Keflavíkurgangan

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 9

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 9
Hannes Sigfússon: Fyrsti áfangi Að kvöldi 18. júní höfðu 233 látið skrá sig til göngunnar. 233 nöfn voru skráð á pappír. Mér var ókunnugt um hvað fælist að baki þessum nöfn- um. Einbeittur vilji til sigurs? Bjargfast manngildi? Ellegar sama linkan og einkennt hefur baráttu okkar fyrir brottför hersins síðastliðinn áratug? Mér var ljóst, að þetta kvöld, þessa nótt, og þann morg- un sem á eftir fylgdi, myndi ráðast hver dugur var enn til í íslendingum. Strítt regnið á glugganum þuldi mér áleitnar hrakspár í eyru. Hið sama gerði þulurinn, sem flutti veður- fregnirnar klukkan átta og tíu. Stinningskaldi suðvestan, þokuloft og súld með regnhryðj- um. 50 kílómetra þolganga. Og fótaferð klukkan fimm! Þrír prófsteinar á manngildi 233 einstaklinga. Fyrir mér urðu þeir ímynd heillar þjóðar, sem þrjár for- dæður reyndu að varna vegarins til frelsis. Fordæður kjark- leysis, efasemda og andvaraleysis. Þegar ég gekk til hvílu þótti mér sem nú lifði ég eina af örlaganóttum þjóðar minnar. Og að sjálfsögðu gat ég ekki sofið. Regnið hélt áfram að þylja hrakspár sínar. Vindurinn gnauðaði. Trén svignuðu í vindinum. Þjóð mín var 233 tvístraðir einstaklingar sem byltust í rúmum sínum og glímdu við efasemdir og kjarkleysi sjálfra sín. Eða hafði andvaraleysið þegar svæft þá þeim svefni, er þeir myndu ekki vakna af í tæka tíð? Höfðu þeir velflestir þegar gefizt upp í glímunni við fordæðurnar þrjár? Þessar kveljandi hugsanir alla nóttina, og fjölmargar úr- töluraddir sem ég hafði heyrt: Þetta tekst aldrei! Þið hættið of miklu! Glórulaus barnaskapur! Klukkan hringdi aldrei klukkan fimm. Þess gerðist ekki þörf. Við hjónin höfðum ekki sofið. Sigríður Sæland: Keflavíkurgangan er engin skemmtiganga eins og sumir vilja vera láta; á bak við hana er mikil og djúp alvara hjá þeim sem ganga. Nokkrir landleysingjar eru að gera mikið grín að þessu fólki. Senda því tóninn í ýmsum myndum og kasta til þess ýmsu sem siðuðu fólki hefði ekki þótt einhvern tíma sæma. En það fólk er búið að fá ofbirtu í augun af öllu glysinu sem fengizt hefur af hernáminu. En því miður er sú ofbirta innan- tóm og fær ekki staðizt dóm sögunnar. Við sem göngum viljum ekki búa lengur í tvibýli. Tvíbýlið mergsýgur æsku þessa lands. Sviptir hana dómgreind, æsir hana þangað til hún veit ekki að hún er það sem á að taka við þessu landi og bera ábyrgð á að hér búi íslenzk þjóð við íslenzka staðhætti, en ekki jórtrandi eiturlyfjaneytendur. Því er mikið haldið á lofti, að verið sé að afkristna þjóð- ina. Er það að afkristna þjóðina að fá byggð fleiri sjúkrahús, gamalmennahæli, barnaheimili til að litlu börnin geti fengið aðhlynningu þegar móðirin getur ekki hugsað um barnið sitt? Er það að afkristna æskuna að vilja ekki láta verðandi mæður verða eiturlyfjum að bráð? Hver hefur flutt þau inn i landið? Aldrei man ég eftir að ég heyrði eða sæi svoleiðis móður, áð- ur en herinn kom hér. En hve margar nú? þess vegna göngum við Svona mætti lengi telja. Er ekki komið nóg, íslenzka þjóð? Er ekki mælirinn senn fullur? Hvar er guð? spurði heimskingi nokkur. Ekki í hjarta þínu, svaraði vitringurinn, þá mundirðu ekki spyrja hvar hann væri. Hvers vegna allt þetta moldviðri um Keflavíkurgönguna? Má ekki nefna ósómann? Þá ærast þeir, sem fleytt hafa rjóm- ann af öllu þessu. Nú, eða öfunda þeir þá sem hafa ennþá manndóm að þora að standa við skoðun sína? Gunnlaugur Scheving: Erindrekar Bandaríkjamanna á Islandi hafa lofað sína herra af snilli og með rómantískri andagift. Framkoma og Keflavíkurgangan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.