Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 17

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 17
því að selja ríkinu vopn og vilja þessvegna auka vopnafram- leiðslu og finnst nauðsynlegt að viðhalda köldu stríði. Þessir tveir hópar manna „work hand in glove“ eins og þeir mundu sjálfir segja, og hika ekki við að senda njósnaflugvél inn yfir Sovétríkin í blóra við æðstu stjórn landsins, eins og greini- lega kom í ljós af fyrstu viðbrögðum hennar eftir að flugvélin var skotin niður. Tilgangurinn var bersýnilega sá, að eyði- leggja fund æðstu manna stórveldanna fjögra — og viðhalda köldu stríði. En það er lika til gott fólk í Bandaríkjunum, menn sem vilja frið við allar þjóðir, vilja frelsi, jafnrétti og bræðralag meðal þjóða. Þessir menn, og þeir eru ekki svo fáir, yrðu þeirri stund fegnastir, þegar bandarískar herstöðvar í öðrum löndum yrðu lagðar niður. Það er ákaflega auðvelt fyrir fslendinga að gera það upp við sig hvorum flokknum þeir eiga að fylgja. Þeir stjórn- málamenn okkar, sem leyfðu bandaríska herbækistöð hér á landi og vilja áframhaldandi hersetu, styðja hin illu öfl í Bandaríkjunum, styðja hernaðarsinnana og vopnaframleið- endurna, styðja að viðhaldi hins kalda stríðs. Hernámsandstæðingar fylgja hinum hópnum, þeim sem vilja frið, vináttu og bræðralag við allar þjóðir. Ég er viss um að þessi öfl í Bandaríkjunum eru reiðubúin til að rétt# okkur hjálparhönd í baráttu okkar. Japanir eiga nú í sömu baráttu og við og við getum ekki annað en hugsað til þeirra með bróðurþeli og óskað þess að okkar veika viðleitni með göngunni 19. júní veiti þeim ofur- lítinn stuðning, að minnsta kosti móralskan. Keflavíkurgangan 15

x

Keflavíkurgangan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.