og
dregnar upp ýmsar birtingarmyndir
þess hvernig fólk vill koma fyrir og
hvernig því líður í samkvæmi og
innan um annað fólk. „Við kryfjum
samkvæmisveruna og bregðum upp
myndum af ólíkum aðstæðum. Sagan
er ekki línuleg heldur er hoppað úr
einni sítúasjón í aðra. Þetta er eigin-
lega þversnið að góðu partíi.“
Álfrún er, líkt og fleiri leikarar í
verkinu, mikill dansari en hún gengur með sitt annað
barn og er komin rúma sjö mánuði á leið. „Verkið er
samið í spuna og ég vann þetta út frá ástandi mínu. Það
er oft erfitt fyrir leikkonur að fá vinnu þegar þær eru
komnar langt á leið en minn karakter er bara óléttur
og þarf ekkert að fela það. Sem betur fer er ég í góðu
líkamlegu formi. Þegar sýningum lýkur verð ég gengin
rúmlega átta mánuði með þannig að barnið má ekki
koma mikið fyrir tímann.“
Leikararnir eru þó misreyndir í danslistinni en það
segir Álfrún ekki koma að sök. „Við reynum að virkja
það sem hver og einn hefur til hins ýtrasta. Þá skiptir
ekki máli hvort það eru fágaðar balletthreyfingar eða
mikill frumkraftur, svo lengi sem fólk gefur sig allt í
þetta.“
thora@frettatiminn.is
ég og vinir mínir gott partí um helgina
Dansar á
steypirnum
Álfrún Örnólfsdóttir er meðal leikenda í
dansleikhúsinu Verði þér að góðu sem frumsýnt
verður í Þjóðleikhúsinu á morgun, laugardag.
Álfrún er þaulvanur dansari og vílar ekki fyrir sér
að koma fram í verkinu ólétt á áttunda mánuði.
Ég og vinir mínir
„Við tengjumst öll
með einhverjum
hætti og erum
mikil klíka.“
Á sýningunni gefst fólki kostur á að skyggnast inn í hugmyndaheim og feril
Einars sem á sér ekki samsvörun í verkum annars íslensks arkitekts.
Hugvit Einars
Sýningin Hugvit verður opnuð í Hafnarborg á morgun, laugardag, en þar verða sýndar
teikningar, líkön, hönnunarmunir og heimildir um byggingar sem Einar Þorsteinn
Ásgeirsson, hönnuður og arkitekt, hefur unnið á síðustu áratugum.
Áratuga rannsóknir og uppgötvanir Einars á sviði flatar- og rúmfræði skipa honum
á bekk með frumlegustu hugsuðum þjóðarinnar enda endurspegla verk hans mikla
þekkingu og einstaka sýn á lögmál náttúrunnar og hvernig beita megi þessum lög-
málum í arkitektúr, hönnun og myndlist.
Einar er sjálfsagt þekktastur fyrir hönnun kúluhúsa til íbúðar og fleiri nota, sem
meðal annars risu á Ísafirði, við Hellu, Kópasker og í Hafnarfirði. Hann hefur undan-
farin rúman áratug búið í Berlín þar sem hann einbeitir sér að skrifum og rannsóknum
á þrívídd.
Hann hefur unnið að mörgum verkefnum með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni
og eiga þeir að baki langt og farsælt samstarf.
Sýningin verður opnuð í Hafnarborg klukkan 15.
M
yn
d/
G
od
du
r