Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 19

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 19
gert hafði verið. Svo rösklega hafði verið farið af stað, að eftir hálfs annars tíma göngu höfðum við þegar lagt átta kílómetra að baki. Klukkan var um 9.30 þegar göngufólkið nam staðar í mó- unum niðrundan Vogastapa. Úr sendiferðabílnum, sem fylgdi göngunni, voru nestispinklar afgreiddir til réttra viðtakenda, og við dreifðum okkur viðsvegar í leit að sæmilega þurrum sætum. Menn gæddu sér á smurðu brauði og öðrum nestis- mat og hresstu sig á kaffi úr hitabrúsum. Þarna var dvalið í allgóðu yfirlæti í tæpan hálftíma. En nú kom upp ágreiningur í liðinu. Hvora leiðina skyldi velja: Áfram hlykkjóttan veginn um Voga og Vatnsleysu- strönd, eða beint af augum yfir vegleysur Strandarheiðar? Göngustjórarnir hvöttu eindregið til þess, að síðari kostur- inn yrði valinn. Þeir töldu að með því gætum við stytt okk- ur leið um þrjá kílómetra, auk þess væri ákjósanlegt fyrir göngufólkið að leggja nú mýkra land undir fót um sinn, við myndum fá okkur fullsödd af hörku vegarins áður en göngu lyki. Aðrir töldu sig ekki hafa skóbúnað til að þreyta göngu um leirflög og hraunflesjur. En áður en verulega skærist í odda um þetta ágreiningsmál höfðu nokkrir eldhugar þegar lagt af stað út í hraunið með fánann, og þá var ekki annar kostur en að fylgja þeim. Klukkan var tíu. Það mun ekki ofmælt, að gangan yfir Strandarheiði hafi verið erfiðasti áfanginn á allri leiðinni frá herstöðvarhliðinu Göngumenn nálgast Vogastapa í upphafi styrjaldar sagði ríkisstjórn fslands við Breta: „Island vill hvorki né getur tekið þátt í hernaðarlegum aðgerðum eða gert bandalag við nokkurn hernaðaraðila". Og þegar Bretar brutu hlutleysið 10. mai 1940, mótmælti ríkis- stjórnin og sagði, að „hlutleysi fslands væri freklega brotið og sjálfstæðið skert“. Þetta skal undirstrika: þegar hlutleysið er brotið er sjálfstæðið skert. Síðan hefur fsland verið innlimað í hernaðarkerfi, hlut- leysi þess vanvirt og landsréttindi seld í hendur herveldi. Jafnframt hefur verið blásið að glóðum haturs. En þess ber að minnast, að í samningum íslenzkra stjórn- arvalda um afsölu landsréttinda í hendur hernaðaraðila hefur enginn stafkrókur stoð í lögum. Allir samningar þessu lút- andi eru ofbeldi og með öllu ógildir. Hinn fyrsti samningur við Bandaríkin um hersetuna var samþykktur af umboðs- lausum þingmönnum, þ. e. a. s. kjörtímabil þingmanna var útrunnið, en þeir samþykktu sjálfir umboð sín og frestuðu kosningum. Það voru því ekki löglegir þingmenn, sem sam- þykktu fyrsta hernámssamninginn. Þannig var þjóðin blekkt og svikin 1946, 1949 og 1951. Allt atferli hernámsmanna er svik og blekkingar við þjóðina. Þessu mótmælum við með Keflavíkurgöngunni og undirstrik- um kröfuna um endurheimt hlutleysis þjóðarinnar. Einar Laxness: Fjölmargir andstæðingar hins bandaríska hernáms á fs- landi hafa tekið höndum saman um að efna til göngu milli Keflavíkurgangan 17

x

Keflavíkurgangan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.