Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 11
Klukkan er sex.
Klukkan sex núll fimm kemur billinn okkar niður Njarð-
argötuna. Brosleit andlit hlæja við okkur innan við bílrúð-
urnar. Kjartan Ólafsson, fyrirliðinn okkar í bíl nr. 4, merk-
ir við nöfn okkar jafnóðum og við stígum inn í bílinn. Allir
spyrja: Eru góðar heimtur?
Prýðilegar. Það vantar aðeins tæp tiu prósent þeirra, sem
fara áttu með okkar bíl.
Menn horfa brosandi hver framan í annan. Það má lesa
af svip fólksins, að enginn hefur efazt um sjálfan sig — ein-
ungis um aðra! Fimmtíu kílómetra gangan er eftir, en henni
kvíðir enginn. Fyrst hinum reyndist jafn auðvelt að sigrast á
svefni og efasemdum og okkur, þá þarf engu að kvíða. Við
höfum unnið okkar fyrsta sameiginlega sigm- að morgni þessa
ótrúlega dags.
Bíllinn rennur af stað, og brátt komum við auga á aðra
langferðabíla, bæði á undan okkur og eftir. Þeir stefna allir
í sömu átt og mynda fljótlega sannkallaða bílalest. Sumir
stanza á Kópavogshálsi og taka upp fólk. Og rétt handan
við Kópavogsbrúna stanza þeir allir, og fararstjórarnir bera
saman bækur sinar um forföll þátttakenda úr hverjum bíl.
Heimtur reynast mjög syipaðar í öllum bílunum: um 90%.
Klukkan sex þrjátíu og fimm leggur bílalestin af stað. f
Hafnarfirði eru teknir upp fleiri þátttakendur. Siðan ekið
greitt sem leið liggur.
Það ríkir hljóðlát eftirvænting í okkar bíl. Strjál samtöl
sem i einlægni reyna að hrinda mesta órétti sem þjóð okkar
hefur verið beitt. Hið gagnstæða þarfnaðist skýringa, ef til
væru. En aðspurður vil ég svara: ég tel að ungviðið sem er
að alast upp undir handarjaðri okkar eigi kröfu á staðfest-
ingu þess, að við metum fsland til annars en fjár og reynum
með öllum tiltækum ráðum að heimta æskunni til handa hið
góða hlutskipti sem hún hefur verið látin biða eftir frá fæð-
ingu: óflekkað land að lifa í við sæmd.
Bjarni Benediktsson:
Á undanförnum misserum hefur verið að þróast með þjóð-
inni bitur andúð á útlendum herstöðvum og erlendu herliði
á íslandi. Sú þróun hefur ekki farið hátt; en nokkrir ungir
menn hafa numið þetta hljóða kall úr djúpi þjóðarsálarinnar
— og bundizt heitum að svara því í verki. Þessvegna göngum
við.
Keflavíkurgangan hefur fyrst og síðast táknlega þýðingu;
hún skal vera upphaf nýrrar sóknar í frelsismálum íslendinga.
Við höfum verið hernumin og hersetin þjóð í tvo áratugi;
en nú finnum við æ fleiri undir niðri, að hlutskipti okkar er
í senn ósæmilegt og lífshættulegt. Morgunblaðshöllin mikla
við Aðalstræti er höfuðvígi hernámsstefnunnar á íslandi. í
litlu timburhúsi að baki henni er nú ungt fólk að undirbúa
öðru hverju. Það kemur á daginn að fæstir hafa sofið um
nóttina, heldur legið andvaka — og efazt um aðra. Lands-
lagið bylgjast framhjá okkur í gráum nöturlegum breiðum,
en við sjáum það ekki. Við sjáum aðeins bugðóttan veginn
framundan — og veginn til baka, heila dagleið, sem við ök-
um nú öfuga á einni klukkustund. Þetta er eins og könn-
unarferð: Þarna eru regnpollar á veginum, þarna möl, sem
getur orðið okkur óþjál undir fæti. Flestir eru óvanir að
meta vegi á þennan hátt: hvernig sé að leggja þá undir fót.
„Um hliðið atarna komust fjórir asnar fullklyfjaðir . ..“
Keflavíkurgönguna, fyrstu lotuna í nýrri sókn fyrir endur-
reistu sjálfstæði og óskertum heiðri fslendinga. Þessi aðstaða
er táknræn um þá baráttu sem bíður: hún verður örðug, og
hún verður ekki leidd til lykta í einni svipan. En einn dag
mun steinbáknið sjálft standa í skugganum af eldmóði og
hugsjón þessa unga fólks — og ísland horfir þá enn við heið-
um degi. Keflavíkurgangan er ferðalag í áttina þangað, sem
sóminn ríkir og frelsið býr. Hún er áheit á okkur sjálf, og
hún gefur fyrirheit um framtíðina.
Drifa Viðar:
Við göngum til þess að leggja áherzlu á það að við teljum
vera um líf eða dauða að tefla íslenzkri menningu og þjóð,
verði ekki herstöðvarnar afnumdar. Við göngum. til þess að
árétta það að við viljum skila landinu okkar eins byggilegu
í hendur komandi kynslóðum og það var áður en lífi og
þjóðlífi var ógnað með þeim voðalegustu eyðileggingartækjum
sem til eru og þeirri mestu svívirðu sem hægt er að sýna
þjóð, erlendri hersetu og herstöðvum.
Við getum ekki vænzt þess að við fáum að lifa í landi
okkar ein og frjáls nema við leggjum eitthvað á okkur,
færum einhverjar fórnir.
Við skulum ganga og minnast þess að við hvert spor sem
Keflavíkurgangan
9