Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 32

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 32
Hitler og kumpánar hans kölluðu morðöld sína baráttu gegn kommúnisma. Eigi að siður réðust þeir fyrst á auðvalds- ríkin í kringum sig og knúðu þau til samstöðu við meginveldi kommúnismans, Sovétríkin. En að hruninni spilaborg nazism- ans snerist hinn vestræni heimur gegn samherjanum í austri með Bandaríkin í broddi fylkingar. Baráttu Hitlers gegn kommúnismanum var haldið áfram í gervi umskiptings. Og oddvitum þjóðar vorrar hefur þótt það vænlegast til lýðræðis- auka að tileinka sér þennan baráttuarf nazismans með þátt- töku í svonefndu Atlanzhafsbandalagi. Á þess vegum situr hér enn hinn ameríski her. Þessi ameríski her er sagður eiga að varðveita oss fyrir rússneskri árás. Helzta árás rússa til þessa hefur verið að kaupa af oss fisk. Helzta vörn banda- manna vorra í Nató hefur verið að stela frá okkur fiski í skjóli vígdreka og standa í vegi fyrir lífsrétti vorum á mið- unum kringum landið. Hitt er jafnframt augljóst að svo fáránlegar geta ögranir hitlerserfingjanna orðið að rússar þykist tilneyddir að bíta frá sér. Sovézk stjórnarvöld hafa tilkynnt að hver sú amerísk herstöð 'erlendis sem tengd sé njósnaflugi inn yfir ráðstjórn- arlönd í líkingu við það sem nýlega átti sér stað — hún verði tafarlaust jöfnuð við jörðu. Hvaða tryggingu hafa íslenzk stjómarvöld fyrir því að slíkur leiðangur verði ekki hafinn frá Keflavíkurflugvelli og kalli yfir oss tortímandi andsvar? Þessari spurningu er auðvitað fljótlegast að svara með þeirri staðhæfingu að rússar og kommúnistar séu djöflar og and- an. Er við færum Keflavíkurgönguna í tal við hann, segir hann: — Það hlýtur að valda hverjum heilbrigðum Islendingi sárindum að þurfa að horfa upp á þá niðurlægingu og auð- mýkt, sem hersetan er fyrir fullvalda þjóð — ekki sízt ef við skyggnumst aftur í sögu okkar. Það er á valdi fólksins i landinu hvenær herinn hverfur á braut fyrir fullt og allt með sitt hafurtask. Það sem fólkið í landinu vill, það verður — og þó að sérstökum öflum hafi með áróðurstækni og blekkingum tekizt að halda herstöð- inni hér í nokkur ár, þá er eitt víst: það er aðeins tímaspurs- mál hvenær herinn hverfur úr landinu. — Þú telur að fólkið í landinu muni rísa upp og reka hann — Já. Ég er sannfærður um, að Keflavíkurgangan mun marka tímamót í baráttunni fyrir brottför hersins. Hún mun verða upphaf að nýrri, öflugri, linnulausri sókn fyrir afnámi hersetunnar og eyðileggingu herstöðvanna á íslandi. Amma gengur Borghildur Einarsdóttir: Já, vissulega er það rétt hjá frænda Þórbergi, að Kefla- víkurgangan ætti engum meðalhraustum manni að vera of- skotar. Hinsvegar mundi jafnvel hin stríðsmagnaðasta guðs- mannstunga hljóðna frammi fyrir sjálfri staðreyndinni, en sannleikurinn kveina í brjóstinu: þessi slokknuðu líf eru gjaldið fyrir þá heljargildru sem vér höfum búið oss. Sérhver íslendingur veit að seta bandaríkjahers hefur aldrei verið o s s nein vörn, heldur síaukin lífshætta. En vér höf- um vissulega grætt á þessari hersetu. Hátt á annan áratug höfum vér verið að selja sjálfstæði vort og heiður fyrir doll- ara. Vér höfum lokað frelsisástina niðri í kjallarageymslum skrauthýsa. Vér höfum stungið friðarþránni inn í dýrindis kæliskápa. Vér höfum ekið yfir samvizkuna í lystibílum. — Vér höfum svikizt um að afhenda börnum vorum þetta bless- aða land hreint og ómengað. Vér höfum alið þau upp í sýnd- arhamingju á blóðugum stríðsgróða Og saurugum hernáms- gróða. Vér höfum veitt þeim ríkulega tyggigúmmí og kóka- kóla, glæparit og svartadauða — en þá hugsjón sem alskír frelsisljómi fósturjarðarinnar einn fær tendrað höfum vér ekki gefið þeim. Samt sem áður: eina vonin er að þessi prettaði æskulýður ,,Veit ég miðaldra ekkju, móður og ellefu barna ömmu . . .“ 30 Keflavíkurgangan

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.