Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 6

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 6
gönguför íslenzkra hernámsandstæðinga standi í nokkru sam- bandi við athafnir skoðanabræðra þeirra í Japan. Það munu einkum vera ungir þjóðvarnarmenn, sem eru hvatamenn göngunnar, en hafa fengið til liðs við sig hernáms- andstæðinga úr öðrum flokkum. Fyrirhugað mun að aka til Keflavíkur að morgni 19. júní og hefja þar gönguna snemma dags. Búizt er við að alimargt .fólk bætist í hópinn á leiðinni, þeir, sem ekki treysta sér að ganga allan þennan veg ósárum fótum, þrátt fyrir fullkomna andstöðu við herinn. Talið er að gangan taki 10—12 stundir". Þetta nægði til að koma Vísi á sporið. Upp úr hádegi kom hann út með forsíðufrétt um málið, þar sem greina mátti veika tilburði til að gera þetta tiltæki hlægilegt. Kímnigáfa Vísismanna er ákaflega smávaxin, eins og alþjóð veit, en viðleitnin var góðra gjalda verð: við fengum þarna góða auglýsingu ókeypis, málið var þegar á allra vörum, áður en nokkuð hafði verið látið uppi um það opinberlega. „Vísir hlær ekki daginn eftir Keflavíkurgönguna,“ sagði einn úr okkar liði og reyndist sannspár. Blaðamannafundurinn var haldinn á tilsettum tíma, og daginn eftir voru öll Reykjavíkurblöðin með áberandi frétt um þessa nýstárlegu mótmælagöngu. Alþýðublaðið og Mogg- inn sögðu frá tiðindum í skætingstóni, en reyndu á pörtum að manna sig upp í að senda fyrirliðum göngunnar háðs- glósur. Þjóðviljinn, Timinn og Frjáls þjóð sögðu frá göng- unni i áberandi fréttum á útsíðum. Málið var þegar á hvers manns vörum. Hvar sem tveir menn eða fleiri mættust, var talað um Keflavíkurgönguna. „Ætlar þú að ganga?“ spurði maður mann. „Hvernig lýst þér á gönguna?“ — „Hvað á þetta uppátæki að þýða?“ spurði kunningi minn í heildsala- stétt: „þetta orkar á mig eins og sérstök tegund geðveiki. En mér er sagt, að það sé stöðugur straumur fólks á skrif- stofuna til ykkar.“ Já, það var líflegt næstu daga í skrifstofunni okkar í Mjóstræti 3. Ungur stúdent, Kjartan Ólafsson tók að sér stjórnina, og það kom fljótt á daginn, að hann var réttur maður á réttum stað, maður sem kunni að vinna skipulega sjálfur og skipuleggja annarra starf, svo að árangur yrði eins góður og hugsanlegt var. Það kom sér líka betur, því hér var að verki tiltölulega fámennur hópur áhugasamra hugsjónamanna, sem höfðu ærnum skyldustörfum að sinna, en ekki hugsjónalaust atvinnulið, eins og víða er nú mest á treyst í þjóðmálum og félagsstarfi. Siminn hringdi í sifellu, menn vildu láta skrá sig í göng- una, og við spurðum þá spjörunum úr: „Ertu vel hraustur? Aldrei fengið vatn á milli liða? Ekki fótbrotnað? Hvað segirðu, tvisvar farið úr liði um öklann? Ekkert vit fyrir þig að ganga lengra en úr Hafnarfirði! Já, halló, það er Gangan! Hraustur? Ha, spengdan sköfnung? 1 hæsta lagi úr Kópavogi, helzt ekki lengra en af öskjuhlíðinni!“ Eitt aðal- starf okkar varð að halda aftur af fólki, sem vildi ganga alla leið, en var ekki heilt heilsu. Óðfluga hlóðust upp skráðar og óskráðar heilbrigðisskýrslur: allir vissu orðið allt um heilsu- far vina sinna og vinavina; ef einhver var með plattfót, af- höggnar tær, ristabólgu, hnjámús, æðahnúta, hafði verið á hæli, nýlega skorinn upp, þjáðist af nýmasteinum, næring- arskorti, var talinn of gamall eða of veikgerður almennt, var hann afskrifaður fyrirfram. Við vildum ekki tefla á tvær hættur að óþörfu og skráðum því aðeins þá, sem töldu sig örugglega geta gengið 50 km. Eftir tvo daga hafði hópurinn tífaldazt, og menn sem ætluðu að koma í gönguna, þegar á liði, skiptu hundruðum. mrn á Frá blaðamannafundinum i Unuhúsi 9. júní. Fremri röð: Einar Bragi, Björn Þorsteinsson, Asa Ottesen. Aftari röð: Hannes Sigfússon, Kjartan Ólafsson, Guðmundur Magnússon, Þorvarður Örnólfsson, Drífa Viðar. 4 Keflavíkurgangan

x

Keflavíkurgangan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.