Keflavíkurgangan

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 25

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 25
Lögregluþjónn leiðir gönguna gegnum bílaþvargið og uppi í Öskjuhlíðarbrjitta, miðað við lengd göngunnar! Svo gífurlega hafði fylkingin vaxið. Áður höfðum við gengið í þrefaldri röð. Nú var gangan eins og stórfljót sem flæðir yfir bakka sína í vorleysingum. Við lá að Miklabrautin yrði henni jafnvel of þröng. Einn venzla- maður Natóvinafélagsins, blindaður af ofstæki sínu, þóttist að vísu sjá færa leið meðfram göngunni, en komst fljótlega að raun um, að það var missýning. Haraldur Teitsson (öðru nafni Halli Teits, blaðamaður við Morgunblaðið), virtist hald- inn enn illkynjaðri blindu: Hann ók bíl sínum úr Ingólfsstræti á gönguna þvera, eins og hún væri loft. En hann rak sig á múrvegg! Síðasta spölinn, niður Laugaveg, Bankastræti og að Mið- bæjarskólanum, bar Sigurður Guðnason íslenzka fánann fyr- ir fylkingunni. Það fór vel á því. Hann hafði jafnan verið í fylkingarbrjósti alla leiðina og verið okkur göngumönnum sannur leiðtogi. I mynd hans birtist okkur óbilandi seigla og þróttur þeirra kynslóða, sem á myrkum öldum höfðu barizt fyrir frelsi landsins, stundum í nauðvörn, og þó aldrei gef- izt upp. Nú varð fordæmi hans til að eggja okkur lögeggjan að láta okkar hlut ekki eftir liggja, heldur heimta landið alfrjálst að nýju úr greipum þess erlenda valds, er nú hafði það að leiksoppi. Úr Bankastræti sveigði fylkingin inn í Lækjargötuna og staðnæmdist við Miðbæjarskólann. Þegar fánaberinn kom Gangan náði eftir endilangri Miklubraut og langt suður Lönguhlíð er hugtakafölsun, sem nú er rekin eins og stóriðja, til þess eins að eitra hugskot manna, reisa múra tortryggni og hat- urs milli þjóða. — Vegna þess, að hið vestræna ,,frelsi“ er frelsi til atvinnuleysis, sultar og fáfræði, en ekki það frelsi, að lítil þjóð sem Islendingar fái að lifa hlutlaus í hrunadansi deyjandi samfélagshátta. — Vegna þess, að ég afneita þeim ,,kristindómi“, sem ekki afneitar styrjöld nú skilyrðislaust (kategoriskt) sem glæp gegn guði og mönnum, afneita þeim ,,kristindómi“, sem varðveita á óbornum kynslóðum með vetnissprengjum og öðrum vígtólum. Vegna þess tek ég þátt í Keflavíkurgöngunni 19. júní — að ég vil Island hlutlaust, herlaust land um alla framtíð. Vegna þess, að ég vil kinnroðalaust geta svarað barnabörnum mín- um því játandi, þegar þau spyrja hann afa sinn að því, hvort hann hafi verið í Keflavíkurgöngunni 1960. Hannes Sigfússon: Ég varð alls hugar feginn þegar mér bárust þessi tíðindi til eyrna: Nokkrum einstaklingum hefur tekizt að varpa af sér álagahami sinnuleysisins, sem nú um langt skeið hefur verið þjóðbúningur okkar íslendinga. Þeir hafa ákveðið að fylkja liði til hópgöngu frá herstöðinni í Keflavík til Reykja- víkur. Svo léttir urðu þeir á fæti, jafnskjótt og þeir höfðu flett af sér haminum, að þeim fannst barnaleikur einn að ganga 50 km vegalengd á einum degi — og halda útifund að þeim spássértúr loknum! Og svo brá mér við þessi gleðitíðindi, að mér fannst ég geta þetta líka! Upp! Upp! Fólk á öllum aldri, konur jafnt sem karlar, langsetið fólk og fólk sem er orðið þreytt á að tvístíga, mun grípa tveim höndum þetta tækifæri til að sýna manndóm sinn í verki. Ég spái því að margir álagahamir muni falla, ef ekki í dag, þá á morgun, og dagana fram til 19. júní — og einkum þann dag. Einnig þeir, sem ekki geta tekið þátt í sjálfri göngunni, munu fella þá. Um allt land munu álagahamirnir falla. Skyggnir menn munu sjá rifrildin af sinnuleysi almennings liggja eftir á vegbrúnunum, allt frá Keflavíkurflugvelli, um Hafnarfjörð, Silfurtún, Kópavog og sem leið liggur niður á Lækjartorg — hvarvetna þar sem fólkið hefur skipað sér í fylkingu göngunnar miklu! Elías Mar: Ef ríkisstjórn Islands — með meirihluta Alþingis á bak við sig — færi fram á það við Bandaríkjamenn, að þeir færu burt héðan með her sinn, vopnabúnað og radarstöðvar, er meira Keflavíkurgangan 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.