Prentarinn - 01.04.1987, Page 8

Prentarinn - 01.04.1987, Page 8
Magnús Einar Sigurðsson Góðir félagar. Ágætu gestir, innlendir og erlendir. Sagan er ekki löng, en nógu löng til þess að of margir í verkalýðshreyfingunni eru henni ekki nógu kunnir. Meðal annars þess vegna hefur ógresinu, einstaklings- hyggju, tekist að skjóta rótum í svo mikl- um mæli, sem raun ber vitni. Verkalýðs- hreyfingin hefur því miður ekki farið varhluta af þessari óheillavænlegu þróun. Einka, einka er nú ekki bara hrópað á samkomum boðbera frjáls- hyggjunnar, þau viðhorf eru nú hvar- vetna í hávegum höfð. Verkalýðshreyf- ing, heilbrigðisþjónusta, almannatrygg- ingar, menntunarmálin og nánast öll opinber þjónusta á nú að vera betur komin í höndum einkaaðila. Ríkið neitar að borga starfsfólki sínu mannsæmandi laun, á grundvelli þeirra viðhorfa gegn verkafólki sem núverandi stjórnvöld halda uppi. í framhaldi af því má lesa í leiðara eins dagblaðsins að rekstur þess opinbera sé betur komin í höndum einkaaðila. Allt er notað til þess að hampa einkarekstri á kostnað þess félagslega. í þessu sam- bandi er ekki óeðlilegt þó spurt sé: eig- um við að hverfa aftur til þess sem frum- herjarnir voru að rísa gegn? Eigum við að lofa fólki að deyja drottni sínum í anda frjálshyggju og auglýsingaskrums? Svari hver fyrir sig, ég segi nei. Á þetta er hér minnst, að mikið er í húfi. Störf verkalýðshreyfingarinnar hafa einkennst af varnarbaráttu á undan- förnum árum, þó heldur hafi rofað til í síðustu kjarasamningum og þeir gætu þýtt fyrirheit um betri tíð. Augljóst er þó að innviðirnir eru verulega veikburða um þessar mundir. Þá verður að treysta. Vinna verður að aukinni virkni, almenn- Baldur H. Aspar og Þóra Guðnadóttir. Kunnáttan drjúgur liðsauki í baráttunni um brauðið Guðrún Eyberg, Anna Ársælsdóttir og Ellert Ág. Magnússon Ræða á hátíðar- samkomu vegna 90 ára afmælis samtaka bóka- gerðarmanna 4. apríl 1987 8 PRENTARINN 4.7.'87

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.