Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 76
56 dægurmál Helgin 6.-8. maí 2011
Warhol í Arionbanka
A ndy Warhol er í hópi þeirra listamanna sem eiga málverk af eldgosum á sýningu sem opnuð var í Ar-
ion banka í Borgartúni í gær, fimmtudag. Bankinn sýnir
um 20 verk frá Eldfjallasafninu í Stykkishólmi og forstöðu-
maður þess, Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,
opnaði sýninguna með fyrirlestri þar sem hann ræddi
áhrif stórra eldgosa á viðskipti og efnahag með listrænu
ívafi.
Við þekkjum áhrifin frá Eyjafjallajökli sem tengjast því
að það var ákveðið að loka fyrir flug yfir Norður-Atlants-
hafið sem var náttúrlega mjög umdeilt,“ segir Haraldur
og bendir á að gos eins og í Eyjafjallajökli séu mjög tíð
á Kyrrahafssvæðinu og þar hafi þetta ekkert verið að
stoppa flug. „Það er bara á Norður-Atlantshafi sem menn
eru ekkert vanir þessu. Júrókontról þarna í Brussel
sleppti sér alveg.“
Haraldur talaði einnig um stór sprengigos og áhrif
þeirra sem geta náð umhverfis jörðina. „Slík gos hafa
áhrif á loftslag, landbúnað, samgöngur, símasamband,
gervihnetti og allt kerfið í okkar tæknivædda þjóðfélagi.
Við erum miklu við-
kvæmari fyrir þessu
í dag. Við þolum ekki
svona. Það var öðru-
vísi 1815 þegar allir
voru í sveitinni og
hver sá um sig. Núna
ráðum við ekkert við
svona lagað og höfum
eiginlega ekkert gert
ráð fyrir því. Eyja-
fjallajökull er svona
smá æfing og kannski
þörf æfing að því
leyti.“
„Þetta hefur gengið vel og mætingin á fyrirlestrana
hefur verið mjög góð,“ segir Klara Stephensen hjá Arion
banka en bankinn hefur staðið fyrir listaverkasýningum
og fyrirlestrum þeim tengdum. „Við leggjum áherslu á að
þetta er ekki listasafn og ekki gallerí. Við erum einungis
að kynna myndlist fyrir okkar fólki og viðskiptavinum,“
segir Klara og bætir því við að ýmislegt sé fram undan
og meðal annars sé verið að íhuga að sýna verk í eigu
bankans.
Fjörið byrjar klukkan 13 á morgun, laugardag, og blöðin verða gefin á meðan birgðir endast. Það ætti enginn að fara tómhentur
heim en reynslan sýnir þó að það er gott að mæta tímanlega. Það myndast að öllu jöfnu ógnarlöng röð og mikil stemning ríkir
yfir daginn.
N exus heldur Ókeypis mynda-sögudaginn hátíðlegan á morgun, laugardag, þegar
sérútgefin myndasögublöð frá
ýmsum útgefendum verða gefin
í portinu fyrir framan verslunina
á Hverfisgötu. Þúsundir mynda-
söguverslana úti um allan heim gefa
myndasögublöð á þessum degi sem
nú er haldinn hátíðlegur í tíunda
sinn.
Þórhalli Björgvinssyni, deildar-
stjóra myndasögudeildar Nexus,
telst til að eitthvað á bilinu 1.200-
1.300 manns hafi mætt í verslunina
síðustu þrjú árin til að fá gefins
myndasögur. Íslenskar myndasögur
verða áberandi að þessu sinni en
Nexus og Ókei-bækur gefa blaðið
„ÓkeiPiss“, „Neo Blek“ -tímaritið
gefur blað til að kynna útgáfuna
og „Aðsvif“, nýtt myndasögublað,
lítur dagsins ljós en að því standa
tíu myndlistarnemar. Þá verður
tímaritið „Furðusögur“ á staðnum til
að kynna útgáfu sína.
„Þetta gekk alveg vonum framar
ef ég á að segja eins og er,“ segir
Hugleikur Dagsson, myndasögu-
maður og prímus mótor Ókei-
bóka en fyrr á árinu efndi hann til
myndasögusamkeppni með það
fyrir augum að fá nýja höfunda til
að stíga fram í blaðinu Ókei-Piss
sem hann ákvað að gefa út í tilefni
myndasögudagsins.
„Ég hélt fyrst að það yrði erfitt
að fylla blaðið og að maður yrði að
teikna mikið í það sjálfur en á síð-
ustu dögunum fyrir skilafrest byrj-
aði bara að rigna inn eðalsögum.
Sem gerði það að verkum að það var
nú bara frekar erfitt að velja topp
fimm. Og það eru bara nokkrar
helvíti góðar sem duttu út og ég
vonast til að þeir aðilar sendi aftur
inn á næsta ári en ég ætla að reyna
að hafa þetta árlegan viðburð.“
Alþjóðleg árshátíð myndasögunörda
„Listaverkin
eru frá ýmsum
löndum og
ýmsum tímum.
Frá 17. öld til
okkar daga og
þar á meðal
eitt eftir Andy
Warhol. Ég
ræddi líka
um tengslin
milli menn-
ingarinnar,
listarinnar og
eldgosanna,“
segir Haraldur
Sigurðsson
sem skoðar
eldgos frá
öllum hliðum.
M ick Haller er sjálfsöruggur, orðhvatur lögmaður sem
sérhæfir sig í að verja glæpahyski
og hikar ekki við að fara á svig
við reglur og góða siði, verði það
honum til fjár eða framdráttar. Þar
sem Haller er á stöðugum þeytingi
milli dómshúsa og skjólstæðinga
notar hann aftursætið í Lincoln-bif-
reið sinni, sem gamall skjólstæð-
ingur ekur, sem skrifstofu.
Haller telur sig heldur betur
hafa komist í feitt þegar moldríkur
ungur glaumgosi biður hann að
verja sig en sá er ákærður fyrir að
hafa misþyrmt ungri konu harka-
lega í misheppnaðri tilraun til að
nauðga henni og drepa. Haller
gengur vasklega fram í vörninni,
eins og við var að búast, og lætur
efasemdir um sekt eða sakleysi
ekki angra sig fyrr en skjólstæð-
ingurinn fer að sýna á sér verulega
skuggalega hliðar. Þá hittir skratt-
inn ömmu sína og tveir útsmognir
refir takast á upp á líf og dauða.
The Lincoln Lawyer er gerð eftir
sallafínni spennusögu Michaels
Connelly, sem er yfirburðahöfund-
ur í bandaríska glæpasagnageir-
anum, og þegar hópur toppleikara
fær brúklegan efnivið að moða
úr er von á góðu. Og þessi mynd
svíkur ekki. Hún er áferðarfögur
og vönduð, og dálítið meinlaus
að því leyti, en spennan er fín og
rígheldur til enda.
Matthew McConaughey hefur
átt frekar mögur ár undanfarið
en hann finnur fjölina sína í hlut-
verki Hallers og hefur sjaldan verið
betri. Ryan Phillippe hefur tekið
út þó nokkurn þroska, er einhvern
veginn ekki lengur strákur, og er
skemmtilega ógnandi sem háska-
legur skjólstæðingur Hallers. Ýms-
ir aukaleikarar styðja dyggilega
við bakið á þessum tveimur í því
sem vonandi er bara fyrsta myndin
um Mick Haller.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
bíódóMur The LiNcoLN LAwyer
Upprisa McConaugheys
Mick Haller er tvöfaldur í roðinu og getur sýnt á sér dökkar hliðar þegar honum er
ógnað. Matthew McConaughey nýtur sín í botn í hlutverkinu.