Fréttatíminn - 06.05.2011, Side 78
Hún er
harðlokuð,
hálffull af
grjóti ... “
S tefán Pálsson, sagnfræðingur og friðarsinni, leiðir spenn-
andi könnunarferð um Öskjuhlíð á
laugardag. Viðfangsefnið er stríðs-
minjar sem leynast hér og þar um
hlíðina, sumar hverjar komnir á
kaf í gróður.
Leiðsögn Stefáns er hluti af mik-
illi dagskrá á Öskuhlíðardaginn,
en hann er haldinn í fyrsta sinn í
tilefni af undirritun samkomulags
um stofnun starfshóps sem ætlað
er að móta samstarf Reykjavíkur-
borgar, Háskólans í Reykjavík og
Skógræktarfélags Íslands um útivist-
arsvæðið í Öskjuhlíð.
Stefán hlakkar til dagsins enda
kominn á gamlar leikslóðir frá því
hann var barn. „Það er merkilegt
en Öskjuhlíðin er einn af fáum
stöðum á landinu þar sem hægt er
að skoða mannvirki frá hernámsár-
unum,“ segir hann og bætir við að
því miður hafi þessum minjum svo
til ekkert verið sinnt. „Þetta hefur
verið látið drabbast niður í mörg ár
og orðið frekar ömurlegt. Auðvit-
að á að merkja þetta og koma upp
söguskiltum til útskýringar á því
hvaða byggingar þetta eru.“
Stefán nefnir sem dæmi hina
gömlu neyðarstjórnstöð flugvall-
arins, sem er skammt fyrir ofan
Keiluhöllina. „Hún er harðlokuð,
hálffull af grjóti og útkrössuð.
Þarna þyrfti að hreinsa út, koma
upp lýsingu og laga aðgengið. Þá
gæti fólk með söguþekkingu kom-
ið þarna og fílað sig eins og Hitler í
bönkernum.“
Leiðangur Stefáns hefst klukkan
11 og er lagt af stað frá húsnæði
Háskólans í Reykjavík. Dagskrá
Öskjuhlíðardagsins má sjá á oskju-
hlid.is.
öSkjuhlíðardagurinn haldinn hátíðlegur í fyrSta Sinn
ómálaða málverkið 21 milljón á Striga
Guð á Sæbraut opin-
berast almenningi
Mikil leynd
hvíldi yfir
nafni kaup-
andans á
sínum tíma
og kenningar
voru á kreiki
um að Jón
Ásgeir Jó-
hannesson
eða Hannes
Smárason
hefðu tryggt
sér myndina
ómáluðu.
Magnað afmælistríó Helga
Söngvarinn Helgi Björnsson er á haus
þessa dagana við undirbúning hátíðar-
tónleika í Eldborg, stóra sal Hörpunnar,
þar sem hann ætlar að syngja íslenskar
dægurperlur ásamt einvala liði tónlistar-
fóks hinn 17. júní. Eivör, Högni Egilsson,
Bogomil Font, Mugison og Ragnheiður
Gröndal syngja með Helga við undirleik
landsliðs tónlistarmanna. Við undirbún-
inginn fékk Helgi þá frábæru hugmynd
að láta Sigtrygg Baldursson (Bogomil
Font), fyrrum trommuleikara Sykurmol-
anna, til þess að syngja sykurmolalagið
sígilda, Afmæli. Sigtryggur tók í fyrstu
fálega í þetta en Helgi telur að Sigtryggur
hafi ekki treyst sér í hæstu tóna Bjarkar
Guðmundsdóttur í laginu. Eftir að Helgi
lagði til að Eivör og Ragnheiður Gröndal
tækju lagið með Bogomil og sæju um
skrækina þykja góðar líkur á að þau
þrjú syngi afmælissönginn á „afmæli
lýðveldisins“ eins og Helgi orðar það.
á meðan allt lék í lyndi í íslensku efnahags- og viðskiptalífi söfnuð-ust miklar upphæðir á fjáröflunar-
kvöldverði hjá UNICEF. Þau fyrirtæki sem
flugu einna hæst á útrásartímanum, FL-
Group, Baugur og Fons, gáfu 135 milljónir
til uppbyggingar skóla og þjálfunar kennara
í Gíenu-Bissá. Þá var hitt og þetta áhugavert
og sniðugt boðið upp, þar á meðal ómálað
verk eftir Hallgrím Helgason, gítar árit-
aður af sjálfum Sting og tækifæri til þess
að kynna veðurfréttir á sjónvarpsstöðinni
sálugu NFS. Allt það fé sem aflaðist yfir
kvöldverðinum var notað til að bæta hag
fátækra barna í Afríku.
Málverk Hallgríms, sem þá var varla
a n n a ð e n auður strigi, var
slegið Þor- steini M. Jóns-
syni, Steina í Kók, á 21 milljón
og Hallgrímur hefur greint frá
því að þessi háa upphæð hafi
sett sig út af laginu þannig að
hann dró það í lengstu
lög að mála mynd upp
í upphæðina. Hann
gekk loks í málið síðla árs
2007 og málaði myndina Guð
á Sæbraut sem er 170x110
sentimetrar að stærð.
Mikil leynd hvíldi yfir nafni
kaupandans á sínum tíma og
kenningar voru á kreiki um
að Jón Ásgeir Jó-
hannesson eða
Hannes Smárason hefðu tryggt sér mynd-
ina ómáluðu. Síðar kom á daginn að það var
Þorsteinn sem tryggði sér verkið en hann
hefur ekki viljað ræða málverkið og baðst
undan viðtali um myndina þegar Fréttatím-
inn hafði samband við hann fyrir helgi.
Verkið hefur hingað til ekki komið fyrir
sjónir almennings en það er eitt af rúmlega
60 verkum á sýningunni Jór – Hestar í ís-
lenskri myndlist sem opnuð verður á Kjar-
valsstöðum á morgun, laugardag. Eins og
nafnið bendir til er íslenski hesturinn í há-
vegum hafður á sýningunni og þar má sjá
hvernig hesturinn hefur birst helstu lista-
mönnum þjóðarinnar í rúm hundrað ár. Um
fimmtíu listamenn eiga verk á sýningunni.
Lista- og hestamaðurinn Baltasar á
nýjasta verkið sem hann kláraði
fyrir skömmu en elsta verkið er
olíumálverk frá 1900 eftir Þór-
arin B. Þorláksson.
toti@frettatiminn.is
Hægt að fíla sig eins og Hitler í bönkernum
Árið 2005 var ómálað málverk eftir Hallgrím Helgason slegið á 21 milljón
króna á góðgerðaruppboði UNICEF. Kaupandinn var Þorsteinn M. Jónsson,
jafnan kenndur við Kók. Hallgrímur hummaði fram af sér í drjúgan tíma að
mála myndina sem nú kemur fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn á sýningu
sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á laugardaginn.
Skottúr á
Old Trafford
Sjónvarpsstjarnan og
sparkspekingurinn Hjörvar
Hafliðason skellti sér í dags-
ferð til Manchester ásamt þeim
Auðuni Blöndal og Huga Hall-
dórssyni til þess að fylgjast
með leik Manchester United
og Schalke á Old Trafford í
Meistaradeildinni. Þríeykið kom
aftur heim á fimmtudag en
taldi stutt ferðalagið ekki eftir
sér enda allir grjót-
harðir United-
menn og nutu
þess að sjá sína
menn leggja
þýska and-
stæðinga
sína, 4 -1.
Steini í Kók átti
hæsta boðið en
kærði sig ekki um
að það kæmi fram
opinberlega.
Góðgerðargóðverk Hallgríms skilaði UNICEF vænni upphæð sem rann beint til fátækra barna í
Hallgrímur Helgason
beið lengi með að
vinda sér í að mála
verkið sem seldist á
21 milljón, ómálað,
og afraksturinn er
Guð á Sæbraut.
Stefán Pálsson við hina gömlu neyðar-
stjórnstöð hernámsliðsins.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Gói og Þröstur
í þrívídd
Leikaratvíeykið Gói (Guðjón Davíð Karlsson) og
Þröstur Leó hyggjast sigla stíft á ævintýramið-
in á næstu árum og horfa
langt fram í tímann. Þeir
leika saman í sýningunni
Gói og eldfærin í Borgar-
leikhúsinu um þessar
mundir og stefna að því
að ferðast með sýninguna
um allt land í sumar auk
þess sem unnið er að upp-
setningu verksins Gói og
baunagrasið að ári. Að því loknu sjá framleið-
endur sýningarinnar fyrir sér að uppsetningu
þriðja verksins, líklega Hans og Grétu. Þegar
þrjár sýningar eru að baki vilja þeir steypa
sögunum saman í kvikmyndahandrit og gera
þrívíddar-kvikmynd sem tekin yrði upp árið
2014. Þess má geta að dvd-diskur með leikritinu
Gói og eldfærin kom út í vikunni.
Viðurkenndar
stuðningshlífar
í úrvali
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
58 dægurmál Helgin 6.-8. maí 2011