Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 7
Kjartan Ólafsson vann eins og víkingur
frá því snemma á morgnana fram á nætur
að skipulagningu göngunnar.
En þeir sem ekki höfðu heilsu til að ganga alla leið, minnt-
ust orða Hávamála: Erat maður alls vesall, þótt hann sé illa
heill. Allir vildu leggja þessu góða máli lið með einhverjum
hætti: einn vildi skrifa í blöðin og hvetja til stuðnings, annar
bauðst til að lána bíl í snúninga, þriðji kom til að gefa skýrslu
um kunningja sína, sem væru einlægir hernámsandstæðing-
ar og mestu göngugarpar, fjórði vildi styrkja okkur fjárhags-
lega, því fyrirsjáanlegt var, að þetta yrði talsvert kostnaðar-
samt, einkum yrði auglýsinga- og bílakostnaður mikill. For-
sjármenn göngunnar gengu á undan og gáfu sínar hundrað
krónurnar hver og þaðan af meira, aðrir fóru að dæmi þeirra,
og bráðlega var kominn langur gefendalisti á einn vegg skrif-
stofunnar. Hér unnu margar hendur létt verk.
Að okkur tóku að streyma stuðningsyfirlýsingar til birt-
ingar í blöðum og útvarpi, frá einstaklingum og félögum, rit-
höfundum, myndlistarmönnum, verkalýðsforingjum, kvenna-
samtökum, stéttafélögum og stjórnmálasamtökum: Alþýðu-
bandalagið og Þjóðvarnarflokkurinn studdu málið með ráð-
um og dáð frá upphafi, fjölmargir framsóknarmenn voru með
í okkar röðum, einkum hinir yngri, og aðalmálgagn flokks-
ins var okkur vinsamlegt. Stjórnarblöðin tóku þá stefnu eft-
ir skapvonzkukastið fyrsta daginn að steinþegja um göng-
una, eins og þau hefðu ekki heyrt á þetta mál minnzt upp frá
því. En þau þögðu ekki að göngunni lokinni! Þá höfðu for-
kólfarnir séð með eigin augum, að fjölmargir Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokksmenn voru samherjar o k k a r en ekki þeirra í
þessu máli, og þeim leizt ekki á blikuna.
Eftir fjóra daga frá opnun skrifstofunnar hafði hópurinn
tuttugufaldazt, og ákváðum við nú að halda ekki áfram skrán-
ingu nema tvo daga enn til þess að lenda ekki í tímahraki
með skipulagningu fólksflutninga suður eftir. Að þeim tveim
dögum liðnum hafði hópurinn fertugfaldast, og enn héldu
menn áfram að gefa sig fram á föstudag og laugardag, sumir
langt að komnir gagngert til að taka þátt í göngunni. Að
kvöldi laugardags 18. júní hafði hópur þeirra, sem upphaf-
lega ákváðu að ganga þótt þeir yrðu ekki nema fimm, nærri
því fimmtugfaldast.
Allt var nú tilbúið. Um ellefuleytið á laugardagskvöld
kvöddust þau, sem héldu meginþráðunum í sínum höndum,
á tröppunum fyrir utan Mjóstræti 3. „Hittumst heil í fyrra-
málið!“ sögðu þau hvert við annað og héldu í suddarigningu
heim á leið til að hvilast nokkrar næturstundir.
Ljósmyndirnar í ritinu tóku þessir menn:
Ari Kárason á bls. 3, 4, 5, 6, 8, 10, 11, 16, 17, 18, 21, 35,
37, 38, 40—41, 45
Rögnvaldur Finnbogason á bls. 9
Jökull Jakobsson á bls. 12, 19, 20, 22, 23 (efri)
Sigurður Guðmundsson á bls. 13, 15
Haukur Kristófersson á bls. 23 (neðri), 25, 26
Keflavikurgangan
5